Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 30

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 30
30 SMIÐSHöGGIÐ, RANNSÓKN ósveigjanlegur tími sem skólastarfi er markaður henti ekki kennurum og enn síður því starfi sem fram fer innan veggja skólanna. Væri raunin sú snerist skólaumræða ekki svo mikið um tíma eins og sjá má í fjölmiðlum og skýrslum um almennt skólastarf. Í fjölmörgum úttektum á skólastarfi er tíma- hugtakinu gert verulega hátt undir höfði og yfirleitt fjallað um skort eða leit að tíma til sértækra eða nýrra verkefna (sjá srr.khi. is/?q=skyrslur). Tíminn er því óhöndlanlegur í öllu sínu afstæði og enn frekar ef stöðugt er leitast við að koma á hann böndum líkt og sjá má í allri umræðu um skólastarf. Valdaleysi og uppgjöf kennara gagnvart tímanum er sýnileg í eilífri leit þeirra að tíma sem ekki er til eða erfitt er að nálgast og koma böndum á. Leit kennara að tíma eru mótmæli í formi afneitunar. Að hafa ekki tíma, gefa sér ekki tíma og finna ekki tíma er staðfesting á því að ákveðinn tími sé ekki til. Með því að finna ekki tíma gefa kennarar því viðurkenndum tíma samfélagsins langt nef. Lagður með hælkrók Kennarar leita að glötuðum tíma innan orðræðu sem dæmd er til að bíta í skottið á sjálfri sér þar sem tími er huglægt fyrirbæri en ekki áþreifanlegt. Faðmlagið við eða í SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Valdaleysi og uppgjöf kennara gagnvart tímanum er sýnileg í eilífri leit þeirra að tíma sem ekki er til eða erfitt er að nálgast og koma böndum á. TALIS-rannsóknin á kennslu og námi er alþjóðleg rannsókn sem Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) stendur fyrir. Að sögn Ragnars F. Ólafssonar verkefnisstjóra TALIS á Íslandi er þetta fyrsta alþjóðlega rannsóknin þar sem áherslan er fyrst og fremst á vinnu- og námsumhverfi kennara í grunnskólum. Það er fyrir tilstilli menntamálaráðuneytis að Ísland tekur þátt en alls eru tuttugu og fjögur lönd með í rannsókninni. Menntamála- ráðuneytið hefur falið Námsmatsstofnun að sjá um framkvæmd á Íslandi og verður spurningalisti lagður rafrænt fyrir kennara og skólastjóra grunnskóla á næstu vikum. Spurningarnar fjalla fyrst og fremst um starfsaðstæður, kennsluhætti, stjórnun skóla, endurmenntun, starfsþróun og við- horf til ýmissa þátta skólastarfsins. Spurningar verða lagðar fyrir í tölvu og ekki þarf að klára að fylla út listann í einni lotu heldur býður forritið upp á þann möguleika að taka sér hlé og ljúka síðar við að svara. Það tekur um það bil 45 mínútur að svara spurningunum. Forprófun spurningalista hefur farið fram. Nú er óskað eftir þátttöku allra kennara grunnskólans og skólastjórnenda í aðal- prófuninni, nema þeirra sem tóku þátt í for- prófuninni vorið 2007. Svör eru trúnaðarmál og verða ekki tengd nöfnum þáttakenda. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar í lok árs 2009. Haft verður samband við skólastjóra allra grunnskóla á næstunni til þess að óska eftir þátttöku í rannsókninni. Rannsóknin felur í sér öflun upplýsinga frá kennurum og skólastjórnendum allra grunnskóla. Í spurningalistanum er fjallað um „málaflokka“ sem iðulega eru til umræðu í tengslum við grunnskólann, þ.e. sjálfa kennarana og skólastjórnendurna, en allt of lítið haldbært er vitað um skoðanir þeirra á eigin störfum. Með