Morgunblaðið - 17.09.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2015
✝ Sigríður SvavaIngimundar-
dóttir fæddist 4.
maí 1923 á Gauks-
hamri við Stein-
grímsfjörð í
Strandasýslu. Hún
lést 5. september
2015.
Foreldar hennar
voru Ingimundur
Guðmundsson og
Svanfríður Guð-
mundsdóttir. Sigríður var elst
af tíu systkinum.
Hún giftist manni sínum,
Kjartani Björgvini Jónssyni,
1942. Þau eignuðust sjö börn:
1) Ingibjörg Jóney, f. 3. júlí
1943. 2) Úlfar, f.
19. mars 1945, d.
10. mars 1984. 3)
Ingimundur, f. 6.
des. 1946. 4) Svan-
fríður, f. 2. janúar
1948. 5) Jón Kon-
ráð, f. 3. ágúst
1949. 6) Hulda Rós,
f. 9. febrúar 1954.
7) Kjartan Haf-
steinn, f. 7. júní
1956. Bjuggu þau á
Hólmavík til ársins 1952, fluttu
þá til Akraness og síðan til
Keflavíkur 1960.
Útför Sigríðar fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag, 17.
september 2015, kl. 13.
Elsku amma mín. Nú ertu loks
komin í faðm afa. Minningarnar
hrannast upp. Alltaf átti ég pláss
hjá ykkur og var drjúgan hluta af
mínum yngri unglingsárum hjá
ykkur afa. Alltaf kallaðir þú mig
litla lambið þitt og þótti mér allt-
af vænt um það. Ég elskaði að
vakna á sunnudagsmorgnum hjá
ykkur við ilminn af ajaxi og
lambakjöti í ofni og tifi í prjón-
unum þínum. Þegar afi svo
kvaddi gat ég ekki hugsað til þess
að þú svæfir ein. Því svaf ég í afa
holu hjá þér orðin 19 ára gömul.
Það er svo margt sem minnir mig
á þig; karamellubúðingur, prjón-
ar, bestu pönnukökur í heimi,
framhaldssagan fræga og ótelj-
andi yndislegar minningar sem
ég varðveiti í hjartanu og segi
börnunum mínum frá. Já börnin
mín, alltaf spurðir þú frétta af
þeim ef þau voru ekki með mér
þegar ég kom til þín. Og þá sér-
staklega um keisarann okkar
eins og þú kallaðir Jón Steinar
minn. Ég heimsótti þig þremur
dögum áður en þú kvaddir þenn-
an heim og þú rifjaðir upp og
sagðir mér frá því þegar þú varst
lítil stelpa. Þú kvaddir mig, þú
vissir meira en ég. En þú þarft
ekki að þjást lengur, elsku amma
mín. Komin til afa og vakir yfir
okkur eins og þú hefur alltaf gert.
Ég tel mig betri manneskju í dag
fyrir að hafa átt þig fyrir ömmu.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín. Hvíl í friði.
Um þig minningu á ég bjarta
sem yljar eins og geisli er skín.
Þú áttir gott og gjöfult hjarta
og gleði veitti návist þín.
(Höf. ók.)
Þín
Hrafnhildur.
Elsku amma Sigga. Nú þegar
komið er að kveðjustund leita
minningarnar fram í hugann.
Minningar sem eru svo fallegar
og dýrmætar.
Pönnukökur, framhaldssaga
og nýbakaðar kleinur voru alltaf
á boðstólum hjá þér þegar við
komum í heimsókn. Ef þú varst
ekki að stússa í matargerð þá
voru það prjónarnir. Þú sast aldr-
ei auðum höndum.
Ferðirnar okkur saman til „út-
landa“, eins og þú kallaðir þær,
eru okkur svo minnisstæðar en
þá fórum við í bíltúr og komum
við í Eden í Hveragerði.
Takk fyrir allar þær stundir
sem við höfum upplifað saman,
nú lifa þær áfram sem minningar
sem við munum aldrei gleyma.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Elsku amma, þú sofnaðir vært
og nú eruð þið afi saman á ný.
Megi Guð varðveita þig og
geyma. Blessuð sé minning þín.
Karen og Skarphéðinn.
Góð vinkona mín, Sigríður
Ingimundardóttir, eða Sigga
frænka í Keflavík, eins og hún
var kölluð af fjölskyldu minni
réttilega, enda ömmusystir
barnanna minna, er látin. Það var
fyrir 49 árum sem ég kynntist
Siggu í stórafmæli hjá Heiðu
heitinni systur hennar á Grettis-
götunni í Reykjavík. Hún kynnti
sig og sagði við frænda sinn sem
bauð mér með sér: „Elsku Dói
minn, komdu endilega með kær-
ustuna í Keflavík til Siggu
frænku og þið skuluð fá kaffi og
framhaldssögu hjá mér.“ Svona
voru okkar fyrstu kynni, en fram-
haldssagan reyndist svo vera lag-
kaka með sultu sem svo oft var
bökuð enda átti Sigga stóra fjöl-
skyldu. Æ síðan hafa leiðir okkar
legið saman enda varð úr góður
vinskapur. Það hefur verið gott
að eiga Siggu að, þennan dugn-
aðarfork og gleðigjafa, og nokkr-
ar ferðirnar fórum við saman á
Akranes til Unnar og Sigga,
tengdaforeldra minna, sem voru
einnig systir og mágur Siggu.
