Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 4

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 4
4 LEIÐARI Forsíðumynd: Forsíðan er tekin í Laufásborg á Öskudaginn. Auglýsingar: Stella Kristinsdóttir stella@ki.is / sími 595 1142 eða 867-8959 Prentun: Svansprent Skólavarðan, s. 595 1120 (Kristín) Laufásvegi 81, 101 Reykjavík EFNISYFIRLIT Formannspistill: Á ári nýrrar lagasetningar um menntamál og nýrra kjarasamninga 3 Leiðari: Kennarar gerist Kínverjar 4 Gestaskrif: Þú ert að verða of seinn í skólann 5 Kjaramál: Yfirvinna stjórnenda 8 KÍ: Þingið að skella á og aðalfundir flestra aðildarfélaga á næsta leyti 10 Bók: Almenningsfræðsla, tilboð til kennara 12 Frétt: Kennarar eiga að fá meiri völd 12 Styrkir: Verkefna- og námsstyrkjasjóðir FG og SÍ 12 Kennaramenntun: Með því stysta sem þekkist í Evrópu 14 Frétt: ASÍ á móti menntun, KÍ fagnar menntafrumvörpum 14 Ráðstefna: Tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar 15 Dagur leikskólans: Haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn 16 Mannvinur: Morris á Öskudagsráðstefnu í Reykjavík 22 Fyrirlestur: Unglingsárin, tímabil uppgötvana og átaka 24 Fjölmenning: Allir með – nýr fjölmenningarvefur leikskóla 24 Netla: Fimm nýjar greinar 26 Comeníusarverkefni: Friður í gegnum leik og list 26 Námsgögn: Rósa Eggertsdóttir með ný lestrargögn á DVD 28 Smiðshöggið: Eilífðarglíma við tíma 29 Rannsókn: TALIS – auðveld og eftirsóknarverð 30 Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Eiríkur Jónsson eirikur@ki.is Umsjónarmaður félagatals: Sigríður Sveinsdóttir sigridur@ki.is / sími 595 1115 Hönnun: Zetor ehf. Ljósmyndir: Jón Svavarsson, nema annars sé getið Kristín Elfa Guðnadóttir Lj ós m yn d : K ri st já n Va ld im ar ss on SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 kennari • skólaliði • aðstoðarleikskólastjóri • forvarnafulltrúi • matráður • deildarstjóri • mamma • skólastjóri • námsráðgjafi • leiðbeinandi • fagstjóri • stuðningsfulltrúi • fjármálastjóri • félagslífsfulltrúi • skólaritari • yfirþroskaþjálfi • nemandi • pabbi • yfirmaður mötuneytis • fjarvistafulltrúi • áfangastjóri • gangavörður • vefstjóri • starfsmaður • leikskólastjóri • húsvörður • netstjóri • sérkennari • fulltrúi • hjúkrunarfræðingur • listmeðferðarfræðingur • afi • skólasálfræðingur • tölvuumsjónarmaður • þjónustuliði • amma • aðstoðarskólastjóri • leikskólaliði • gæðastjóri • sérkennslustjóri • skólameistari • afleysing • aðstoðarskólameistari • danskennari • bókasafnsfræðingur • þjónustuliði • skrifstofustjóri Ísland er fjölmenningarsamfélag. Hér býr fólk frá mörgum löndum, vonandi sem oftast í sátt og samlyndi. En fólk býr þó ekki beinlínis saman heldur í aðskildum hópum. Ef til vill er fjölmenning samtímans í besta falli fólgin í afskiptaleysi. Allir hafa mikið að gera og nóg með sig, við höfum ekki tíma til að kynnast. Í morgun hitti ég fjögur börn, tvo stráka og tvær stelpur. Stelpurnar eru að tefla og strákarnir að fylgjast með skákinni. Þau eru sjö, átta og tíu ára þessi börn. Þau tala íslensku hvert við annað og strákarnir gefa stelpunum stöku sinnum ráð um næsta leik. Allt í mesta bróðerni. Þegar ég fer að spjalla við þau kemst ég að því að eitt barnanna er frá Marokkó og hin þrjú frá Póllandi. Krakkarnir eru