þessu gefst kennurum og skólastjórnendum því tækifæri til þess að hafa áhrif á rannsóknir og skilning manna á menntun og stefnumörkun menntakerfisins. Það verður því mjög mikilsvert að fá upplýsingar um þessa þætti og geta borið stöðuna hér á landi saman við önnur lönd. Auk þess geta niðurstöður rannsóknarinnar haft áhrif á stefnumótun grunnskólans í nánustu framtíð. Alþjóðlegi samanburðurinn gerir kleift að finna lönd sem eru svipuð Íslandi og önnur sem eru mjög ólík hvað varðra þróun og kennsluhætti í grunnskóla. Þetta býður upp á gagnlegan samanburð á ýmsum fleiri þáttum. Kennarar og skólastjórnendur svara spurningum um málefni eins og hvernig þeir hafi fengið að þroska sig í starfi, skoðanir sínar á kennslu og kennsluaðferðum, hvers konar mat og viðurkenningu þeir hljóta fyrir starf sitt og ýmislegt annað sem varðar forystu og stjórnun á þessum vettvangi. Hver skóli þarf að tilnefna tengilið (annan en skólastjóra) sem er Námsmatstofnun og þáttakendum í skólanum innan handar við útfyllingu listanna, ef þörf krefur. Tengiliður í hverjum skóla mun sjá um að koma lykilorðum til kennara og skólastjóra. Síðan geta þátttakendur svarað listanum þegar þeim hentar. Það tekur eins og fyrr segir um þrjá stundarfjórðunga að svara öllum spurningunum. Alþjóðleg stjórn rannsóknarinnar fer fram í Hamborg og stýra rannsókninni aðilar frá IEA (Internatinal Association for the Evaluation of Educational Achievement) og Statistics Canada í Ottawa, í umboði OECD. keg þessu tilfelli fangbrögð kennara við tímann er ráðandi afl í störfum þeirra og kennarar þurfa að losa sig undan þessu þar sem umræðan hverfist um of um tímaskort og er oft hlaðin neikvæðum tilfinningum. Gott væri ef kennarar gætu hreinlega lagt tímann með hælkrók og skoðað tilfinningar sínar gagnvart þeim tíma sem þeir hafa verið skilgreindir innan – afmörkuðum tíma skóla og kennslu. Eiríksína Kr. Ásgrímsdóttir Höfundur er tímalaus grunnskólakennari og bókmenntafræðingur með fjöldann allan af kennslutímum í farteskinu. Heimildir: Foucault, Michel. Discipline and punish – The birth of the prison. Vantage Books. New York: 1977. Moi Toril, ritstj. Kristeva Reader, „Women’s time“. Basil Blackwell. Oxford: 1986. OECD rannsókn • fyrsta sinnar tegundar • sem gefur kennurum færi á að hafa áhrif á stefnumótun TALIS - auðveld og eftirsóknarverð Ragnar verkefnisstjóri að velta fyrir sér hvernig best sé að ná til kennara og fá þá til að taka þátt í TALIS. Sem verður örugglega ekkert tiltökumál því þátttakan er auðveld og gæti skilað kennarastéttinni talsverðum ávinningi. Hvatt til þátttöku! Kennarasamband Íslands, Félag grunn- skólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga o.fl. aðilar eiga fulltrúa í ráðgjafarnefnd og hvetja til þátttöku í rannsókninni. Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara er einn þeirra sem situr í nefndinni. „Þetta er mjög sniðug rannsókn þótt það sé bið eftir niðurstöðum eins og í öllum stórum fjölþjóðlegum rannsóknum. Það sem er nýlunda og gott við hana er að fókusinn er allur á kennarana og skólastjórana og tilgangurinn er að fá fram þeirra sjónarhorn á vinnuaðstæðurnar sem þeir búa við og fleiri þætti. Ég hvet kennara og skólastjóra í grunnskólum til að taka þátt og láta í sér heyra!“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.