Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.9. 2015 E f heimsborgarinn lítur hundrað ár um öxl og svo allt til þessa dags, frá árinu 1915 og til ársins 2015, undrast hann að sjá hve mikið hefur gengið á í ver- öldinni hans. Hann er eiginlega furðu lostinn, að þessi ósköp hafi ekki dugað til að slá mannkynið út af laginu. Aldarskeið Upphafspunkturinn er í ársgamalli heimsstyrjöld, sem átti þá eftir að standa í þrjú ár enn. Ungir menn, sem rétt höfðu boðið manndóms- árunum góðan daginn, voru vikulega sendir í tugþús- undatali fyrir byssukjafta í stríði, sem var það mesta fram að því. Þessi Heimsstyrjöld var eiginlega mun lík- ari sláturhúsastarfsemi en stríðsrekstri. Blóðvöllurinn færðist naumast úr stað árum saman og verkefnið beggja vegna línunnar var að smala saman ungviði til að deyja þarna. Af hverju? Hvað svo? Öld er langur tími en samt eru fræðimenn eiginlega enn að fást við spurninguna um það, af hverju til þessa stríðs var stofnað og hvort mannkynið hafi haft eitt- hvað upp í sinn útlagða kostnað í mannslífum og laus- um aurum. Það varð vissulega nokkrum pótintátunum færra eft- ir stríð en áður, þótt sá hafi aldei verið tilgangurinn með því. Þýskalandskeisari, keisari Austurríkis og Ungverja- lands og Rússakeisari voru krúnurakaðir í lok þess. Einhverjum þykir það sjálfsagt til bóta, þótt það segði lítið upp í fyrrnefndan kostnað. En keisararnir með kaskeitin, sem spruttu upp í stað þeirra krýndu, reyndust enn verri kostur ef eitthvað var. Ekkert vantaði þó upp á, að þeir þættust eiga allt sitt vald undir fólkinu, einkum alþýðunni, en ekki almættinu, eins og bláblóðsmenn töldu áður. Stundum er það sagt lýðræðinu til hnjóðs, að Hitler alvaldur Þýskalands hafi komist til valda eftir reglum þess. En það er aðeins að hluta til rétt. Hann og morð- sveitir hans höfðu, m.a. með ofbeldislegri framgöngu, notað sér upplausnarástandið í landinu til að tryggja sér valdalega fótfestu í gegnum lýðræðisskipulagið. En þegar þangað var komið misnotuðu þeir aðstöðuna og brutust til valda og verður lýðræðinu ekki um það kennt. Hitt er líklegt að Hitler hafi eftir valdatökuna haft meirihluta þjóðarinnar með sér, þótt vald hans hafi verið svo illa fengið. Sú staðreynd var ekki forsenda valdsins, en auðveldaði honum örugglega að ná þeim heljartökum á þjóðinni sem hann náði. Fleiri kaskeitiskeisarar Nokkru austar, í Kreml, tottaði keisari alþýðunnar pípu sína og beitti alræðisvaldi sínu af mun meiri hörku og grimmd en veiklundaður síðasti keisari Rússlands hafði nokkru sinni gert. Hver fangelsun, líflát og sífellt meiri kúgun átti rót í „umboði alþýðunnar“. Allur sá óhugnaður liggur nú ljós fyrir. Eftir að Sovétríkin hrundu og loks rofaði fyrir heið- glugga geta menn ekki annað en furðað sig á, hversu margir gáfaðir menn á Vesturlöndum virtust trúa á al- ræðiskerfið og útfærslu þess og sungu því lengi há- stemmt lof og börðust fyrir því að slíkt kerfi ýtti lýð- ræðinu frá. Því sama lýðræði og tryggði þeim sjálfum rétt til baráttu gegn því. Margir sáu þó þá og allir vita nú, að sú barátta var í þágu eymdar, illsku og kúgunar. Þeir sem vöruðu við sættu árásum vegna þess. Og austan Rússlands sat enn voldugri keisari með kaskeiti sitt, Mao ljóðskáld, sem nú er talinn hafa verið afkastameiri fjöldamorðingi en þeir Stalín og Hitler til samans. Eina afsökun Maos er væntanlega sú, að hann hafði úr fleirum að moða. Í umboði þessara var að auki tindátum tyllt á veldis- stóla víða. Það eimir enn eftir af þeim. Meira að segja tókst sjálfum páfanum nýlega að taka hús á einum slíkum. Þeir Kastrobræður, Kim il-sung ættin og Mugabe í Zimbabve eru eins og lifandi vax- myndasafn úr vafasamri sögu aldarinnar. Lenin og Mao eru lengra komnir. Gleymd og hálfgleymd stríð Auk stóru stríðanna sem nefnd voru, áttu menn í minni útgáfum af þeim, svo sem í Víetnam, Kóreu og Kam- bódíu, en í því síðasttalda létu Rauðir-Kmerar heldur betur til sín taka. Á síðustu áratugum hefur ekki sést Þá var öldin önnur og það löngu eftir að Gaukur flaug frá Stöng * Framangreind dæmi, sem eruaðeins smábrot af því sem teljamætti til, ættu að duga til að segja, að þessi tími, aldarskeiðið 1915- 2015 sé óöld allra alda. En er það rétt? Ýmsir sjá þennan tíma, þrátt fyrir allt, í öðru ljósi. Reykjavíkurbréf 25.09.15

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.