Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 28
28
TíMARIT, NÁMSGöGN
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Tímarit um menntarannsóknir sem FUM
gefur út (Félag um menntarannsóknir)
verður innan tíðar aðgengilegt í Ebsco host
gagnasafninu. Þetta eru góð tíðindi því
Ebsco, sem allir sem nota Hvar.is þekkja
til, er alþjóðlegt gagnasafn og gífurlega
mikið notað. Þetta er því nokkurs konar
alþjóðleg hlutabréfaskráning og liður í að
koma íslenskum menntarannsóknum og
fræðimönnunum sem að þeim standa á
kortið.
Það er eftirsóknarvert, vegna þess að þegar
athygli útlanda beinist hingað hlustum
við sjálf líka betur og þá öll þjóðin og
framámenn hennar, ekki bara fræðimenn
á sviði menntunar. Aukið efni á ensku í
ritinu gerir erlendum fræðimönnum kleift
að glugga í það ef þeir rekast á það. Ritið
verður aðgengilegt í Ebsco níu mánuðum
eftir útgáfu prentaðs tölublaðs hverju sinni.
Ragnar F. Ólafsson fráfarandi ritstjóri
hefur ritstýrt tímaritinu undanfarin þrjú ár
og Gretar L. Marinósson nýlega tekið við
ritstjórnartaumunum. Í nýjasta tölublaði
sem jafnframt er síðasta tölublaðið sem
Ragnar ritstýrir er að finna átta fræðilegar
greinar á fjölbreyttu sviði og einnig viðtal
við Alison Wolf, prófessor við King’s
College í London. Sérsvið dr. Wolf eru
stjórnun og starfsþróunarmál. Hún er
líka dálkahöfundur og skrifar reglulega
um menntamál í Times Higher Education
Supplement. Alison hefur lengi fengist við
rannsóknir á vinnumarkaðnum, hagvexti og
eftirspurn eftir menntun, og möguleikum
skólakerfisins til að bregðast við og veita
viðeigandi menntun og starfsþjálfun.
Hún er einnig sérfræðingur í námsmati,
einkum hæfnismati í starfsmenntun og
sérfræðimenntun. Alison lauk M.A. og
M.Phil.-gráðum frá University of Oxford og
Ekki einfalt samband milli hagvaxtar og menntunar segir Alison Wolf
hún stundaði einnig nám við Université de
Neuchâtel í Sviss. Að loknu námi starfaði hún
í Bandaríkjunum um tíu ára skeið þar sem
hún vann við stefnumótun en sneri að því
búnu heim til rannsóknarstarfa í Bretlandi.
Bók hennar Does Education Matter? Myths
about education and economic growth kom út
árið 2002 og hlaut verðskuldaða athygli.
Í viðtalinu er Wolf meðal annars spurð
um hvort menntun skapi hagvöxt? Það
er ekki svo einfalt, segir Alison og útlistar
svo hvernig formúum er varið í menntun
víða í Suðrinu (þróunarlöndum) án þess
að það skili tilætluðum árangri. Meira
um þetta í nýjasta tölublaði Tímarits um
menntarannsóknir. Hægt er að festa kaup á
ritinu á vef félagsins, www.fum.is
Tímarit um menntarannsóknir á Ebsco
Rósa Eggertsdóttir kenndi í grunnskóla í
áratug og náði sér svo í kennsluréttindi, að
því loknu ákvað hún að halda svolítið áfram
og lærði til sérkennara, að því loknu fannst
henni ekki alveg nóg að gert og dreif sig
í meistaranám til Cambridge. Allan tímann
hefur hún haft sömu hugsun í forgrunni –
að vinna börnum og menntun gagn. Rósa
er einn helsti sérfræðingur okkar í læsi og
lestrarnámi, henni finnst hljóðaaðferðin
ofboðslega leiðinleg og hún fékk ekki áhuga
á ólíkum kennsluaðferðum í lestri með því
að lesa um þær heldur með því að horfa á
vídeó.
„Hljóðaaðferðin er ekki merkingarbær fyrir
börn,“ segir Rósa. „Það er happaglappa
hver árangurinn verður.“ Rósa gaf nýverið út
fræðslumyndina Byrjendalæsi á DVD en þar
kynnir Rósa til sögunnar nýja kennsluaðferð í
lestri sem vægast sagt er mjög spennandi. Í
næsta tölublaði Skólavörðunnar verður viðtal
við Rósu þar sem hún segir okkur frá þróun
sinnar í gegnum lestrarfrumskóginn allar
götur frá því hún hóf kennslu fyrir þrjátíu
og sex árum. Rósa er ekki bara fræðimaður
um læsi, hún er líka sama konan og sagði:
„Vorið 1989 tók það mig eina og hálfa
klukkustund að lesa eina blaðsíðu í bók eftir
mann sem síðar varð kennarinn minn. Þótt
ég væri svona lengi að lesa blaðsíðuna vildi
ég bara læra hjá honum!“
Fræðslumyndin Byrjendalæsi lýsir nýrri
aðferð í lestrarkennslu sem Rósa þróaði í
tengslum við starf sitt á skólaþróunarsviði
kennaradeildar HA. Sextán kennarar í
sex grunnskólum unnu með Rósu að
þróun verkefnisins og fræslumyndin
var tekin upp í bekkjum fimm þeirra
vorið 2006. Byrjendalæsi er samvirk
kennsluaðferð þar sem jöfnum höndum er
unnið með merkingu máls og tæknilega
þætti lestrarnámsins. Byrjendalæsi er byggt
á kenningum lestrar fræða um áhrifarík og
vönduð vinnu brögð og meðal annars var
sótt í smiðju NRP2000 rannsóknarinnar
um mikilvægi þess að kennsla í lestri feli
í sér samþætta nálgun sem nái til allra
þátta móðurmálsins. Því er vinna með tal,
hlustun, lestur og ritun felld saman í eina
heild. Meginmarkmið byrjendalæsis er að
börn nái góðum árangri í læsi sem fyrst
á skólagöngu sinni og gert ráð fyrir því að
hægt sé að kenna börnum sem hafa ólíka
færni í lestri hlið við hlið.
Myndin er ætluð kennurum,
kennaranemum og foreldrum.
Hún er 20 mín. að lengd og hægt er að
kaupa hana og fá nánari upplýsingar með
því að hafa samband við Rósu í s. 894 0568
eða á rosa@ismennt.is
Viðtal við höfundinn í næstu Skólavörðu
Byrjendalæsi – nýr DVD diskur
Rósa Eggertsdóttir
„Hljóðaaðferðin er ekki
merkingarbær fyrir börn,“