Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Side 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.09.2015, Side 43
27.9. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 kom hann heim allur lemstraður af bar- smíðum. Ég bara grét og spurði hvað hefði gerst, hvort þetta hefði verið lögreglan,“ segir Irina sem reyndist vera raunin. Vladimir lýsir vistinni í fangelsinu. „Ég var barinn með bareflum daglega og fékk engan svefn og engan mat. Ég fékk örlítið vatn en ekki matarbita í sjö daga. Ég fékk engin föt heldur,“ segir Vladimir. Þau segja að fjórir lögreglumenn séu á hvern íbúa í Úsbekistan og allt sé tengt mafíunni. „Við vorum svo hissa að koma hingað til Íslands og sjá enga lögreglu- menn!,“ segir hún brosandi. Þrá bjartari framtíð Við göngum út í sólina. Hér eru þau óhult fyrir ofsóknum lögreglu og pyntingum vegna trúarskoðana og geta gengið óáreitt niður götuna, annað en í Úsbekistan. Þau sjá fram á bjartari tíma ef hælisumsókn þeirra verður samþykkt. Þeirra ósk er að fá að setjast hér að og geta boðið börnunum sínum upp á örugga og góða framtíð. „Draumurinn okkar er að geta opnað þenn- an veitingastað síðar meir. Íslendingar eru ekki með þennan rússneska mat hér,“ segir Irina og brosir. Börnin þrá að komast í skóla og eignast vini hér á landi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.