Morgunblaðið - 17.09.2015, Síða 16

Morgunblaðið - 17.09.2015, Síða 16
16 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Flóttamenn bíða á lestarstöð í smábænum Frei- lassing í suðurhluta Þýskalands. Hafa þeir beðið þar síðan þýsk stjórnvöld ákváðu að taka upp landamæraeftirlit til að stemma stigu við straumi flóttamanna inn í landið og koma „skipu- lagi á ástandið“ eins og Thomas de Maiziere, inn- anríkisráðherra Þýskalands, orðaði það. Þrátt fyrir það hafa tvö þúsund manns farið um landa- mærin frá Austurríki síðan eftirlitið hófst. AFP Bíða í óvissu á lestarstöð Um helmingur Ítala á aldrinum 25-34 ára býr enn hjá for- eldrum sínum samkvæmt tölum frá evrópsku hagstofunni, Eurostat. Er hvergi hærra hlutfall fólks sem býr enn hjá for- eldrum í Evrópu. Í fréttaskýringu The Local segir að þótt stór hluti ástæðunnar sé bágur fjárhagur og atvinnuleysi ungs fólks leiki sú hefð, að fjölskyldur búi saman í nánu samneyti, einnig stórt hlut- verk. Háskólanemar útskrifast seint á lífsleiðinni og kann það að helgast af því að þeirra sem útskrif- ast bíður gjarnan vinna þar sem tekjurnar eru um 1.000 evrur eða minna. Fyrir slíkar tekjur er eini möguleiki ungs fólks að dvelja heimavið í langan tíma og reyna að safna peningum í skjóli frís húsa- skjóls og fæðis. vidar@mbl.is ÍTALÍA Helmingur býr enn hjá foreldrum Svíum var í gær, fyrstum þjóða, boðinn sá kostur að geta pantað borð á veitinga- staðnum McDon- alds. Tilkynnti fyrirtækið þessa nýbreytni fyrr í mánuðinum og er hægt að panta borð fyrir fjóra að hámarki. Svíar hafa gjarnan haft orð á sér fyrir skipulagningu og að sögn Staffans Ekstrams, stjórnanda hjá McDonalds í Svíþjóð, er eitt markmiðið með þessu að koma til móts við þessi séreinkenni Svía. Þykir þessi breyting til þess fallin að hressa upp á ímynd vörumerk- isins í Svíþjóð. Nýlega neyddist fyr- irtækið til þess að loka útibúi í Västra þar sem um þrjátíu veiktust eftir að hafa borðað á staðnum. Að auki fann kona hreinsiefni í kaffi- bolla sem hún hafði keypt hjá McDonalds í Malmö. SVÍÞJÓÐ Nú er hægt að panta borð á McDonalds Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Að minnst kosti sextíu flóttamenn hafa verið handteknir í Ungverjalandi eftir að ný lög tóku gildi í vikunni þar sem heimilað er að refsa þeim sem koma til landsins með ólöglegum hætti. Eru viðurlögin allt að þriggja ára fangelsi. Ungversk yfirvöld lokuðu endan- lega landamærunum við Serbíu á sunnudag þegar síðasti hluti 175 kíló- metra langrar gaddavírsgirðingar var settur upp til stöðva flóttamanna- strauminn inn í landið. Þótt ríkisstjórn Viktors Orbáns, forsætisráðherra Ungverjalands, hafi mátt sæta gagnrýni af hálfu alþjóða- samfélagsins vegna aðgerðanna gegnir öðru máli heima fyrir þar sem þær njóta stuðnings 70% þjóðarinnar. Flokkur Orbáns þykir vera hægri sinnaður íhaldsflokkur en aðgerðirn- ar hafa notið stuðnings þeirra sem staðsetja sig enn lengra á hægri væng stjórnmálanna, fylgismanna stærsta stjórnarandstöðuflokksins, Jobbik. Því fer þó fjarri að afstaða ríkis- stjórnar Orbáns sé einsdæmi í Evr- ópu. Hafa Lettland, Litháen, Pólland, Slóvakía og Tékkland ítrekað hafnað því að mæta skil- yrðum Evrópu- sambandsins um að taka við hluta flóttamannanna eða svokölluðum kvótaflóttamönn- um. Ríkisstjórn Orbáns nýtur stuðnings tveggja af hverjum þrem- ur þingmönnum. Hefur Orbán meðal annars látið hafa eftir sér að þjóðin sé með „ofnæmi“ fyrir afskiptum frá útlöndum af inn- anríkismálum. Slíkar skoðanir eru vinsælar í landinu sem lengi mátti sæta afskiptum Sovétmanna af inn- anríkismálum fyrir fall járntjaldsins. Króatar taka við vandanum Eftir að Ungverjar lokuðu landa- mærunum hefur flóttamanna- straumurinn leitað til Krótatíu í norðri. Þarlend stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hygðust leyfa flótta- mönnum að koma inn í landið á leið sinni norðar í Evrópu. Þegar höfðu um 150 flóttamenn farið um landa- mærin um hádegisbilið í gær og þús- undir voru á leið þangað. Flestir vilja fara til Þýskalands. Vinsælli heima fyrir  Tugir flóttamanna handteknir  Hafa „ofnæmi“ fyrir afskiptum að utan Viktor Orbán Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fjórtán ára drengur var handtekinn í Texas í Bandaríkjunum eftir að hann sýndi kennurum klukku sem hann hafði smíðað. Óttuðust kenn- ararnir að um væri að ræða sprengju og kölluðu til lögreglu. Nemandinn, Ahmed Mohamed, sagðist í samtali við fjölmiðla hafa komið með klukkuna í MacArthur-- menntaskólann til þess að sýna hana kennara í tæknifræði. Hafði sá hrós- að honum en sagt um leið að hann mætti ekki sýna öðrum kennurum. Engu að síður kom kennari auga á klukkuna eftir að hún gaf frá sér hljóð í miðri kennslustund. Gerði sá skólayfirvöldum viðvart og var hringt á lögregluna. Leiddur út í handjárnum Síðar sama dag var drengurinn kallaður til skólastjóra og yfirheyrð- ur af fjórum lögreglumönnum. Sam- kvæmt því sem fram kemur í Dallas Morning News var drengurinn leiddur úr skólanum í handjárnum og settur í ungmennafangelsi auk þess sem tekin voru af honum fingraför. Skólinn tjáði sig ekki um atvikið í yfirlýsingu sem frá honum kom. Þar kom þó fram að kennurum væri uppálagt að tilkynna það ef þeir sæju eitthvað grunsamlegt. Faðir drengsins segist hræddur um að atvikið hafi átt sér stað sökum þess að drengurinn er íslamstrúar. Handjárnuðu 14 ára klukkusmið Handjárnaður Ahmed Mohamed var handjárnaður af lögreglu.  Kennararnir héldu drenginn vera með sprengju

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.