Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Qupperneq 32
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna félagslega þátttöku unglinga með hreyfifrávik
og skoða hvaða þættir skipta þá
mestu máli í daglegu lífi. Notuð var
eigindleg rannsóknaraðferð en hún
gefur þátttakendum tækifæri á að tjá
eigin upplifun og reynslu. Um var að
ræða 12 unglinga á aldrinum 15–17
ára sem greindir höfðu verið með
hreyfiþroskaröskun með eða án ADHD
(Attention Deficit/Hyperactivity
Disorder – ADHD).
Niðurstöður leiddu í ljós að
þátttakendur skiptust í tvo nær
jafnstóra hópa hvað varðar félagslega
þátttöku. Annars vegar hóp unglinga
sem gekk vel félagslega og tóku þeir
frekar þátt í tómstundaiðju. Þeir voru
með nokkuð gott sjálfstraust og sýndu
töluvert frumkvæði í samskiptum.
Hins vegar voru félagslega verr staddir
unglingar sem nefndu að kvíði, feimni
og frumkvæðisleysi kæmi í veg fyrir
að þeir tækju þátt að sama skapi og
jafnaldrar þeirra.
Það kom ekki fram að hreyfifrávik
háðu unglingunum í daglegu lífi, að
minnsta kosti virtust þeir ekki upplifa
þau sem hindrun. Niðurstöður rann
sóknarinnar benda til að gefa þurfi
félagslegri þátttöku aukið vægi, finna
leiðir til að efla félagsfærni barna og
hvetja þau til aukinnar tómstunda
iðkunar.
n I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006
Inngangur
Börnum með ýmiskonar frávik í
hreyfiþroska er vísað í iðjuþjálfun á
Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og
fatlaðra (ÆSLF). Flest þeirra eru greind
með hreyfiþroskaröskun ýmist með
eða án athyglisbrests og ofvirkni
(Attention Deficit/Hyperactivity
Disorder – ADHD). Á síðastliðnum
árum hefur aðaláhersla á vinnustað
okkar á ÆSLF verið lögð á að bæta
hreyfifærni barna og auka þátttöku
þeirra í hagnýtum viðfangsefnum. Í
starfi okkar höfum við iðjuþjálfar hins
vegar orðið þess áskynja hversu algengt
er að félagsfærni þeirra sé ábótavant.
Foreldrar hafa ennfremur lýst áhyggjum
sínum vegna þess að börnin eigi ekki
félaga og þeim gangi illa í samskiptum
við aðra. Þrátt fyrir að í flestum tilfellum
hafi börnunum verið vísað í iðjuþjálfun
vegna hreyfierfiðleika þá upplifa
foreldrar yfirleitt félagslegu þættina
sem þá mikilvægustu.
Í ljósi þessa þótti okkur áhugavert
að kanna hvernig unglingum með
hreyfiþroskaröskun með eða án ADHD
vegnar og hver félagsleg staða þeirra er.
Við höfðum ennfremur áhuga á að
fræðast um hvaða þættir hafa mest
gildi að mati unglinganna.
Sjúkdómsgreiningar barna og ungl
inga með hreyfierfiðleika með eða án
athyglisbrests og ofvirkni hafa í gegnum
tíðina verið margbreytilegar og oft á
tíðum ruglingslegar bæði hérlendis sem
erlendis. Þar sem áður var talað um
misþroska og ofvirkni er nú talað um
hreyfiþroskaröskun og ADHD. Sem
dæmi má nefna að það sem áður hét
Foreldrafélag misþroska barna kallast
nú ADHD samtökin. Í erlendum
heimildum er meðal annars notað
DCD (Developmental Coordination
Disorder) um þennan hóp barna. Í
rannsókninni var stuðst við það heiti
sem algengast er nú á dögum en það er
„Ég hef alltaf verið að fikra mig áfram
hvernig ég á að eignast vini og
svona en ég hef aldrei eignast vini“
– Rannsókn á félagslegri þátttöku unglinga með hreyfifrávik
n Lykilorð
Félagsleg þátttaka, hreyfiþroska-
röskun, tómstundaiðja.
n Gerður Gústavsdóttir, iðjuþjálfi,
Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra
n Helga Guðjónsdóttir, iðjuþjálfi,
Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra
n Valrós Sigurbjörnsdóttir, iðjuþjálfi,
Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra