Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 34
H vernig myndir þú lýsa fatastíl þínum? Hann er svolítið fram- andi í bland við einfaldleika. Ég tek framandi stíla frá Japan og Frakklandi og blanda þeim við einfalda stíla frá New York og Los Angeles. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Best er að hlusta bara á sjálf- an sig og ekki eltast við „trend“ eða tískustrauma og muna að föt eru bara föt og fara sumar flíkur sumum vel en öðrum ekki. Ætlarðu að fá þér eitthvað fallegt fyrir veturinn? Já, ég er með augun á Tiger Of Sweden-frakka í Kúltúr menn og ACNE jogging buxum úr KronK- ron. Hvert er eftirlætistískutímabil þitt og hvers vegna? 1966 til 1978. Tískan var mjög frjálsleg á þessum árum og var stór partur af tónlistarsen- unni og frelsisbyltingunni. Og einnig urðu þarna til nokkur af stærstu trendum nútímans. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Já, þeir eru nokkrir, þeir sem tróna á toppnum eru Hedi Slimane, Haider Ackermann og Ann Demeulemeester. Manstu eftir einhverjum tísku- slysum sem þú tókst þátt í? Ég hef alltaf verið svo samkvæmur sjálfum mér að ég hef aldrei tekið þátt í neinum svona trendum. Hvaða þekkti einstaklingur finnst þér hafa flottan stíl? Luka Sabbat og Andreas Wijk eru frægir á in- stagram og hef ég mjög gaman af hvað þeir eru með fjöl- breyttan stíl. Annars er Kanye alltaf flottur. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Ég á par af Saint Laurent-leðurbuxum sem ég held mikið upp á. Hvað heillar þig við tísku? Maður hefur full- komið tjáningarfrelsi í gegnum fatnað. Það eru engar reglur til þess að fylgja og maður getur alltaf verið besta útgáfan af sjálfum sér. Hverju myndir þú aldrei klæðast? Crocs … TÍSKUBLOGGARI FORÐAST TÍSKUSTRAUMA Hlynur James hlustar á sjálfan sig þegar kemur að fatakaupum. Morgunblaðið/Júlíus Framandi fatastíll HLYNUR JAMES HÁKONARSON, STÍLISTI Í LEVIS OG BLOGGARI Á HERRATREND.IS, FYLGIR ENGUM REGLUM HVAÐ VARÐAR TÍSKU OG SEGIR AÐ MEÐ RÉTTUM KLÆÐNAÐI GETI MAÐUR ALLTAF VERIÐ BESTA ÚTGÁFAN AF SJÁLFUM SÉR. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Instagrammararnir Andreas Wijk og Luka Sabbat eru með flottan fatastíl að mati Hllyns. Hlynur heldur upp á hönnun Haider Ackermann. Jogging buxur frá ACNE studios eru of- arlega á óskalistanum. Hlynur segir leðurbux- urnar sínar frá franska tískuhúsinu Saint Laurent í miklu uppáhaldi. Tíska Morgunblaðið/Kristinn *Laugardaginn 26. septemberverður haldinn flóamarkaður íHinu húsinu, Pósthússtræti3-5. Flóamarkaðurinn er opinná milli klukkan kl. 13 og 17 ogverður mikil stemning á staðn-um og fjölbreytt úrval af skemmtilegum fatnaði á ódýru verði. Flóamarkaður Hins hússins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.