Það var fjör á Vesturgötunni,
enda oftast margt um manninn
og voru Sigga og Daddi engir eft-
irbátar í fjörinu. En Sigga
frænka fór heldur ekki varhluta
af sorginni; missti Dadda sinn í
blóma lífsins, son sinn og tengda-
dóttur ung og fleira, en hún var
sterk kona og reyndi að bera sig
vel þrátt fyrir mikla sorg og
söknuð. Manninn minn heitinn,
Halldór Sigurðsson, dýrkaði hún
og varð mikið um þegar hann lést
fyrir rúmlega tveimur og hálfu
ári. Hún elskaði fjölskyldu sína
mikið og var afar stolt af henni og
reyndist henni vel. Elsku Sigga
frænka, hafðu þökk fyrir góðan
vinskap liðinna ára. Sendi fjöl-
skyldunni innilegar samúðar-
kveðjur.
Jóna, Grindavík.
Sigríður Svava
Ingimundardóttir
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31,
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Ragnhildur
Filippusdóttir, Símon Bacon,
Guðríður Hannesdóttir
kristalsheilari auk annarra,
starfa hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma.
Upplýsingar um félagið, starf-
semi þess, rannsóknir og
útgáfur, einkatíma og tímapant-
anir eru alla virka daga ársins frá
kl. 13-18. auk þess oft á kvöldin
og um helgar.
SRFR
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9,gönguhópur II kl. 10.15 og
vatnsleikfimi í Vesturbæjarlaug kl. 10.50. Myndlist og prjónakaffi kl.
13. Bókmenntaklúbbur kl. 13.15. Jóga kl. 18; skráning hjá Signýju
Einarsdóttur,jógakennara, í síma 894 0383
Árskógar 4 Opið frá kl.08:00 - 16:00 Smíðastofa/útskurður með
leiðbeinanda kl. 09:00-16:00. Handavinna með leiðbeinanda kl.13:00
frá 1.sept. Helgistund Seljakirkju kl.10:30 -11:00. MS - félagsstarf
kl.14:00 - 16:00 . Boccia, 2. hæð kl. 09:30 - 10:30. Söngstund með
Mary, 2x í mán. kl.14:00 - 15:00.Tölvufærni, pantið tíma hjá ritara í
afgreiðslu.
Boðinn Handavinna kl.9, Boccía kl.10.30, Brids og kanasta kl.13, jóga
kl.14,
Boðinn Handavinna, vatnsleikfimi kl.9, vatnsleikfimi kl.9.40. Handa-
vinna efri sal kl.13, Bónusrúta kl.13,
Dalbraut 27 Handavinnustofa kl. 8.
Furugerði 1 Morgunmatur kl.08:10, 09:45 morgunleikfimi,
hádegismatur kl.11:30, ganga kl. 13, kór eldri borgara, samverustund
kl.14:00, síðdegiskaffi kl. 14:30 og kvöldmatur kl. 18-19. Handavinna.
Nánari upplýsingar í síma 411-2740
Garðabæ Qi gong í Sjálandi kl.9.40, vatsleikfimi í Sjálandi
kl.7.30,12.40,13.20 og 15, karlaleikfimi kl.10.55 og boccia kl.11.35 í
Ásgarði handavinnuhorn kl.13, Vöfflukaffi kl.14, í Jónshúsi, kóræfing í
Kirkjuhvoli kl.16.
Gerðuberg Handavinnustofa kl. 9-16. Ýmis stutt námskeið fylgist
með kl. 9-12. Helgistund kl. 10.30. Starf Félags heyrnalausra kl. 11.30-
15.30. Perlusaumur kl. 13-16. Bútasaumur kl. 13-16. Myndlist m/leiðb.
kl. 13-16. Heitt á könnunni.
Heilsuborg Faxafeni Gönguhópur miðvikudag „Hvað þarftu að
gera til að verða níræður unglingur?” Kynningarfundur fyrir
félagsmenn og aðra eldri borgara í Heilsuborg fimmtudag 17.
september kl. 17.00
Hvassaleiti 56 - 58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8 - 16, morgunkaffi
og spjall til kl. 10.30, morgunleikfimi kl. 9.45, spilað boccia kl. 10,
matur kl. 11.30, baðþjónusta fyrir hádegi. Handavinnuhópur kl. 13,
spiluð félagsvist kl. 13.15, kaffisala kl. 14.30. Fótaaðgerðir,
hársnyrting.
