Skólavarðan - 01.05.2007, Page 25

Skólavarðan - 01.05.2007, Page 25
FJARNÁMSUMRÆÐAN, STOFNUN RANNSÓKNASTOFU 25 SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 treyst til að standa við sitt. Það er gert í öllu námi. Það er hægt að svindla í öllu námi og það gildir jafnt um fjarnám sem dagskóla. Nemendur í dagskóla geta skilað ritgerðum sem aðrir hafa samið. Hið sama er uppi á teningnum í fjarnámi. Það væri nær að kennarar tækju höndum saman um að leita leiða gegn þessu fremur en að væna hverjir aðra um svindl á borð við einingasölu. Það er hinsvegar mat mitt að íslenskir framhaldsskólar séu þrátt fyrir miðstýringu eins ólíkir og þeir eru margir og námsmat þeirra einnig. Það eru nemendur einnig og eiga því kost á að velja sér skóla sem þeir telja að sé við þeirra hæfi. Það ætti að vera sameiginlegt markmið okkar að skólar fái að efla starf sitt og sérhæfa sig í þágu nemenda. Nýframkomnar tillögur Kennara- sambandsins og yfirvalda mennta- mála eru á vissan hátt skref í þá átt að auka sjálfstæði skóla um námsframboð. Þar er fjarnám eðlilegur hluti af námsframboðinu. Ég er tilbúin hvenær sem er að taka á móti þeim Jens og Jóni Árna og sýna þeim hvað er að gerast í raun og veru í fjarnáminu. Eða heimsækja þá á upp á Skaga henti það betur. Steinunn H. Hafstað Höfundur er fjarnámsstjóri Fjölbrautaskólans við Ármúla. Þann 15. maí sl. var undirritaður samn- ingur um stofnun rannsóknastofu í menntunarfræðum ungra barna við Kennaraháskóla Íslands. Forstöðumaður rannsóknastofunnar er Jóhanna Einars- dóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Að öðrum ólöstuðum á Jóhanna veg og vanda af tilurð stofnunarinnar. Forsagan er sú að á alþjóðlega og stórglæsilega Evrópuráðstefnu um rannsóknir á sviði ungra barna, sem haldin var hérlendis í fyrra, kom miklu meiri fjöldi en fólk hafði látið sig dreyma um. Af þessum sökum varð verulegur tekjuafgangur af ráðstefnunni. Jóhönnu datt þá í hug hvort ekki væri ráð að nota þessa peninga til stofnunar rannsóknastofu og fór að leita hófanna með samstarfsaðila. Niðurstaðan varð vísindaleg rannsóknar- stofnun með aðsetur í Kennaraháskóla Íslands og með tilstyrk umboðsmanns barna, Reykjavíkurborgar og Kennarasambands Íslands. Þetta eru gleðileg tíðindi og marka tímamót í íslenskum menntarannsóknum. Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður KÍ og formaður skólamálaráðs KÍ skrifaði undir samninginn fyrir hönd sambandsins. Í máli Elnu Katrínar kom meðal annars fram að auk þess að Kennarasambandið vildi stuðla að eflingu menntarannsókna væri það sérstaklega ánægt með þá tengingu skólastiga sem rann- sóknarstofan stendur fyrir. Menntunarfræði ungra barna er það fræðasvið sem fjallar um börn, aðstæður þeirra og nám frá fæðingu til átta ára. Aðalmarkmið rannsóknastofunnar er að auka og efla rannsóknir á menntun og uppeldi ungra barna og vera vett- vangur fræðaþróunar á því sviði. Rannsóknastofunni er ætlað það hlutverk að eiga frumkvæði að og sinna rannsóknum, miðla þekkingu og kynna niðurstöður rannsókna á sviðinu m.a. með útgáfu fræði- greina og fræðirita og með fyrirlestrahaldi. Rannsóknastofan markar að vonum upphafið á tilurð samsvarandi vísindastofa um tiltekin fræðasvið menntunar, en Ólafur Proppé nefndi í því samhengi t.d. svið fjölmenningar og stærðfræði. Rannsóknastofa í menntunarfræðum barna frá fæðingu til átta ára aldurs Björg Bjarnadóttir og Elna Katrín Jónsdóttir á tröppum Kennara- háskólans fyrir stofnfund og undirritun samningsins um rann- sóknastofuna. Þann 15. maí undirrituðu þau Ingibjörg Rafnar umboðsmaður barna, Elna Katrín Jónsdóttir varaformaður Kennarasambands Íslands, Ólafur Proppé, rektor Kennaraháskóla Íslands og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar samning um stofnun Rannsóknastofu í menntunarfræðum ungra barna.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.