Morgunblaðið - 17.09.2015, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
HORNAFJÖRÐUR
OG NÁGRENNI
Á FERÐ UM
ÍSLAND
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
„Við notum allar aukaafurðir úr
íslenskri matvælaframleiðslu sem
við komumst í. Roðið er af þorski,
laxi, karfa og hlýra, en skinnin af
sel og smálömbum. Við notum leð-
ur af hreindýrum og ull, horn og
leður af sauðkindinni. Auk þess
höfum við notað fjaðrir af land-
námshana, hrosshár og fleira,“
segir Ágústa Margrét Arnardóttir
sem hannar og framleiðir föt og
fylgihluti úr roði, skinnum og öðr-
um aukaafurðum undir vörumerk-
inu Arfleifð. Hún starfar á Djúpa-
vogi ásamt Kareni Sveinsdóttur.
Bráðlega fara þær til Lundúna til
að sýna nýja fatalínu og komast í
kynni við söluaðila.
Ágústa lærði skó- og fylgi-
hlutahönnun en byrjaði fyrir um
fimm árum að hanna fatnað á borð
við kjóla, pils, jakka og fleira. Hún
gerir einnig töskur og fylgihluti.
„Ég hef alltaf föndrað og búið
eitthvað til, en árið 2000 byrjaði
ég að selja þær vörur. Ég nam í
Iðnskólanum í Hafnarfirði á ár-
unum 2003-2005 samhliða því að
hanna og selja, en þá kynntist ég
fiskroðinu í fyrsta skipti. Það var
svo árið 2010 sem ég frumsýndi
vörur undir merkinu Arfleifð og
undir hugmyndafræði náttúrunýt-
ingar og sjálfbærni,“ segir hún.
Ágústa leggur mikla áherslu á að
nýta aukaafurðir sem annars færu
til spillis.
Ágústa segir þá hugmynda-
fræði vekja mikla athygli erlendra
ferðamanna, sem og uppruna hrá-
Ljósmynd/Úr einkasafni
Heiðurskonur Ágústa og Guðrún Guðjónsdóttir taka á móti viðurkenningunni „Heiðurskonur á Djúpavogi“
Vinnur föt og auka-
hluti úr aukaafurðum
Ágústa M. Arnardóttir hannar undir merkinu Arfleifð
Belti Hluti af vinnsluferlinu er að
raða skinnum á réttan hátt.
Dýrleif Taskan Dýrleif með Bú-
landstind í bakgrunni.
„Við erum eins og flott ítölsk fjöl-
skylda,“ segir Ari Þorsteinsson sem
hefur verið í veitingarekstri ásamt
fjölskyldu sinni í um átta ár.
„Ég, kona mín, María Gísladóttir,
systir mín, Anna Þorsteinsdóttir og
mágur minn, Ólafur Már Vilhjálmsson,
eigum saman Humarhöfnina, en við
hófum rekstur árið 2007 eftir að hafa
keypt hús sem var verslunar- og skrif-
stofuhúsnæði kaupfélagsins. Það var í
hálfgerðri niðurníðslu en okkur lang-
aði að gera það upp þannig að við
ákváðum að fara í veitingarekstur og
sérhæfa okkur í humri,“ segir hann.
Eik, dóttir Ara, og Anna, systir hans,
sjá um rekstur Humarhafnarinnar og
synir Önnu vinna þar líka.
Ari og María keyptu svo árið 2011
hús sem byggt var af kaupmanninum
Ottó Tuliniusi árið 1897. „Ætlun okkar
var að gera húsið upp og búa í því.
Fljótlega sáum við að verkefnið var
stærra en okkur hafði órað fyrir.
Ákváðum við því að opna það fyrir
fólki og fara í veitingasölu,“ segir Ari
en veitingahúsið heitir Nýhöfn.
