Skólavarðan - 01.05.2007, Page 30

Skólavarðan - 01.05.2007, Page 30
30 SMIÐSHÖGGIÐ SKÓLAVARÐAN 4.TBL. 7. ÁRG. 2007 þótt þroskinn hafi ekki verið mikill á 16 ára aldrinum við lok grunnskólans. Nýlegar rannsóknir og margvíslegar athuganir staðfesta þetta rækilega. Til frekari upplýsinga nefni ég að í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ voru alls 29 hægferðarhópar á haustönn 2006. Í byrjun voru innritaðir að meðaltali nærri 23 nemendur í hóp. Til prófs gengu að meðaltali um 20 nemendur í hóp. Brott- fallið var um 10%. Í hraðferðarhópum, þar sem nemendur voru með einkunnir 8, 9 og 10 á grunnskólaprófi, er brottfall nánast ekkert. Fjárhagslegt tjón skólans af brottfalli skiptir tugum milljóna. Reiknilíkanið í núverandi mynd ýtir út nemendum með einkunnir 4,5 - 6,5 á samræmdum prófum 10. bekkjar grunn- skóla. Þetta eru nemendur sem þurfa oft stuðning og ráðgjöf við upphaf skóla- göngu sinnar í framhaldsskóla. Þess vegna eru fleiri vinnustundir fagaðila innan skólans á bak við þá en nemendur með háar einkunnir. En að refsa mönnum í reiknilíkani og beita hörðustu kröfum um endurgreiðslu vegna þjónustu skóla við þetta fólk er hreint og klárt vanmat á vitrænni skólastefnu. Lagfæringar Undanfarin ár hef ég lagt til að reiknilíkanið verði lagað til að hjálpa skólunum að taka við breiðum hópi nemenda. Síðast gerði ég grein fyrir þessu máli á sam- starfsnefndarfundi skólameistara með ráðherra og embættismönnum mennta- málaráðuneytisins í apríl sl. Við þurfum að sameinast um þessar lagfæringar: Einungis verði settar réttar og nákvæmar kostnaðartölur í reiknilíkanið. Sparnaðarkrafa, ef einhver er, verði sett á sérstakan stað í reiknilíkanið til að menn sjái hvað um er að ræða. Talningardagur nemenda verði þegar mánuður er liðinn af önn eins og þekkist alls staðar í hinum vestræna heimi. Til vara mætti hafa talningardag á miðri önn. Nýtingarhlutfall í hægferðaráföngum verði lagað að þeirri staðreynd að nem- endur sem standa höllum fæti eru í meiri brottfallshættu en aðrir. Reiknilíkanið verði einfalt og aðgengi- legt. Reiknilíkansnefnd verði virk og taki ákvarðanir um stefnu og nauðsynlegar breytingar. Að lokum Ég er og hef verið harður talsmaður reikni- líkans um fimmtán ára skeið. Ég tel afar brýnt að nú verði notuð akademísk hug- myndafræði til að laga reiknilíkanið að þörfum skóla sem hafa það hlutverk að taka við öllum nemendum. Við erum nefnilega farin að ræða um það að færa skólaskylduna til 18 ára aldursins. Ég er alls ekki sammála þér, Aðalsteinn, í þeim vangaveltum þínum að hugsanlega sé tími reiknilíkansins liðinn. Öðru nær! Nú þurfum við að bretta upp ermar og við bindum mörg miklar vonir við störf nýskipaðrar reiknilíkansnefndar. Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Reiknilíkanið í núverandi mynd ýtir út nemendum með einkunnir 4,5 - 6,5 á samræmdum prófum 10. bekkjar grunnskóla. Þetta eru nemendur sem þurfa oft stuðning og ráðgjöf við upphaf skólagöngu sinnar í framhaldsskóla. Norræna félagið gegn illri meðferð á börnum (Nordisk forening mod børne- mishandling og omsorgssvigt) stendur fyrir fimmtu ráðstefnu sinni á Nótel Nordica 18.-21. maí 2008. Markmið félagsins er að standa fyrir og styðja norrænt samstarf og skoðanaskipti þeirra margvíslegu faghópa sem vinna með börn og koma að barnavernd með einhverjum hætti. Þema ráðstefnunnar verður Börn og vanræksla: Þarfir - skyldur - ábyrgð. Ætlunin er að höfða til sérfræðinga á sem flestum sviðum þar sem unnið er með þarfir, hagsmuni og réttindi barna. Á ráðstefnunni verður athygli beint að vanrækslu barna í víðum skilningi, af hálfu foreldra, sérfræðinga og samfélagsins. Lögð verður áhersla á þverfaglega nálgun og einnig viðhorf barna, foreldra, fram- kvæmdavaldsins og löggjafans. Nánari upplýsingar eru á www.congress.is/nfbo2008 Nýútskrifaðir leikskólakennarar komu í Kennarahúsið nýverið í boði Félags leik- skólakennara, þáðu léttar veitingu og kynntu sér starfsemina í húsinu. Þetta er árlegur viðburður og alltaf skemmtileg stemning auk þess sem kennarar mynda tengsl við sitt stéttarfélag strax í upphafi kennaraferilsins. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri afhenti hvatningarverðlaun leikskóla- ráðs Reykjavíkurborgar í Höfða mánu- daginn 14. maí kl. 17:30. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt, en nýtt leikskólaráð samþykkti að stofna til þeirra á fyrsta fundi sínum sl. haust. Markmið verðlaunanna er að hvetja til nýbreytni í leikskólastarfi og vekja athygli á því gróskumikla þróunarstarfi sem fram fer í leikskólum borgarinnar. Foreldrar leikskólabarna, aðrir aðstand- endur og starfsfólk skólanna sendu inn þrjátíu tilnefningar vegna fjölmargra áhugaverðra þróunarverkefna í leikskólum borgarinnar. Af þeim hlutu sex leikskólar hvatningar- verðlaunin: Dvergasteinn fyrir verkefnin Ótrúleg eru ævintýrin og Samstarf myndlistaskólans og leikskólans. Fellaborg fyrir fjölmenningarverkefnið Mannauður í margbreytileika. Hamraborg fyrir verkefnið Vísindaleikir Nóaborg fyrir verkefnið Stærðfræði. Sólborg fyrir verkefnin Sameiginlegt nám fatlaðra og ófatlaðra barna og Samvinna og fagstarf. Steinahlíð fyrir umhverfisverkefnið Í túninu heima. Börn og vanræksla - Ráðstefna að ári Nýútskrifaðir kennarar í heimsókn í Kennarahúsinu Sex leikskólar í Reykjavík fá hvatningarverðlaun fyrir metnaðarfullt þróunarstarf

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.