Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 11
Kí þING OG AÐALFUNdIR
11
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
eru þeir sem hyggjast sitja fundinn beðnir um að tilkynna það á
netfangið throstur@ki.is.Sem kunnugt er hefur þegar verið kosið
til stjórnar FL. Björg Bjarnadóttir var sjálfkjörin formaður. Úrslit í
rafrænni kosningu voru sem hér segir.
Kosning til varaformanns: Á kjörskrá voru 1979. Atkvæði
greiddu 936 eða 47,3% og auðir seðlar voru 20 eða 2,26% Ingibjörg
Kristleifsdóttir hlaut 507 atkvæði og Marta Dögg Sigurðardóttir 409
atkvæði.
Kosning til stjórnar: Á kjörskrá voru 1979. Atkvæði greiddu 936
eða 47,3% og auðir seðlar voru 71 eða 7,6%. Aðalmenn í stjórn
eru Björk Óttarsdóttir, Arnar Yngvason og Hrafnhildur Karlsdóttir.
Varamenn voru kjörnir Inga Líndal Finnbogadóttir, Jóna Rósa
Stefánsdóttir og Margrét Rúnarsdóttir.
Aðalfundur Félags grunnskólakennara verður haldinn á Grand
Hóteli í Reykjavík fimmtudaginn 13. mars og föstudaginn 14. mars.
Mikil vinna hefur farið fram í félaginu undanfarnar vikur í
tengslum við kjarasamninga og þegar þetta er ritað er fyrsti
fundur samningsaðila í augsýn, líklega haldinn 20. febrúar. Fyrir
nokkrum vikum fór samninganefndin í tveggja daga vinnuferð þar
sem rætt var um helstu atriði sem við teljum að þurfi að vera í
samningsmarkmiðum okkar fyrir næstu viðræður. Nú er verið að
kynna samningsmarkmiðin meðal kennara um land allt. Nýverið
skilaði vinnuhópur grunnskólakennara, skólastjóra og Sambands
íslenskra sveitarfélaga af sér vinnu við mótun sameiginlegrar
framtíðarsýnar í skólamálum til ársins 2020. Nú fer afrakstur
þessarar vinnu í umfjöllun hjá þeim sem að samkomulaginu stóðu
og í framhaldi af því verða helstu niðurstöður birtar. Hópurinn
sem vinnur að greiningu kjarasamningsins hefur lokið við að setja
saman sérstakan launagagnagrunn til að auðveldara verði að sjá
hver raunveruleg laun grunnskólakennara eru. Einnig kemur þessi
grunnur til með að nýtast við að meta kostnað við breytingar á
kjarasamningnum þegar þar að kemur. Aðilar hafa unnið að því að
skilgreina og skoða viðmiðunarhópa kennara og skólastjórnenda.
Þessari vinnu lauk í janúar.
keg
Nánar verður sagt frá undirbúningi fjórða þings og niðurstöðum aðalfunda
í næsta tölublaði Skólavörðunnar auk þess sem aðildarfélög senda
upplýsingar til sinna félagsmanna og fréttir eru birtar á www.ki.is
Hvað brennur á þér?
Í tilefni af þinginu sem í vændum er fórum við á stúfana og spurðum
nokkra kennara hvað brynni heitast á þeim um þessar mundir.
Þetta brennur á mér:
„Hvað ætlast sveitarfélög fyrir með fimm ára börnin? Hefur það verið ígrundað
hvernig námsumhverfi hentar ungum börnum best? Þetta brennur á mér af
því að það eru uppi áform um að flytja fimm ára börnin inn í grunnskólann. Á
hvaða forsendum yrði það gert?“
Ásmundur Örnólfsson leikskólakennari
Þetta brennur á mér:
„Að kennarar eru að hrökklast úr starfi í stórum stíl og leiðbeinendur hrúgast
inn. Það er mikill skortur á fagfólki og gríðarlegt álag á þeim sem eru að
starfa í grunnskólunum. Ég gæti útlistað þennan vanda í löngu máli en ég
held að allir viti hvað við er átt. Ástandið er mjög slæmt.“
Kristín Jónsdóttir grunnskólakennari
Þetta brennur á mér:
„Það eru kjörin og álagið. Það virðist einhvern veginn vera svo að í hvert sinn
sem samið er þá eykst álagið. Mér finnst ég finna fyrir því að fólk sé að hugsa
um að fara. Það er fyrst og fremst þetta sem brennur á mér. Ég hef líka kennt
í grunnskóla og það sem hefur verið að gerast þar lengi er að færast inn í
framhaldsskólana. Menn eru múraðir inn í einhverja vinnutöflu.“
Katrín Gunnarsdóttir framhaldsskólakennari
Þetta brennur á mér:
„Launamálin! Hvenær rennur sá tími upp að við kennarar stöndum stolt og
áhyggjulaus, vitandi vits að samfélagið viðurkennir að við erum að gera góða
hluti og sú viðurkenning endurspeglast í launum? Mér finnst starf kennarans
vera hetjuskapur, og mér verður alveg eins hugsað til grunnskólakennara í
þessu samhengi. Ég trúi ekki öðru en að kennarastarfið verði fyrr en síðar
launað í réttu hlutfalli við hvað það er mikilvægt.“
Elfa Lilja Gísladóttir tónlistarskólakennari