Morgunblaðið - 17.09.2015, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 17.09.2015, Qupperneq 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015 Viltu læra bridge? Bridgesambandið getur útvegað leiðbeinendur fyrir hópa, fyrirtæki og skóla. Guðmundur Páll starfrækir Bridgeskólann, þar geta þeir lært bridge sem eru að stíga sín fyrstu skref í bridge og einnig þeir sem vilja bæta við kunnáttu sína. Námskeið í Bridgeskólanum hejast 21. september n.k. Upplýsingar hjá Guðmundi Páli í síma 898 5427 eða á gparnarson@internet.is. Eldri borgarar spila alla mánudaga og fimmtudaga kl. 13.00-17.00 í Síðumúla 37. Bridgefélög og klúbbar eru starfræktir um allt land – upplýsingar á bridge.is Bridgesamband Íslands – Síðumúla 37 – 108 Reykjavík – sími 587 9360 – www.bridge.is Bridge gerir lífið skemmtilegra Árlegt alþjóðlegt stórmót Icelandair Reykjavík Bridgefestival fer fram 28.-31. janúar 2016, skráning á bridge@bridge.is Lanslið Íslands hefur náð langt á alþjóðlegum mótum, Norðurlandameistarar 2013 og aftur 2015 Ungir sem aldnir spila bridge Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Sýrlenskum föður, Osama Abdul Mohsen, sem komst í heimsfrétt- irnar eftir að hafa verið felldur af ungverskum myndatökumanni þeg- ar hann var á flótta undan ung- versku lögreglunni og reyndi að komast yfir landamæri Ungverja- lands, hefur verið boðið starf sem knattspyrnuþjálfari á Spáni. Myndbrot af því þegar ungverski myndatökumaðurinn Petra Laszlo felldi Mohsen, sem hélt á sjö ára syni sínum í fanginu, fór eins og eldur um sinu um netheima. Vakti myndbrotið gríðarlega reiði sem leiddi til þess að Laszlo var rekin úr starfi sínu hjá ungversku sjónvarpsstöðinni N1Tv. Fær íbúð á vegum samtakanna Osama Abdul Mohsen starfaði sem knattspyrnuþjálfari í Sýrlandi áður en hann þurfti að flýja landið vegna stríðsins sem geisað hefur þar. Fyrir tilstilli Knattspyrnuþjálf- arasamtaka Spánar (Cenafe) býðst honum nú starf og húsnæði í Getafe. Mohsen starfaði áður sem knatt- spyrnuþjálfari hjá Al-Fotuwa í efstu deild í Sýrlandi. Mohsen steig upp í lest í München í gær og ferðaðist til Madrídar ásamt tveimur sona sinna. Miguel Ángel Galán, formaður þjálfarasamtakanna, setti sig í sam- band við Mohsen eftir að hafa frétt af raunum hans. Tókst honum það með hjálp spænsks blaðamanns og bauð í framhaldinu Mohsen að koma til Spánar, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá samtökunum. Arab- ískumælandi stúdent á vegum sam- takanna, Mohamed Labrouzi, hitti Mohsen og syni hans í München og fór með þeim til Madrídar. Samtökin eru tilbúin með íbúð í Getafeborg, sem liggur rétt sunnan við Madríd. ,,Um leið og hann lærir spænsku, munum við bjóða honum starf hjá samtökunum,“ segir Gálan. Þá mun knattspynulið Getafe einnig vera tilbúið til þess að leyfa Mohsen að koma og þjálfa hjá liðinu að því er fram kemur í yfirlýsingu frá Söru Hernández, borgarstjóra Getafe. „Þetta er skref til að sýna einingu Getafeborgar og viðbrögð við þess- um mannlega harmleik,“ sagði Hernandez á fréttamannafundi í gær. Felldum föður á flótta boðið starf  Boðið að starfa við knattspyrnuþjálfun á Spáni Felldur Heimsathygli vakti þegar ungverskur myndatökumaður brá fæti fyrir Mohsen þegar hann var á flótta undan lögreglu. Ungverska óeirðalögreglan beitti táragasi og vatnsdælum á hóp flótta- manna sem gerði tilraun til að brjót- ast í gegnum tálma sem yfirvöld settu upp í gær. Að því er fram kemur í frétt James Reynolds frá BBC, sem viðstaddur var atvikið, voru átök óumflýjanleg þar sem hundruð flótta- manna höfðu stillt sér upp nærri hliði við landamærin og kröfðust þess að fá inngöngu inn í landið. „Opnið hliðið, opnið hliðið,“ hrópaði hópurinn að lögreglumönnum sem þar voru. Nokkrir úr hópnum hófu að henda vatnsflöskum og steinum í átt að lög- reglumönnum og í kjölfarið beitti lög- reglan táragasi og vatni gegn fjöldan- um. Flestir flúðu af vettvangi en nokkrir ungir menn urðu eftir og hentu hlutum í átt að lögreglunni. Stuttu síðar var allt með kyrrum kjör- um á svæðinu. Ungversk yfirvöld luku við að setja upp 175 kílómetra gaddavírstálma þvert eftir landamærum Serbíu og Ungverjalands á þriðjudag. Til- gangurinn er að verjast látlausum straumi flóttamanna inn í landið. Vatnsslöngur og táragas Til átaka kom við landamæri Ungverjalands og Serbíu í gær þegar lögregla beitti táragasi og sprautaði vatni að flóttafólki. Lögregla beitti tára- gasi gegn flóttafólki  Átök á landamærum Ungverjalands

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.