Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Page 34
n I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006
Nokkrir nefna að þeir hafi orðið
fyrir stríðni í skóla og urðu sumir fyrir
einelti í langan tíma. Eineltið hefur haft
þau áhrif að þeim líður illa og kvíða
skóladeginum. Í því sambandi sagði
einn viðmælandi okkar meðal annars:
„Ég var sko í mínum bekk aðal
fórnarlambið. Krakkar voru svo mikið
að draga mig á bak við lóðina, segjast
ætla að sýna mér, en svo ætluðu þau
bara að fara eitthvað að berja mig eða
eitthvað. Sumir uppnefna mig alltaf í
frímínútum og eitthvað og segja eitthvað
ljótt“.
Öðrum líður það illa í skólanum að
hann hleypur heim í hverjum frí
mínútum til að forðast samneyti við
skólafélagana. Viðmælendur okkar
upplifa að skólinn hafi ekki brugðist
við eineltinu af alvöru en þeir hafi
frekar leitað til foreldra sinna eftir
stuðningi.
Helmingur viðmælenda okkar hafa
verið greindir með lesblindu og fá
stuðning og aðlögun í námi vegna þess.
Þeir eru ósáttir við að vera teknir út úr
tímum vegna sérkennslu þar sem þá
langar að vera meira með bekkjarfélögum
sínum. Þetta er í samræmi við rann
sóknir þar sem fram kemur að það
takmarki tækifæri nemenda til
félagslegrar þátttöku með skóla
félögunum ef þeir eru teknir úr tímum.
Val unglinganna á framhaldsskóla
virðist mótast af því hvaða skólar koma
best til móts við þarfir þeirra. Sem
dæmi má nefna hvort boðið er upp á
sérstakan stuðning vegna lesblindu eða
hvort þeim er gert kleift að sleppa
einhverjum fögum. Stór hluti þeirra
hefur ákveðnar skoðanir á því við hvað
þeir vilja starfa í framtíðinni. Val þeirra
tengist fremur verklegum greinum sem
krefjast ekki langskólanáms. Það kemur
okkur á óvart að jafn ungir krakkar
hafi svo mótaða framtíðarsýn. Við
veltum fyrir okkur hvort orsök þess
geti verið að margir þeirra telji að
erfiðleikar í námi takmarki námsval
þeirra. Hugsanlega hafa foreldrar þeirra
og skólakerfið bent á leiðir sem þau
telja heppilegastar og þannig haft áhrif
á val þeirra.
Meirihluti viðmælenda okkar hefur
stundað íþróttir reglulega í mörg ár,
svo sem fótbolta, handbolta, dans, sund
og fimleika. Þriðjungur stundar hóp
íþróttir og eiga það sammerkt að eiga
vini og vera félagslega vel staddir. Þeir
unglingar sem reyndust félagslega illa
staddir virðast leita fremur í íþróttir þar
sem lítið reynir á félagslegt samneyti.
Þátttaka í íþróttum og tóm
stundastarfi hefur mikið félagslegt gildi
að mati unglinganna. Þeir hafa eignast
vini í gegnum áhugamálin og hafa
mikil samskipti við þá í frístundum. Í
mörgum tilfellum virðist stuðningur
fjölskyldunnar skipta sköpum varðandi
ástundun tómstundastarfs. Unglingarnir
fengu hvatningu frá foreldrum sínum í
byrjun og aðhald var sumum einnig
mikilvægt til að halda áfram iðkun
inni.
Þeir unglingar sem taka þátt í
skipulögðu tómstundastarfi reyndust
öruggari í fasi og virtust hafa meira
sjálfstraust en hinir. Jafnframt sögðu
þeir að það skemmtilegasta sem þeir
gerðu væri að stunda áhugamál sitt. Að
öðlast færni á ákveðnu sviði hefur
greinilega jákvæð áhrif á sjálfstraust
unglinga og virðingu annarra fyrir
þeim. Einnig má velta fyrir sér
orsakasamhengi, það er, hvort þau sem
hafa gott sjálfstraust sæki fremur í
skipulagt tómstundastarf en önnur þar
eð þau ráða betur við það. Hjá
viðmælendum okkar kemur berlega í
ljós hversu sterk tengsl eru á milli
þátttöku í tómstundastarfi og þess að
eiga vini.
Helmingur unglinganna segist eiga
marga vini og vera í miklum samskiptum
við þá. Hinir eru vinafáir en langar að
eignast fleiri og betri vini. Einn lýsir því
til dæmis á eftirfarandi hátt:
„Ég hef alltaf verið að fikra mig
áfram hvernig ég á að eignast vini og
svona en ég hef aldrei eignast vini“.
Annar viðmælandi hefur átt erfitt
uppdráttar vegna eineltis og er jafnframt
sá eini sem á alls enga vini. Hann hefur
ekki stundað neina tómstundaiðju
nema mjög stutt í senn. Hann á enga
félaga í skólanum og eyðir frímínútunum
einn síns liðs. Þegar hann var spurður
um hvort hann saknaði þess að eiga
ekki fleiri vini svaraði hann:
„Bara ég hugsa bara eins og ég eigi
enga vini, bara eins og vinaorðið sé
ekki til“.
Einn viðmælandi er vinamargur og
hefur jákvæðni hans og sjálfstraust
komið honum að góðu gagni. Hann er
félagslyndur og útsjónarsamur þegar
kemur að því að kynnast nýjum félögum
eða eins og hann lýsir:
„Ég er að spá í að byrja... ég er að
fara að byrja í golfi í sumar... þegar þú
ert að spila þá ertu skráður með
einhverjum öðrum þó þú sért bara
einn... þú endar alltaf með ein
hverjum“.
Einstaklingsbundnir þættir svo sem
skapferli og viðhorf, viljastyrkur,
sjálfstraust, framkoma og frumkvæði
virðast skipta miklu máli þegar um
vinatengsl er að ræða. Þessir þættir
hafa greinileg áhrif á félagsleg samskipti
unglinganna sem tóku þátt í rann
sókninni.
Feimni og skortur á frumkvæði
kemur einnig í veg fyrir að sumir
viðmælendur okkar taki þátt í tóm
stundaiðju og fara þar af leiðandi á mis
við þann möguleika að eignast vini í
gegnum félagsstarf. Kvíði getur haft
áhrif á félagsleg samskipti og sem dæmi
má nefna að einn unglinganna er mikið
einn en langar að fara út á meðal fólks
en á erfitt með að taka af skarið eða
eins og hann segir:
„Ég hef stundum hugsað hvernig
það væri að fara svona af og til í bíó og
svona einn bara... bara svona upp á
skemmtunina, bara til að komast aðeins
út... en svo bara þá verður ekkert úr
því“.
Vinahópar unglinganna koma bæði
úr skóla og tómstundastarfi og virðist
það hafa áhrif á félagatengsl þeirra
hvort tómstundaiðkunin fer fram í
þeirra hverfi. Þeir sem sækja tóm
stundaiðju utan hverfisins eru síður
líklegir til að eignast vini sem tengjast
tómstundunum.
Niðurlag
Í rannsókninni leituðum við svara
við því hvernig unglingar með
hreyfiþroskaröskun upplifa félagslega
n Skortur á sjálfstrausti getur
leitt til þess að unglingar forðist
félagsskap, dragi sig í hlé og
einangrist.
n Það að vera góður í einhverju
skipti miklu varðandi það að vera
viðurkenndur af félögum sínum og
vera hluti af hópi.