Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Síða 35
I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006 n
þátttöku sína og hvað skiptir þá mestu
máli í daglegu lífi. Viðmælendur okkar
skiptust í tvo hópa hvað varðar
félagslega þátttöku. Hluti þeirra voru
virkir þátttakendur í félagsstarfi og áttu
vini sem hafði mikið gildi fyrir þá. Þeir
voru jákvæðir og ánægðir með lífið.
Aðrir tóku lítinn sem engan þátt í
tómstundaiðju. Þeir voru vinafáir og
söknuðu þess að vera ekki í meiri
tengslum við jafnaldra sína. Það sem
skipti flesta unglingana mestu máli var
að eiga vini, vera í samneyti við þá og
stunda áhugamál sín.
Það kemur ekki fram að
hreyfierfiðleikar hái unglingunum í
daglegu lífi, að minnsta kosti virðast
þeir ekki upplifa þá sem hindrun. Þeir
sem eiga í félagslegum erfiðleikum
nefna hins vegar að kvíði, frum
kvæðisleysi, feimni og athyglisbrestur
komi í veg fyrir að þau taki þátt að
sama skapi og jafnaldrar þeirra. Við
veltum fyrir okkur hvort hreyfierfiðleikar
hafi háð þeim meira sem börnum og
hafi komið í veg fyrir þátttöku í leikjum.
Þau hafi þar af leiðandi ekki orðið hluti
af hópi og síður náð að mynda
vinatengsl. Þeim unglingum sem gengur
vel félagslega eru með áberandi betra
sjálfstraust og sýna meira frumkvæði í
samskiptum en hinir. Þarna er greinilegt
hvað einstaklingsbundnir þættir skipta
miklu máli hvað varðar félagslega
þátttöku. Til þess að unglingarnir nái
að nýta styrkleika sína sem skyldi er
jafnframt mikilvægt að umhverfi þeirra
sé styðjandi, ekki síst fjölskylda og
skóli.
Þar sem þátttakendur eru einungis
12 er ekki hægt að alhæfa út frá
niðurstöðum. Þrátt fyrir það teljum við
að þær gefi innsýn í félagslega þátttöku
unglinga með hreyfifrávik.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa
okkur vísbendingar um nauðsyn þess
að breyta áherslum í þjónustu iðjuþjálfa
þannig að félagsleg þátttaka fái aukið
vægi. Þetta má gera með því að efla
hópastarf, styrkja sjálfsmynd barna,
hlúa að sterkum hliðum þeirra og huga
vel að samskiptum þeirra við félaga
hópinn. Ennfremur að hvetja til tóm
stundaiðkunar með það að markmiði
að auka þátttöku þeirra, virkni og
vinatengsl.
Í kjölfar rannsóknarinnar hefur
þjónusta iðjuþjálfa á ÆSLF breyst að
nokkru leyti. Aukin áhersla er á
hópastarf þar sem félagsfærni skipar
stóran sess. Í vetur hafa verið starfandi
í iðjuþjálfun fjórir hópar fyrir börn og
unglinga. Um er að ræða Stubbahóp
fyrir börn á 4. ári, Fínhreyfi og
félagsfærnihópa fyrir 5–6 ára börn og í
Eldhúshóp eru stúlkur með hreyfi
hömlun á aldrinum 9–13 ára. Auk þess
eru iðjuþjálfi og sjúkraþjálfarar með
Hreyfi – og félagsfærnihóp. Mikil
ánægja er með þetta hópastarf bæði
meðal barna og foreldra. Miðað við
áhuga og eftirspurn munu iðjuþjálfar
ÆSLF leitast við að efla þennan þátt
starfsins enn frekar.
Grein þessi er byggð á B.Sc. verkefni
höfunda í iðjuþjálfunarfræði við Há
skólann á Akureyri 2005. Um var að
ræða sérskipulagt nám fyrir starfandi
iðjuþjálfa.
Heimildaskrá
Bogdan, R. C. og Biklen S. K. (1998).
Qualitative research for education: An
introduction to theory and methods.
Boston: Allyn and Bacon.
Chen, H. og Cohn, E. S. (2003). Social
participation for children with
developmental coordination disorder:
Conceptual, evaluation and intervention
considerations. Physical and Occupational
Therapy in Pediatrics, 23 (4), 6178.
