Skólavarðan - 01.05.2007, Page 24

Skólavarðan - 01.05.2007, Page 24
24 FJARNÁMSUMRÆÐAN SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 Á síðustu árum hefur framboð fram- haldsskólanna á fjarnámi aukist jafnt og þétt og er nú svo komið að 27 af 30 framhaldsskólum landsins bjóða upp á fjarnám, í mismiklum mæli þó. Greinilegt er að þessi þróun er svar við mikilli þörf á bættu aðgengi að námi á framhaldsskólastigi. Frá árinu 2002 hefur FÁ haldið úti fjarnámi og hefur það eflst og dafnað með hverri önninni sem líður. Sá hópur sem stundar fjarnám er afar fjölbreytilegur og virðist þörfin fyrir námsframboð af þessu tagi vera óumdeilanleg. Það frumkvöðlastarf, sem grunnur var lagður að í FÁ í uppafi þessarar aldar, er farið að bera ávöxt og blómstrar sem aldrei fyrr. Starfsánægja kennara eykst og er ekki bara mannbætandi heldur bætir allt skólastarfið, nýtir möguleika netsins og kemur í auknum mæli til móts við ólíkar þarfir og námsaðferðir nemenda. Með tilkomu fjarnáms hefur mörgum nemendum gefist kostur á að koma aftur til náms án þess að þurfa að yfirgefa heimabyggð eða hætta vinnu og aðrir stytta námstíma sinn til lokaprófs. Enn aðrir nota það sem brú til þess að koma aftur til náms eftir hlé. Þá má ekki undanskilja hinn stóra hóp grunnskólanemenda sem fær tækifæri til þess að kynnast því sem framhaldsskólinn hefur upp á að bjóða. Það er einróma álit þeirra sem til þekkja að þessi viðbót við skólastarfið hafi haft mjög góð áhrif á innra starf skólans. Kennarar nýta sér í síauknum mæli kennslukerfi og reynslu af fjarnáminu til að koma upplýsingum til nemenda og sem vettvang til að leysa verkefni, s.s. gagnvirk krossapróf, til ritgerðaskila og fyrir nemenda- og einkunnabókhald. Ábyrgð nemenda á eigin námi eykst og kennslustundir nýtast enn betur. Það kom verulega flatt upp á mig þegar ég las grein í Skólavörðunni, 2. tbl. 2007, þar sem tveir ágætir skólamenn láta að því liggja að fjarnám sé einingasala. Það finnst mér vera sleggjudómur og harma það að skólamenn skuli á þennan hátt reyna að grafa undan trúverðugleika félaga sinna. Ég tek hinsvegar undir þá skoðun sem þar kemur fram að „einstakir skólar beri ábyrgð á því útskriftarskírteini sem þeir gefa út.“ Þess vegna hvet ég alla fjarnemendur úr öðrum skólum, sem spyrja hvort þeir fái fjarnámsáfanga sína metna í skólanum sínum, til að kynna sér hvort þeirra skóli meti þá. Það er svo þeirra mál hvað þeir gera en ekki okkar. Við bjóðum upp á nám og ráðgjöf. Annað sem ég tel gagnrýnivert við áðurnefnda grein er hve mikið hún byggist á sögusögnum. Nefnt er eitt dæmi af nemanda sem að sögn greinarhöfunda reyndi að komast hjá því að leysa verkefni sjálfur. Hver kannast ekki við slíkt úr skólastofunni? Mér hefði fundist eðlilegra að höfundar hefðu haft samband við okkur sem höfum umsjón með þessum málum og geri þær kröfur til skólamanna að þeir kynni sér málin betur áður en þeir dæma skóginn eftir einu sölnuðu laufblaði. Allir þeir áfangar sem kenndir eru í fjarnámi eru skv. námskrá og þær kröfur sem gerðar eru til nemenda eru þær sömu og í staðnámi. Margir ganga með þá grillu að í fjarnámi sé hægt að komast auðveldar frá náminu en í hefðbundnu námi. Flestum verður þó ljóst þegar á hólminn er komið að raunin er allt önnur. Reynsla nemenda og tölur um námsárangur og brotthvarf frá námi segja í raun allt sem segja þarf - hér er ekkert gefið og því ótrúleg skammsýni af ókunnugum að halda því fram að nemendur fái ódýrar einingar í fjarnámi, hvað þá að þeir geti keypt þær. Það reynist flestum, eðli námsins samkvæmt, erfiðara að stunda fjarnám og því er ég leið yfir að menn skuli frekar hlusta á einn nemanda en kynna sér augljósar staðreyndir. Þeir áfangar sem ekki hafa verið með lokapróf, sem reyndar eru aðeins þrír, eru algjörlega sambærilegir áföngunum í dagskóla og byggist námsmat á fjölda ritgerða og umræðum þar sem nemendur þurfa að taka þátt í því lokaða kennslukerfi sem áfangarnir eru settir upp í. Þeir félagar spyrja um líkamsræktar- áfanga í fjarnámi. Þeir hefðu getað sleppt spurningunni með því að hafa samband við mig og ég hefði glöð upplýst þá. Námið fer þannig fram að nemandinn þarf að mæta á viðurkennda líkamsræktarstöð í ákveðinn fjölda skipta á önninni og fá stimpil frá starfsmanni stöðvarinnar. Að sjálfsögðu þurfa nemendur ekki að skila vottorði um vöðvastækkun heldur er þeim Sleggjudómum um fjarnám svarað Með tilkomu fjarnáms hefur mörgum nemendum gefist kostur á að koma aftur til náms án þess að þurfa að yfirgefa heimabyggð eða hætta vinnu og aðrir stytta námstíma sinn til lokaprófs. Enn aðrir nota það sem brú til þess að koma aftur til náms eftir hlé. Mér hefði fundist eðlilegra að höfundar hefðu haft samband við okkur sem höfum umsjón með þessum málum og geri þær kröfur til skólamanna að þeir kynni sér málin betur áður en þeir dæma skóginn eftir einu sölnuðu laufblaði. Steinunn H. Hafstað

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.