Iðjuþjálfinn - 01.05.2006, Qupperneq 44
aðstæður eru hagstæðar til að koma af
stað samvinnu milli mismunandi
þjónustuaðila. Ef „Húsavíkurmódelið“
heldur áfram að breiða úr sér er það
von mín og annarra sem stóðu að
verkefninu á sínum tíma að það megi
hjálpa sem flestum einstaklingum að
verða virkir þjóðfélagsþegnar á nýjan
leik og eftir nokkur ár getum við sagt
að hlutfall öryrkja eða þeirra sem eru
án atvinnu vegna sjúkdóma eða eftir
slys sé lægst á Norðausturlandi.
Af þessari reynslu okkar af
starfsendurhæfingu á Húsavík má
draga þá ályktun að árangur starf
endurhæfingarinnar á Norðausturlandi
sé góður og að þverfagleg endurhæfing
sé þjóðhagslega hagkvæm. Því ef maður
skoðar tölur þá er ávinningur þess að
forða manni frá örorku um 30 miljónir
á einstakling. Þá er einungis verið að
tala um beinar greiðslur frá T.R og
lífeyrissjóðum. Þá er ekki tekið með í
reikninginn tapaðar skatttekjur og
kostnaður T.R í sjúkratryggingum
vegna aukinnar niðurgreiðslu læknis
þjónustu, lyfja og sjúkraþjálfunar fyrir
örorkulífeyrisþega. Reiknað er með að
1 króna sem varið er í starfsendurhæfingu
skili 9 krónum til baka til samfélagsins.
Að ógleymdu því að einstaklingur sem
áður hafði sama og enga trú á sjálfum
sér, hafði litla sem enga framtíðarsýn
hefur upplifað trú á eigin áhrifamátt.
Hann er orðin virkur einstaklingur í
þjóðfélaginu og hann og fjölskyldan
eru sátt og börnin hafa öðlast nýja
fyrirmynd.
Heimildaskrá
Árni Magnússon (2001). Málþing um starfs
endurhæfingu. Ávarp flutt á málþingi um
starfsendurhæfingu. Reykjavík.
Elsa S. Þorvaldsdóttir (2001, 8. ágúst). Iðju
þjálfun í dagvist. Morgunblaðið, bls. 8
Geirlaug G. Björnsdóttir (2003). Þróunar
verkefni um endurhæfingu öryrkja. Húsa
vík.
Geirlaug G. Björnsdóttir. (2005). Starfs
endurhæfing. Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu
um starfsendurhæfingu, Reykjavík, Ísland.
Guðmundur Hilmarsson, Gunnar Kr.
Guðmundsson. Hrafn Magnússon, Ragnar
Árnason, Sigurður P. Sigmundsson, Sig
urður Thorlacius og Þór G. Þórarinsson
(2005). Lokaskýrsla starfshóps um starfs
endurhæfingu á Íslandi. Reykjavík.
Ingvar Þóroddsson endurhæfingarlæknir
Kristnesspítala, munnleg heimild, 19.
janúar 2006.
Sawney, P., og Challenor, J.(2003). Poor
communication between health profess
ionals is a barrier to rehabilitation.
Occupational Medicine, 53, 246–248.
Þóra Leósdóttir (2004). Teymisvinna –
fagmennska iðuþjálfa. Háskólinn á
Akureyri.
n I‹JUÞJÁLFINN 1 / 2006