Skólavarðan - 01.05.2007, Blaðsíða 4
4
LEIÐARI
EFNISYFIRLIT
SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007
Forsíðumynd: Selma og Baldur, leikskólanum Fellaborg.
Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir
stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959
Prentun: Svansprent
Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi).
Laufásvegi 81, 101 Reykjavík
Stóru verkefnin í menntamálunum 3
Formannspistill eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur
Tuttugustu og sjöttu greinarnar 4
Leiðari
Shafallah skólinn í Doha, Katar 5
Gestaskrif eftir Guðrúnu D. Guðmundsdóttur
Kjaramál: Foreldraorlof 7
Ársfundir KÍ og skólamálaráðs 8
Ályktað og fjallað um forgangsatriði í menntamálum
og tíu punkta samkomulagið
Leiksoppinn af snaganum og leiðtogann sýnilegan! 10
Edda Kjartansdóttir og Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir
fjalla um kennarann sem leiðtoga
Hver er staða leikskólans í samfélaginu? 13
Íslenskun menntastefna og -framkvæmd, 2. grein
Orlofshús – orlofshús! 18
Þú lest ekki nema þú skiljir 20
Námsferð sérkennara til Baltimore
Sleggjudómum um fjarnám svarað 24
Rannsóknastofa í menntunarfræðum ungra barna 25
Ungir frumkvöðlar á Austurlandi 28
Vangaveltur og athugasemdir 29
Þorsteinn Þorsteinsson rekur smiðshöggið á blaðið
Þjóðaratkvæðagreiðslur hafa menn rætt töluvert hérlendis,
ekki síst í sambandi við Íraksstríðið, Kárahnjúkavirkjun og fjöl-
miðlafrumvarpið sem forseti Íslands synjaði staðfestingar eins og
26. grein stjórnarskrárinnar veitir honum heimild til. Ekki kom til
þess að lögin væru borin undir þjóðina þar sem þau voru dregin til
baka. Írak og Kárahnjúkar komust aldrei nálægt því að vera lögð
fyrir dóm þjóðarinnar. Íslendingar virðast afskaplega lítið hrifnir
af þjóðaratkvæðagreiðslum og einungis fimm sinnum hefur
þjóðin gengið til atkvæða um einstök mál, síðast lýðveldisárið
1944.
Fyrir fjörutíu árum samþykktu Danir að þriðjungur þingsins
gæti ákveðið þjóðaratkvæðagreiðslu um nýsamþykkt lög og
skyldi atkvæðagreiðsla fara fram innan fárra vikna. Til að byrja
með óttuðust menn að minnihlutinn myndi ganga á lagið og beita
þessari heimild óspart. Það varð ekki. Talið er að í heimildinni
sé fólginn fælingarmáttur sem valdi því að meirihlutinn reyni
síður að þvinga í gegn mál sem eru óvinsæl hjá almenningi.
Þriðjungsreglan hefur þannig e.t.v. orðið til þess að efla lýðræðið
í landinu.
Lítil hefð er fyrir því hérlendis að forseti beiti heimildinni sem
26. grein stjórnarskrárinnar veitir honum og leiðir til þjóðar-
Tuttugustu og sjöttu greinarnar
Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is
Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is
Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir
sigridur@ki.is / sími 595 1115
Hönnun: Zetor ehf.
Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið
atkvæðagreiðslu, nema lagafrumvarp sé dregið til baka eins og
gerðist með fjölmiðlalögin. 26. greinin er ekkert vinsæl frekar en
þjóðaratkvæðagreiðslan.
Loks eru það skoðanakannanir. Eins og sagan sannar eru
niðurstöður þeirra iðulega hunsaðar af stjórnvöldum. Það er
áhyggjuefni að almenningur hefur fá og rýr ráð til að hafa áhrif
á framkvæmd landsmála önnur en þau sem kosningarétturinn
veitir á fjögurra ára fresti.
Helst er ávinnings að vænta ef tekst að fá sjónvarpið til
að snúast á sveif með tilteknu máli. Menntunarmál eru ekki
líkleg til framgöngu þar, þau eru einfaldlega ekki nógu sexí
málaflokkur. Til er önnur 26. grein sem er okkur mjög mikilvæg
ef við tökum hana alvarlega, rétt eins og sú tuttugasta og sjötta
í stjórnarskránni. Þetta er 26. grein Mannréttindayfirlýsingar
Sameinuðu þjóðanna. Hún hljóðar svo:
„Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að
minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðumenntun. Börn skulu
vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal standa öllum til boða
og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til
að njóta hennar.
Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstak-
linganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og
mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi
og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla
starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins.
Foreldrar skulu fremur öðrum ráða hverrar menntunar börn
þeirra skuli njóta.“
Takið eftir því að inntak menntunar er skv. 26. greininni
persónuþroski einstaklinga og virðing fyrir mannréttindum og
mannhelgi. Menntunarfræðingurinn Joel Spring hefur lagt til að
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna verði grundvöllur
skólamenntunar um allan heim. Það er hins vegar langt í
land og kannski borin von að samstaða náist í þeim efnum.
Menntun fyrir atvinnulífið er í örum vexti um víða veröld og þar
eru mannréttindi og mannhelgi í besta falli í öðru sæti á eftir
fjárhagslegum ávinningi, sem veifað er eins og gulrót framan í
nemendur til að fá þá til að mennta sig fyrir stórfyrirtækin. Meira
að segja Education for all (EFA) sem mestar vonir eru bundnar
við að vinni að menntun til mannréttinda á alþjóðlegum
grunni er tvíbent í afstöðu sinni. EFA hefur verið gagnrýnt fyrir
tvískinnung í afstöðunni til mannréttinda og fyrir að vinna að
nýfrjálshyggjulegri stefnu í menntun fyrir atvinnulífið. Í mark-
miðum EFA er skólum í senn ætlað að félagsmóta nemendur
til hlýðni við ríkjandi gildi og stigveldi og hins vegar að ögra
stigveldinu og umbreyta samfélaginu í átt til meiri jöfnuðar.
Getur þetta farið saman?
Kristín Elfa Guðnadóttir
Kristín Elfa Guðnadóttir