Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 23

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 23
öSKUdAGSRÁÐSTEFNA 23 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Ardley Green Junior School er almennur skóli með á fjórða hundrað nemenda á aldrinum 7 – 11 ára. John á langan feril að baki í skólamálum, þar af sem skólastjóri í átján ár, og hefur lokið námi í stjórnun og handleiðslu kennaranema auk kennaranámsins. Ardleigh Green-skólinn hefur tekið þátt í mörgum fjölþjóðlegum verkefnum í tengslum við þróunarstarf í læsi, tölvukennslu, leiðtogafræðum og stjórnun. Skólinn er sérhæfður í þjálfun kennaranema og annast kynningarverkefni fyrir nýútskrifaða kennara. Kennsluaðferðir sem einkenna skólann hafa skipað honum í hóp allra bestu skóla í Englandi samkvæmt niðurstöðum samræmdra prófa. Árið 2000 var skólinn tilnefndur sem fyrirmyndarskóli af menntayfirvöldum í Bretlandi og hvattur til að deila reynslu sinni og þekkingu með öðrum skólum í landinu. Morris segir galdurinn felast í hverjum og einum kennara og bekk: Góður bekkur gefur krökkunum bæði rætur og vængi. Hvort tveggja er jafnnauðsynlegt. Virk þátttaka nemenda í skólastarfinu og forsenda þess að nám fari fram er að börnin fái tíma. Þau þurfa að fá nægan tíma til að íhuga. Aðalnámskrár eru ötular við að segja okkur nákvæmlega hvað við eigum að kenna en þær nefna ekki einu orði hvernig við eigum að gera það.“ Það er engu að síður aðalatriðið að mati John: Hvernig við kennum, ekki hvað. Morris lagði einnig ríka áherslu á skipulagningu og sagði ekkert ganga ef henni væri ekki sinnt. „If you fail to plan, you plan to fail“, eða „ef þér mistekst að skipuleggja þá skipuleggurðu að þér mistakist“. Morris fjallaði um margt gott í fyrirsetri sínum og meðal annars próf en hann er þeirrar skoðunar að í mörgum tilfellum segji próf okkur ekki nokkurn skapaðan hlut. Og til hvers þá að prófa? Ardleigh Green - skólinn hefur tekið þátt í nokkrum rannsóknum á skólastarfi, má þar nefna Raising boys´achievement (Cambridge University 2003), Schools making very good progress (Department for children, schools and families 2006) og þróunarstarf í tölvukennslu (BECTA 2006). Rannsóknir Cambridge háskóla sýndu að góður árangur nemenda í skólanum er ekki síst því að þakka að námsmarkmið eru afar skýr og nemendum er alltaf ljóst hvar þeir eru staddir og hvert þeir stefna. Meðal þess sem einkennir árangur kennsluaðferða Ardleigh Green er að minni munur er á námsárangri drengja og stúlkna í skólanum en í öðrum skólum í Englandi. John hefur lýst áherslum Ardleigh Green þannig að áður en nemendur noti ,,verkfæri“ til sjálfstæðrar vinnu, sé þeim kennt að fara með þau. „Hvað strákana varðar,“ sagði John, „er sérstaklega mikilvægt að námið sé sundurgreint, skýrt og þeim gert skiljanlegt hvert markmiðið er. Væntingar til námsárangurs, eða þess að markmiðið náist, þurfa jafnframt að vera miklar. Börn almennt verða að vita til hvers þau eru að læra: Hvað, hvers vegna og loks hvað þau eiga að geta í lok tímans. Af hverju segjum við börnum ekki eftir hverju við erum að leita og hvað við viljum sjá? Er það eitthvað leyndarmál? Verkefni eiga að vera stutt og kennarinn þarf að ganga úr skugga um að börnin hafi réttu tólin og tækin til að inna þau af hendi.“ John lagði líka áherslu á að kennarar kynntust nemendum sínum vel og sagði að því meira sem kennari vissi um nemanda, þeim mun betur gengihonum í námi. „Það mikilvægasta í skólastarfi er „ethos“ skólans, sagði Morris. „Ég get ekki ítrekað það nægjanlega. Ef barni líður vel með sjálft sig þá skilar það góðri vinnu. Ef kennara líður vel með sjálfan sig þá hefur hann fengið staðfestingu á því hvað hann er að skila góðu starfi. Þetta er svona einfalt.“ John Morris fjallaði um margt fleira áhugavert í fyrirlestrinum svo sem um nýja nálgun á lestrarkennslu stráka. Það væri gott að fá glærurnar frá Morris á vef menntasviðs og þegar þær eru komnar, og helst erindið í heild sinni, er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að kennarar geti farið að hagnýta sér öll góðu ráðin sem þar er að finna. Fyrirlesturinn var efnislega þéttur og auk þess naumt skammtaður tími þannig að hætt er við að margt hafi orðið útundan. Þá voru glærur á ljósriti einungis brot af heildarglærum. En kannski er nóg að muna bara þetta sem John sagði í lokin: „Höfum krakkana alltaf í fyrsta sæti! Leitum þar til við finnum það jákvæða, klöppum fyrir framförunum án þess að gefa lokaárangrinum nokkurn minnsta gaum og styðjum á alla lund við sjálfstraust barnsins. Við viljum krakka sem eru „fit for life and ready to learn“. Við erum öll á sama báti, gerum þetta saman í stað þess að hlaupa maraþonið ein.“ keg Nánari upplýsingar um ráðstefnuna, þar á meðal ýmislegt efni frá fyrirlestri Lauru Riffel sem hér er ekki fjallað um, eru á vef menntasviðs Reykjavíkurborgar. Börn almennt verða að vita til hvers þau eru að læra: Hvað, hvers vegna og loks hvað þau eiga að geta í lok tímans. Ef barni líður vel með sjálft sig þá skilar það góðri vinnu. Ljósmynd frá Menntasviði

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.