Elsta hús bæjarins
Nafnið er dregið af því að húsið var
byggt í Kaupmannahöfn og flutt til
Hafnar með skipi. Er því um elsta hús
bæjarins að ræða. „Við leggjum mikið
upp úr því að gestir komist inn í sögu-
legt andrúmsloft á heimili sem gæti
verið frá upphafi 20. aldar og fái að
borða þar frábæran mat.“
Ari og María búa á efstu hæð húss-
ins en á miðhæðinni er starfræktur
veitingastaður þar sem rík áhersla er
lögð á hráefni af bryggjunni í bænum
og af svæðinu í kring. Í kjallaranum er
svo boðið upp á „forníslenskt tapas“,
sem er harðfiskur og hákarl.
Ari og María hafa lagt mikið til upp-
byggingar í miðbæ Hafnar. „Við vild-
um byggja upp hafnarsvæði sem yrði
að sérstökum áfangastað og að fólk
kæmi hingað matarins vegna. Við byrj-
uðum ein en núna eru fjórir veitinga-
staðir við höfnina. Mörg gömul hús í
kring hafa verið gerð upp þannig að
svæðið er komið með fallegan heild-
arsvip. Draumur okkar hefur nú ræst,“
segir Ari. „Við höfum áhuga á því að
gera upp gömul hús á svæðinu og gefa
þeim nýtt hlutverk og líf sem og að
varðveita menningarminjar. Það er
drifkrafturinn hjá okkur.“
María, sem er bókmenntafræðingur
að mennt, hefur ásamt skjalaverði
unnið að sýningu um byggingasögu og
íbúasögu í húsi þeirra hjóna. Gáfu þau
út blaðið Hústíðindi, sem er dagblað
með fréttum frá fyrri tíð, þannig að
fólk geti lesið sér til gamans um sögu
hússins og breytingar á því í áranna
rás. brynja@mbl.is
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Fjölskyldan Systkinin Ari og Anna ásamt fjölskyldum sínum við Humarhöfnina.
Samhent í veitingarekstrinum
Brynja Björg Halldórsdóttir
brynja@mbl.is
„Ég er með matvæli úr öllu sæ-
dýrasafninu,“ segir Ómar Frans-
son, eigandi matvælafyrirtækisins
Sólskers og trillukarl, en hann
stendur vaktina við reykofninn á
milli þess sem hann sækir sjóinn.
Ómar framleiðir heitreyktan
makríl, makrílpaté, heitreykt
þorskhrogn, reyktan regnbogasil-
ung sem og léttreyktan og grafinn
karfa. Ómar hóf að reykja makríl
fyrir nokkrum árum, en regnboga-
silungur og karfi eru nýjustu við-
bæturnar í vöruúrvalið.
„Ég vinn þetta að mestu leyti
einn, en Björn Eymundsson, fóst-
urfaðir minn, hefur verið mín
hægri hönd í framleiðslunni,“ segir
Ómar og bætir við að menn hafi
komið að máli við hann og boðið
honum að koma í samstarf. Ekkert
hefur hins vegar verið ákveðið í
þeim málum enn.
Reykir og grefur
„allt sædýrasafnið“
Á leið á matarsýningu í Lundúnum
Morgunblaðið/Albert Eymundsson
Úrval Ómar vinnur með makríl, þorskshrogn, karfa og regnbogasilung, þ.e. heitreykir eða grefur.
Humarinn, u.þ.b. 125 g, tekinn
frosinn og klofinn eftir endilöngu
með flugbeittum hníf. Maginn
hreinsaður úr með teskeið en lifrin
skilin eftir. Humarinn garnhreins-
aður. Honum raðað í ofnfast mót
og penslaður með hvítlaukssmjöri
(brætt smjör með hvítlauk og
steinselju) og örlitlu af papriku
stráð yfir. Humarinn er settur und-
ir grill á 260 °C í 3½ mínútu og
saltaður með eðalsalti um leið og
hann er tekinn út. Settur á disk
með smjörinu úr ofnskúffunni,
ásamt salati.
Humarsósa
1 bolli majónes, ½ bolli sýrður
rjómi, 3-4 hvítlauksrif, 1 msk. soja-
sósa og u.þ.b. ¼ bolli chili-sósa frá
Heinz. Öllu hrært vel saman.
Heill humar á Humarhöfninni
UPPSKRIFT