Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 41

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Page 41
27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41 voru allir í fjölskyldunni í björgunarvestum. Tvisvar lentu þau í sjónum og börðust fyrir lífi sínu. Zoher bjargaði fjölskyldu sinni í land og synti tvisvar út á sjó aftur til að bjarga tveimur í viðbót. Hilal túlkar sögu þeirra og útskýrir: „Þau voru svo hrædd. Ég hef aldrei heyrt bróður minn gráta, hann er stór maður. En hann grét þarna,“ segir hann. Í þriðju tilraun tókst þeim að komast yfir hafið og til Grikklands. Þaðan lá leiðin með öðrum báti til Aþenu, þaðan í gegnum Make- dóníu og Serbíu til Ungverjalands. Þau ferð- uðust að mestum hluta fótgangandi en einnig í strætisvögnum og með lestum. Í Ungverjalandi var illa tekið á móti þeim og þau tekin höndum. „Við vorum sett á úti- svæði og vorum látin sofa úti undir berum himni. Við vorum barin og það var hundur sem var látinn hræða okkur. Þau vildu fá fingraförin okkar og við vorum þarna í fimm daga, þar til þau fengu að taka fingraförin. Við fengum eina brauðsneið og eina dós af túnfiski á sólarhring og flösku af óhreinu vatni,“ segir Zoher og það er sorg í augum hans. Sváfu oft úti Oft sváfu þau úti undir trjám eða á lest- arstöðvum. Þau taka upp símann sinn og sýna mér myndband af endalausri röð af fólki sem sefur á stéttinni fyrir utan lest- arstöð. Margt slæmt gerðist á leiðinni og minningarnar vondar. Óttinn og öryggisleysið var mikið á flóttanum. Mafían í Ungverja- landi tók af þeim þá litlu peninga sem þau höfðu, tók þau upp í bíl og keyrði þau á af- vikinn stað þar sem þau voru skilin eftir. Eftir mánaðar hrakninga komust þau til Vínarborgar og þaðan með flugi til Íslands. Hilal og sonurinn Mohmad tóku á móti þeim við komuna til Íslands og nokkrum dögum síðar fóru þau til lögreglunnar í Reykjavík og sóttu um hæli. Þeim var útvegað bráða- birgðahúsnæði en segja að það sé þröngt um þau en þau sofa þar fjögur í einu herbergi. Þau þrá að komast í betra húsnæði sem fyrst. Dæturnar gráta Reda, bróðir þeirra Zohers og Hilals, bjó í Jórdaníu en þangað hafði hann flúið með fjöl- skylduna fyrir nokkrum árum. Lífið þar er ekki gott segir hann og ákvað hann því að láta á það reyna að komast hingað. Hann lagði af stað frá Jórdaníu og hitti hina í fjöl- skyldunni á leiðinni. Hann kom hingað einn en fjölskyldan hans býr við þröngan kost í Jórdaníu. Hann er með sykursýki og önnur dætra hans einnig. Reda dregur upp símann og sýnir mér átakanlegt myndband af konu sinni sem lútir höfði og dætur hans tvær gráta því þær sakna föður síns og vilja kom- ast til hans í öryggið. Reda treysti sér ekki í langt og strangt ferðalag með fjölskylduna, að hluta til vegna sykursýki dótturinnar, og hyggst freista gæfunnar að fá þær mæðgur til sín hingað. Hann veit ekki hversu langan tíma það mun taka eða hvort það takist. En hann getur ekki snúið aftur til Jórdaníu því Sýrlendingar eru þar ekki velkomnir, útskýra þau. Bíða svara um alþjóðlega vernd Þau voru að vonum ánægð að komast í ör- yggið á Íslandi. Nú bíða þau svara hvort draumur þeirra rætist, að fá hér alþjóðlega vernd, fá að setjast hér að. Mál þeirra er í ferli og getur tekið sinn tíma. Á meðan bíða þau eftir svörum frá íslenskum yfirvöldum. Þó að ljóst sé að enginn er sendur aftur til Sýrlands, veldur biðin eftir svari þeim kvíða. Þau segjast hafa lítið fyrir stafni á daginn. Þau vilja vinna fyrir sér og skapa sér nýtt líf hér því þau sjá ekki fram á að geta snúið aft- ur til Sýrlands. Börnin þrá að komast í skóla og kynnast öðrum krökkum og læra íslensku. En til þess að það geti orðið þurfa þau al- þjóðlega vernd og íslenskar kennitölur. Þau eru sammála um að landið sé fallegt og finna einungis fyrir góðvilja frá Íslendingum. Þau hræðast ekki íslenska veðrið. „Það er líka kalt í Sýrlandi.“ Jarran fjölskyldan hefur dvalið hér- lendis í mánuð og bíður enn svara frá yfirvöldum. Mais, Mohmad, Rim, Zoher, Laeth og Reda vonast eftir betra lífi á Íslandi. Heimild: Flóttamannastofnun SÞ 4.086.760 flóttamenn frá Sýrlandi í nágrannalöndum frá 2011 Sýrlenskir flóttamenn TYRKLAND 1.938.999 EGYPTALAND 132.375 NORÐUR- AFRÍKA* 24.055 Eftir skráningarlandi samkvæmt skráningu hjá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hinn 17. september 2015. DAMASKUS 1.113.941 LÍBANON *Marokkó, Alsír, Líbía 7,6 milljónir á vergangi í heimalandinu Í milljónum Fjölgun yfir tíma ÍRAK 248.503 51,1% flóttamanna eru börn 20,8% 5-11 4 ára og yngri 17,7% 3,0% 60+ 12,6% 12-17 45,7% 18-59 JÓRDANÍA 628.887 mars 2012 jan. 2013 jan. 2014 jan. 2015 sept. 2015 1.0 2.0 3.0 4.0 Eftir aldri Jarran fjölskyldan sigldi á gúmmíbát frá Tyrklandi til Grikklands en 55 manns voru í einum 6 metra báti. Tvisvar hvolfdi bátum þeirra og bjargaði Zoher nokkrum frá drukknun. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.