Cohn, E. S. (2001). Parent perspectives of
occupational therapy using a sensory
integration approach. American Journal of
Occupational Therapy, 55, 285294.
Erla Kristjánsdóttir, Jóhann Ingi Gunnarsson
og Sæmundur Hafsteinsson (2004).
Lífsleikni – sjálfstraust, sjálfsagi og sam
kennd. Handbók fyrir kennara og foreldra.
Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Gresham, F. M. og MacMillan, D. L. (1997).
Social competence and affective
characteristics of students with mild
disabilities. Review of Educational
Research, 67, 377415.
Kochenderfer, B. J. og Ladd, G. W. (1996).
Peer victimization: Cause or consequence
of school maladjustment? Child
Development 67, 13051317.
Kristín Björnsdóttir (2003). Sérnámsbrautir og
skólasamfélag. Samskipti þroskaheftra og
ófatlaðra framhaldsskólanema. Í Rannveig
Traustadóttir (ritstj.), Fötlunarfræði. Nýjar
íslenskar rannsóknir (bls.131152).
Reykjavík: Háskólaútgáfan.
Law, M. (2002). Participation in the
occupations of everyday life. American
Journal of Occupational Therapy, 56, 640
649.
Law, M. og King, G. (2000). Participation!
Every child‘s goal [Vefútgáfa]. Premiere
Issue of ‚Today‘s Kids in Motion‘ Sótt 29.
október 2004 frá http://canchild.interlynx.
net/participation_article.html
Mandich, A. D., Polatajko, H. J. og Rodger, S.
(2003). Rites of passage: Understanding
participation of children with
developmental coordination disorder.
Human Movement Science, 22, 583595.
Menntamálaráðuneytið (2003). Úttekt á stöðu
félags og tómstundamála ungs fólks á
Íslandi. (rit 4) Reykjavík: Höfundur.
Piek, J. P., Dworcan, M. og Barett, N. C.
(2000). Determinants of selfworth in
children with and without developmental
coordination disorder. International
Journal of Disability, Development and
Education, 47, 259272.
Piek, J. P. og Skinner, R. A. (2001). Psychosocial
implications of poor motor coordination
in children and adolescents. Human
Movement Science, 20, 7394.
Polgar, J. M. og Landry, J. E. (2004).
Occupations as a means for individual and
group participation in life. Í C. H.
Christiansen og E. A. Townsend (ritstj.),
Introduction to occupation: The art and
science of living (bls.197220). New Jersey:
Prentice Hall.
Poulsen, A. A. og Ziviani, J. M. (2004A). Can
I play too? Physical activity engagement of
children with developmental coordination
disorders. Canadian Journal of
Occupational Therapy, 71, 100107.
Poulsen, A. A. og Ziviani, J. M. (2004B).
Health enhancing physical activity: Factors
influencing engagement patterns in
children. Australian Occupational Therapy
Journal, 51, 6979.
Ragna Freyja Karlsdóttir (2001). Ofvirknibókin
fyrir kennara og foreldra. Kópavogur:
Höfundur.
Segal, R., Mandich, A., Polatajko, H. og Cook,
J. V. (2002). Stigma and its management:
A pilot study of parental perceptions of
the experiences of children with
developmental coordination disorder.
American Journal of Occupational
Therapy, 56, 422428.
Sigríður Einarsdóttir (2003). Að vera í sérdeild.
Átján fyrrum nemendur lýsa reynslu sinni.
Í Rannveig Traustadóttir (ritstj.),
Fötlunarfræði. Nýjar íslenskar rannsóknir
(bls. 112130). Reykjavík:
Háskólaútgáfan.
Smyth, M. M. og Anderson, H. I. (2000).
Coping with clumsiness in the school
playground: Social and physical play in
children with coordination impairments.
British Journal of Developmental
Psychology, 18, 389413.
Þórólfur Þórlindsson, Inga Dóra Sigfúsdóttir,
Jón Gunnar Bernburg og Viðar Halldórsson
(1998). Vímuefnaneysla ungs fólks:
Umhverfi og aðstæður. Reykjavík:
Rannsóknarstofnun uppeldis og
menntamála.
n Það sem skipti flesta unglingana
mestu máli var að eiga vini,
vera í samneyti við þá og stunda
áhugamál sín.