komnir í skólann um klukkustund áður en hann hefst og hafa þar af leiðandi tíma og tækifæri til að kynnast. Starfsmenn skóla og frístundaheimilis (sem er innan veggja skólans) hafa líka tíma til að kynnast. Sem foreldri í skólanum sýnist mér þó starfsmannahópurinn skiptast í tvennt: Starfsmenn frístundaheimilis og starfsmenn grunnskóla. Það dylst ekki stopulum gestum eins og foreldrum að frístundaheimili og skóli eru aðskildir heimar. Samt búa þeir í sömu byggingu. Nokkrir starfsmanna eru „go-between“ milli heimanna, túlkar og milligöngumenn. Þeir eru bæði skólaliðar og frístundaleiðbeinendur eða vinna á mörkum heimanna, til dæmis í mötuneytinu. Ég hef heyrt því fleygt að fólk gæti alveg hugsað sér alvöru sambúð en ekki bara plat. Mjög ung börn leika sér hlið við hlið, hvert í sínu. Þegar þau eldast og þroskast leika þau sér saman í raun og veru, með allri þeirri angist og gleði sem því fylgir. Starfsmenn frístundaheimilisins og skólans sem um getur eru mikið ágætis fólk; gott, skynsamt og skemmtilegt. En hóparnir tveir umgangast ekki mikið. Við búum ekki á Gaza svæðinu en mér skilst að víða á kennarastofum séu líka dregnar línur sem sjaldan er klofað yfir. Margir hafa orðið til að benda á vaxandi stéttskiptingu í samfélaginu. Hennar gætir líka í skólasamfélaginu, bæði í nemenda- og starfsmannahópum. Ísland er ekki bara fjölmenningarsamfélag, það er líka fjölstéttasamfélag. Samfélagið er ekki fyrir gamlingja Hvert er ég að fara með þessu? Einfaldlega það að ef við ætlum að efla skóla og menntun, bæta hag nemenda, kennara og foreldra og stuðla að góðum samskiptum í umhverfi okkar verðum við að byrja á okkur sjálfum. Heimurinn er flókinn og „no country for old men“ (heiti á nýjustu bíómynd Cohen bræðra) og eiginlega ekki fyrir neinn, hvorki ungan né aldraðan, nema við breytum því verulega. Urgur og surgur milli mannhópa eykst í svona flóknum heimi, að hluta til vegna þess að þegar lífið er flókið er aðkallandi að fóta sig og finna sér samastað á einum afmörkuðum bletti, helst þar sem þeim einum er hleypt inn sem maður skilur. Fimmtán ár eða meira eru liðin síðan fræðimenn fóru að spá því að flokkadrættir 21. aldar færu eftir trúarbrögðum: múslímar öðrum megin og kristnir hinum megin. Þetta hefur síðan sannast en veruleikinn er margfalt flóknari en nokkurn óraði fyrir. Hverjum datt til dæmis í hug að Kínverjar myndu „ræna“ Afríku frá evrópsku nýlenduherrunum, þjóðum sem töldu sig hafa þar tögl og hagldir um alla framtíð hvort heldur væri í krafti viðskipta eða mannúðar? Það vill bara svo til að Kínverjar telja sig ekki bundna af þessari sögulegu hefð. Þeir eru í óða önn að mynda og treysta efnahagsmunabönd við Angólu, Eþíópíu, Zambíu, Gabon og fleiri lönd. Ég legg því til að kennarar gerist Kínverjar, myndi nýjar tengingar rétt eins og taugabrautir verða til á milli heilahvela og gerist boðberar þess að breyttir tímar bjóði upp á nýja samvinnu. Gerumst afskiptasöm. Treystum böndin við skólaliða, frístundaráðgjafa, nemendur, votta jehóva, foreldra, sjoppueigendur, skólastjóra, ofurbloggara hverfisins og stjúpforeldra og rennum stoðum undir skólann sem sterkt og mótandi framfaraafl. Kristín Elfa Guðnadóttir Kennarar gerist Kínverjar

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.