Hæðargarður 31 Við hringborðið kl.8.50, leikfimi með Guðnýju kl.
10, lífsöguhópur kl. 10:50, Selmuhópur kl. 13, Sönghópur Hæðargarðs
með Sigrúnu Valgerði kl. 13.30, Línudans með Ingu kl.15-16,
síðdegiskaffi kl. 14.30. Alzheimerkaffi kl.17 allir velkomnir nánar í síma
411-2790.
Íþróttafélagið Glóð Í Kópavogsskóla Ringó kl. 17 00. Og línudans
kl.18.00 framh. stig 3 ( 2 x í viku), kl.19.00 framh. stig 2 ( 2 x í viku)
Uppl. í síma 564-1490 og á www.glod.is
Kópavogur Handavinna kl 9, jóga kl 9.30, ganga kl 10, handavinna og
bridge kl 13, jóga 17.15.
Langahlíð 3 Opin handverksstofa með leiðbeinanda kl. 09:00, Upp-
lestur kl. 10:10, Boccia kl. 13:30, Kaffiveitingar kl. 14:30, Söngstund kl.
15:00.
Norðurbrún 1 mánud:Tréútskurður 13-16. Þriðjud:Tréútsk. 9-
12,Myndlist,postulínsmálun 9-12, opið í Listasmiðju 13-16,
leiðbeinandi á staðnum. Miðvikud:Tréútsk. 9-12. Bónusbíllinn fer frá
Norðurbrún 14:40. Félagsvist 14-16. Fimmtud:Tréútsk. 9-12. Leirlis-
tanámskeið 9-12. Opið í Listasmiðju milli 13-16, leiðbeinandi á
staðnum.Bókabíllinn 10-10:30 Föstud:Tréútsk. 9-12. Opið í Listasmiðju
9-12.
Seltjarnarnes Vatnsleikfimi kl. 07.15. Bókbandið hefst í dag kl. 9.00 á
Skólabraut. Billjard Selinu kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga
Skólabraut kl. 11. Bingó salnum Skólabraut kl. 13.30. Karlakaffi í
safnaðarheimili kirkjunnar kl. 14.00
Sléttuvegi 11-13 Opið frá kl. 8.30 - 16.00. Kaffi, umræða, spjall og
gluggað í dagblöð kl. 08.30. Framhaldssaga kl. 10.00. Hádegisverður
kl. 11.30. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir !
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Síðdegissdans Síðdegisdans hefst
fimmtudaginn 17. september kl. 16.00 – 18.00 Stjórnendur verða eins
og áður Matthildur og Jón Freyr. Kynningarfundur hjá Heilsuborg
Faxefeni 14 á fimmtudag 17. sept. „Hvað þarftu að gera til að verða
níræður unglingur?” Kynningarfundur fyrir félagsmenn og aðra eldri
borgara í Heilsuborg fimmtudag 17. september kl. 17.00 Dans sunnu-
dagskvöld kl. 20.00.
Vesturgata 7 fimmtudagur. Fótaaðgerðir kl. 09:00. Hárgreiðsla kl.
09:00. Kertaskreyting ( úr vaxi) kl. 09:15. Glerskurður kl. 13:00.
Vitatorg Bólband og postulínsmálun kl. 9, framhaldssaga kl. 12.30,
handavinna og prjónaklubbur eftir hádegi,frjáls spilamenska,
stóladans kl. 13.00
Félagslíf
Smáauglýsingar 569
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
FASTEIGNA-
VIÐHALD
Við þjónustum þig með
lítil sem stór verk.
Tímavinna eða tilboð.
johann@jaidnadarmenn.is
S. 544-4444/777-3600
www.jáiðnaðarmenn.is
Óska eftir
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
Bókhald
NP Þjónusta
Óska eftir bókhaldi, endurútreikning
og vsk.
Hafið samband í síma: 861-6164.
Þjónusta
! " #$ %&& ' ''
((()*)
Byggingavörur
Harðviður til húsabygginga
Sjá nánar á www.vidur.is
Vatnsklæðning, panill, pallaefni,
parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu
verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð-
viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía.
Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.Ýmislegt
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
NÝTT – TÚNIKA-BUXUR
St.S –XXL
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
Húsviðhald
Tökum að okkur viðhald, við-
gerðir og nýsmíði fasteigna
fyrir fyritæki húsfélög og einstak-
linga. Fagmenn á öllum sviðum.
Tilboð/ tímavinna. S. 858 - 3373.
brbygg@simnet.is
Ríf ryð af þökum,
ryðbletta, hreinsa
þakrennur og tek að
mér ýmis smærri
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Glæsilegur skenkur, gegnheil eik,
mjög vandað. Verð 50.000-,.
Lengd 154 sm.Breydd 48 sm.
Hæð 90 sm.
Upplýsingar í síma 698 2598.
Til sölu
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar