Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 15

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 15
15 RÁÐSTEFNA Í undirbúningi er ráðstefna þar sem samstarf skóla og stofnana sem annast kennaramenntun verður í brennidepli og fjallað um tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar frá ýmsum sjónarhornum. Í málstofum og á fyrirlestrum ætla menn að velta fyrir sér spurningum eins og: Hvað læra nemendur í kennaraháskólum? Hvað og hvernig læra þeir á vettvangi? Hvernig er ábyrgð á menntun kennaranema deilt og hvernig er hægt að efla samstarf milli aðila? Hvernig geta kennaraháskólar stutt þróunarstarf? Hvernig geta skólarnir haft áhrif á kennaramenntunina? Kennaraháskóli Íslands stendur fyrir ráðstefnunni. Hún er opin öllum sem starfa að kennaramenntun á Norðurlöndunum, jafnt á háskólastigi sem í almennum skólum og æfingaskólum þar sem þeir eru við lýði. Landsbankinn er bakhjarl ráðstefnunnar og styrkir hana veglega. Styrkurinn er m.a. notaður til að greiða niður ráðstefnugjöld og hvetja þannig til þátttöku kennara á öllum skólastigum. Ráðstefnugjaldið er 9000 krónur fyrir íslenska þátttakendur sem skrá sig tímanlega en 15000 krónur eftir það. Vettvangsnám er mikilvægur þáttur í menntun kennaranema og kennarar sem leiðbeina kennaranemum til dæmis í æfingakennslu eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Skráning og nánari upplýsingar eru á heimasíðu ráðstefnunnar www. yourhost.is/khi2008 Þema ráðstefnunnar, tengsl kennara- menntunar og skólaþróunar, er ofarlega á baugi í skólamálaumræðunni nú. Kennara- háskóli Íslands er að efla samstarf sitt við vettvanginn, hefur m.a. gert samninga við leik- og grunnskóla um að vera heimaskólar kennaranema á námstíma þeirra og verið er að endurskipuleggja allt vettvangsnám. Þessi tengsl eru líka til skoðunar í nágrannalöndunum þar sem eðli og gildi vettvangsnáms er mjög til umræðu. Í málstofum mun fjöldi íslenskra og erlendra þátttakenda kynna athyglisverð rannsóknarverkefni. Fjallað verður um nýjar leiðir í samvinnu þeirra skólastiga sem sjá um menntun kennara, þróunarstarf í ýmsum námsgreinum á vettvangi skóla og kennaramenntunar, stuðning við kennara á fyrstu árum í starfi, hvernig samvinna stuðlar að nýtingu rannsókna í skólastarfi, tækni í kennaranámi og starfi, þróun kennaramenntunar á Norðurlöndunum, í Evrópu og á heimsvísu og margt fleira. Dagskráin verður birt á vef ráðstefnunnar. Fólk í fremstu röð mun halda aðalfyrirlestra ráðstefnunnar. Það eru Anne Edwards, prófessor við Oxfordháskóla, Hannu Simola, SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 prófessor við Helsinkiháskóla, Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent við Kennaraháskóla Íslands og þær Sanne Lillemor Hansen og Hanne Schneider, lektorar við N. Zahles Seminarium í Kaupmannahöfn. Ráðstefnan verður fjöltyngd, fyrirlestrar og erindi á málstofum verða ýmist á ensku eða skandinavískum málum. Þetta er í fyrsta sinn sem samnorræna ráðstefnan um kennaramenntun verður hér á landi. Slíkar ráðstefnur hafa verið haldnar annað hvert ár og þessi verður sú tíunda í röðinni. Í undirbúningsnefnd KHÍ fyrir ráðstefnuna eru Kristín Jónsdóttir, formaður, Gunnhildur Óskarsdóttir, Þórunn Erna Jessen og Þuríður Jóhannsdóttir. Þær svara gjarnan fyrirspurnum um ráðstefnuna en skráning og upplýsingar um dagskrána, fyrirlesara, skemmtan og skoðunarferðir eru á www.yourhost.is/khi2008 keg d. 21. – 24. maj 2007 i Islandsk Pædegogosk Universitet, IPU, Reykjavik, Island Tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar 21. – 24. maí 2008 í Kennaraháskóla Íslands 10. norræna ráðstefnan um kennaramenntun: Stefnumót um kennaramenntun Velkomin á 10. norrænu ráðstefnuna um kennaramenntun. Markmið ráðstefnunnar er að skoða tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar. Samstarf skóla og stofnana sem annast kennaramenntun er í brennidepli: Hvað læra nemendur í kennaraháskólum? Hvað og hvernig læra þeir á vettvangi? Hvernig er ábyrgð á menntun kennaranema deilt og hvernig er hægt að efla samstarf milli aðila? Kennaraháskóli Íslands verður 100 ára á þessu skólaári og mun í júlí 2008 sameinast Háskóla Íslands. Í tilefni þessa efnum við til ráðstefnunnar og vonumst eftir gefandi og gagnlegum umræðum um þemað: Tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar. Ólafur Proppé Rektor KHÍ Aðalfyrirlesarar Anne Edwards, prófessor, Oxfordháskóla Hannu Simola, prófessor, Helsinkiháskóla Ragnhildur Bjarnadóttir, dósent, Kennaraháskóla Íslands Sanne Lillemor Hansen, lektor, og Hanne Schneider, lektor, N. Zahles Seminarium í Kaupmannahöfn Kennaraháskóli Íslands v/Stakkahlíð 105 Reykjavík khi.is Nánari upplýsingar á heimasíðu ráðstefnunnar: www.yourhost.is/khi2008 Ráðstefnuskrifstofa: Undirbúningsnefnd KHÍ Kristín Jónsdóttir, lektor, formaður Gunnhildur Óskarsdóttir, dósent Þórunn Erna Jessen, aðjúnkt Þuríður Jóhannsdóttir, lektor Erindi, skráning og ráðstefnugjald Framlag þátttakenda í formi stuttra erinda er mikilvægt sem og þátttaka í umræðum á málstofum. Þeir sem vilja senda tillögur að erindum skrái þær á heimasíðu ráðstefnunnar www.yourhost.is/khi2008 Ráðstefnugjaldið er 9000 krónur fyrir íslenska þátttakendur sem skrá sig fyrir 20. febrúar 2008 en 15000 krónur eftir það. Landsbankinn er meginstyrktaraðili ráðstefnunnar. Styrkurinn er m.a. notaður til að greiða niður ráðstefnugjöldin og hvetja þannig til þátttöku kennara á öllum skóla- stigum sem starfa að kennaramenntun. Tilkynningu um þátttöku í ráðstefnunni á að skrá á heimasíðunni www.yourhost.is/khi2008 Tímamörk Síðustu forvöð til að skrá ágrip af erindi eru 20. desember 2007 Tilkynning um hvort erindi hafa verið samþykkt berst í síðasta lagi 20. janúar 2008. Tengsl kennaramenntunar og skólaþróunar Samnorræn ráðstefna í KHÍ 21.-24. maí 2008 Samningur um stuðning Landsbankans við ráðstefnuna var undirritaður þann 14. febrúar sl. Undir hann skrifuðu Kristín Jónsdóttir lektor og formaður skipulagsnefndar ráðstefnunnar, Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands, Elín Sigfúsdóttir framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans og Viggó Ásgeirsson forstöðumaður markaðs- og vefdeildar Landsbankans. Lj ós m yn d f rá K H Í

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.