Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is
Aldrei hefur
verið
auðveldara
að heyra
Enn er bætt um betur með nýju
ReSound heyrnartækjunum
sem gefa eðlilega og
áreynslulausa heyrn.
Taktu þátt í framþróuninni og
prófaðu þessa hágæða tækni.
GOLDEN
LOBE
AWARDS
2014
ASSOCIATION OF
INDEPENDENT
HEARING HEALTHCARE
PROFESSIONALS
Most Innovative
Concept 2014
presented to:
Resound - LiNX
made for iPhone
býli í þessum póstnúmerum milli
annars ársfjórðungs 2014 og 2015
urðu í 105 Reykjavík, Hlíðahverfinu
og Holtunum, um 41 þús. á fer-
metra.
Greining Þjóðskrár Íslands sýnir
að hækkanirnar hafa ekki verið jafn
miklar í 109, 111 og 112 Reykjavík.
Fasteignir í þessum hverfum eru al-
mennt ódýrari og hefur Ásgeir Jóns-
son, lektor í hagfræði við Háskóla
Íslands, sett fram þá kenningu, að
lengri tími muni líða þar til efna-
hagsbatinn skilar verðhækkunum í
þessum hverfum en í miðborginni.
Verð á seldum eignum í fjölbýli í
Seljahverfinu, 109 Reykjavík, hefur
hækkað um tæplega 24 þúsund
krónur á fermetra frá miðju ári 2014
og fram á mitt þetta ár. Hækkunin
frá ársbyrjun 2013 er tæplega 44
þús., eða 4,4 millj. á 100 fermetra
íbúð.
Fermetraverð seldra eigna í
Breiðholtinu, 111 Reykjavík, hefur
hækkað meira en í Seljahverfinu frá
miðju síðasta ári og fram á mitt
þetta ár, eða um tæplega 32 þúsund
krónur. Hækkunin frá ársbyrjun
2013 er um 41 þúsund, eða semsvar-
ar 4,1 milljón króna á fermetra.
Loks hefur meðalkaupverð í fjölbýli
í Grafarvogi, 112 Reykjavík, hækkað
um rúmlega 28 þúsund frá öðrum
ársfjórðungi 2014 og fram á annan
ársfjórðung í ár, og um 58,6 þúsund
frá ársbyrjun 2013. Hefur meðal-
verð seldra 100 fermetra eigna í fjöl-
býli í Grafarvogi því hækkað um 5,9
milljónir frá ársbyrjun 2013.
Hækkuðu um 4 milljónir á ári
Verðþróun á fjölbýli í sex póstnúmerum í Reykjavík 2013 til 2015
Meðalkaupverð í þúsundum króna á fermetra
Heimild: Þjóðskrá Íslands.*Byggingarár < 2010
Ár Ársfj.
Meðal-
kaupverð
Án nýbygginga*
-meðalkaupverð
Meðal-
kaupverð
Án nýbygginga*
-meðalkaupverð
Meðal-
kaupverð
Án nýbygginga*
-meðalkaupverð
101 101 105 105 107 107
2013 1 326.228 306.708 279.200 279.078 296.334 296.334
2013 2 328.716 326.425 275.139 275.139 300.076 300.076
2013 3 329.911 321.969 288.590 288.201 310.710 310.710
2013 4 342.072 330.165 289.335 289.188 320.334 320.334
2014 1 368.689 349.223 300.396 300.396 321.159 321.159
2014 2 364.882 355.136 306.180 306.180 329.189 329.189
2014 3 371.137 368.191 328.178 328.237 349.580 348.632
2014 4 379.365 367.279 333.546 334.061 350.504 350.504
2015 1 402.455 391.295 345.002 332.582 351.419 351.419
2015 2 404.028 394.520 346.841 342.030 366.603 366.603
Hækkun á tímabilinu 77.800 87.812 67.641 62.952 70.269 70.269
Hækkun á sl. ári 39.146 39.384 40.661 35.850 37.414 37.414
109 109 111 111 112 112
2013 1 213.383 213.383 218.244 200.269 230.237 230.237
2013 2 211.891 211.891 210.493 203.144 237.160 237.160
2013 3 217.497 217.497 210.709 204.122 248.478 248.478
2013 4 223.383 223.383 215.846 213.729 246.633 246.633
2014 1 216.813 216.813 229.006 229.006 258.367 258.367
2014 2 233.402 234.870 227.245 227.245 260.547 260.547
2014 3 238.972 238.972 238.794 237.128 280.181 280.181
2014 4 248.506 248.506 245.027 245.027 271.871 271.871
2015 1 257.300 257.300 254.917 254.917 282.956 282.956
2015 2 257.256 257.256 258.838 258.838 288.853 288.853
Hækkun á tímabilinu 43.873 43.873 40.594 58.569 58.616 58.616
Hækkun á sl. ári 23.854 22.386 31.593 31.593 28.306 28.306
Meðalkaupverð á íbúðum í fjölbýli í 101 Reykjavík hefur hækkað um 39 þúsund á fermetra á einu ári
Frá ársbyrjun 2013 er hækkunin nærri 8 milljónir Fermetraverð í Grafarvogi nálgast 300 þúsund
Námsver ehf., hlutafélag í eigu AFLs Starfsgreinafélags, hefur keypt allar
íbúðirnar í Stakkholti 3 í Reykjavík. Um er að ræða tvö fjölbýlishús á bak-
lóð, þriggja og fjögurra hæða.
Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags,
segir að 24 íbúðir séu í húsunum tveimur. Hluti íbúðanna verður leigður
til félagsmanna en aðrar íbúðir settar í almenna leigu. Við þessa flutn-
inga selur AFL Starfsgreinafélag 12 íbúðir sem félagið átti í Mánatúni 3.
Sverrir Mar segir kaupin í Stakkholti 3 góða fjárfestingu. Nú sé góð
eftirspurn eftir leiguhúsnæði, jafnframt því sem innlánsvextir séu lélegir.
Þá sé nýtingin á orlofsíbúðum félagsins um 92%. Það sé mikill hagur fyr-
ir félagsmenn að geta gengið að íbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Húsin tvö eru rúmlega 2.000 fermetrar og má út frá söluverði eigna í
Stakkholtinu lauslega reikna með að kaupverð hafi verið rúmlega 800
milljónir króna.
AFL keypti allar íbúðirnar
TVÖ FJÖLBÝLISHÚS Í STAKKHOLTI
Morgunblaðið/Golli
Stakkholt 3 AFL Starfsgreinafélag keypti allar íbúðirnar í tveimur húsum.
Dæmi um miklar verðhækkanir
á íbúðum í fjölbýli í Reykjavík er
að finna í Stakkholti í 105
Reykjavík, skammt frá Hlemmi.
Nú er til sölu íbúð númer 505
í Stakkholti 2a. Hún er 88 fer-
metrar og kostar 42,5 milljónir.
Félagið Stakkholt - miðbær
ehf. seldi í maí sl. þessa íbúð og
íbúð númer 504 í sama stiga-
gangi til S16 Fasteignafélags
ehf. Íbúðirnar eru álíka stórar
og var kaupverðið 74 milljónir
fyrir þær báðar. Miðað við að
hvor hafi kostað 37 millj. hefur
verðið hækkað um 5,5 millj.
5,5 milljónir á
4 mánuðum
HÆKKUN FRÁ ÞVÍ Í MAÍBAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Meðalkaupverð á fermetra í fjölbýli í
101 Reykjavík hækkaði um rúmlega
39 þúsund krónur frá miðju síðasta
ári og fram á mitt þetta ár. Hækk-
unin samsvarar því að kaupverð á
100 fermetra íbúð í miðborginni hafi
hækkað um 4 milljónir á tímabilinu.
Þetta má lesa úr greiningu Þjóð-
skrár Íslands á þróun fasteigna-
verðs í fjölbýli í völdum póstnúm-
erum í Reykjavík, sem unnin var að
beiðni Morgunblaðsins. Reiknað er
út meðalkaupverð á fermetra á
hverjum ársfjórðungi og fæst þann-
ig samanburður milli ársfjórðunga.
Meðalkaupverðið er nú orðið ríf-
lega 400 þúsund á fermetra í póst-
númerinu 101 Reykjavík. Dæmigerð
100 fermetra íbúð í póstnúmerinu
kostar því orðið um 40 milljónir kr.
Þá er athyglisvert að meðalkaup-
verð í fjölbýli í 101 Reykjavík hefur
hækkað um tæplega 78 þúsund frá
fyrsta ársfjórðungi 2013 og til enda
annars ársfjórðungs í ár. Samkvæmt
því hefur kaupverð á 100 fermetra
eign í fjölbýli hækkað um tæpar átta
milljónir króna frá ársbyrjun 2013.
Hækkar um 8,8 milljónir á íbúð
Án nýbygginga er hækkunin tæp-
lega 88 þúsund á fermetra, eða 8,8
milljónir á 100 fermetra íbúð.
Næst á eftir 101 Reykjavík hefur
Vesturbærinn, 107 Reykjavík,
hækkað mest í verði frá ársbyrjun
2013, eða um rúmlega 70 þúsund.
Benda tölur Þjóðskrár Íslands til að
sáralítið hafi verið byggt af nýju fjöl-
býli í Vesturbænum á tímabilinu
sem skoðað var. Meðalkaupverð án
nýbygginga er nánast alltaf það
sama og meðalverð allra seldra
eigna.
Meðalkaupverð á fjölbýliseignum
hefur hækkað um 37,4 þúsund á fer-
metra í Vesturbænum frá miðju ári
2014 og fram á mitt þetta ár, eða um
rúmlega 3,7 milljónir á 100 fermetra.
Mestar hækkanir á eignum í fjöl-
Morgunblaðið/Golli
Stakkholt 2-4 Nýjar íbúðir í þess-
um fjölbýlishúsum seldust hratt.