Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 14

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 14
14 íSLENSK MENNTUN, MENNTASTEFNA OG -FRAMKVÆMd SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Um framhaldsskólafrumvarpið: Frumvarpið felur í sér mörg nýmæli og áform um aukna þjónustu við nemendur. Gert er ráð fyrir að dregið verði úr miðstýringu í námi og námsframboði og meiri ábyrgð verði færð til skólanna. KÍ leggur áherslu á að efndir fylgi orðum og fjárveitingar til skólanna breytist í samræmi við þessa stefnu. Um leikskólafrumvarpið: KÍ fagnar fumvarpi til laga um leikskóla og segir í umsögn um frumvarpið að tímabært hafi verið orðið að endurskoða lög um leikskóla í ljósi reynslu síðustu ára og þróunar sem orðið hefur í samfélaginu. Um grunnskólafrumvarpið: KÍ hefur sent Alþingi umsögn um frumvarp til laga um grunnskóla og gerir athugasemdir við ýmis atriði þess. KÍ telur þó að í frumvarpinu felist ýmis mikilvæg nýmæli sem stuðlað geti að skilvirkara og árangursríkara skólastarfi. Um kennaramenntunarfrumvarpið: KÍ fagnar frumvarpinu og tekur heilshugar undir þau rök að tímabært sé að efla kennaramenntun og gera meistaragráðu eða sambærileg námslok að skilyrði fyrir veitingu leyfisbréfa leik-, grunn- og framhaldsskólakennara. Kennarar! Lesið umsagnir KÍ um menntafrumvörpin á www.ki.is KÍ fagnar menntafrumvörpum Kennurum krossbrá þegar frétt birtist á mbl. is um miðjan febrúar þar sem fjallað var um umsögn ASÍ um menntafrumvörpin. Þar rær sambandið á sömu mið og SÍS og borgarráð og gagnrýnir lengingu kennaramenntunar auk þess sem gagnrýnd er lögbinding kennaramenntunar hjá tveimur þriðju hlutum starfsmanna í leikskólum. Þetta og fleira sem gagnrýnt er getur fólk kynnt sér á vef sambandsins www.asi.is en umsagnir þess um frumvörpin eru þar að finna. „Er ASÍ líka á móti aukinni menntun líkt og SÍS?“ spyr Sigurður Haukur Gíslason grunnskólakennari, formaður Kennarafélags Mosfellsbæjar, Seltjarnarness og Kópavogs og stjórnarmaður í FG á blogginu nýverið. Þá segir Sigurður Haukur: „Hvernig stendur á því að ASÍ tekur undir sjónarmið (og þar með metnaðarleysi) SÍS? ... Er það „Við verðum að hækka laun kennara“, sagði menntamálaráðherra á fundi sjálfstæðismanna ekki alls fyrir löngu. Fjármálaráðherra var ekki sammála en það var hins vegar bæjarstjóri Seltjarnarness í Morgunblaðinu tveimur vikum síðar. Kennarar eru allir sammála Jónmundi bæjarstjóra og Þorgerði okkar Katrínu sem sagði við sama tækifæri að kennara- menntunarfrumvarpinu væri ætlað að styrkja stöðu kennara og auka virðingu fyrir stéttinni, leikskólinn væri fyrsta skólastigið og því sjálfsagt að leikskólakennarar þyrftu einnig meistaragráðu. Sem kunnugt er hafa borgarráð, Samband íslenskra sveitarfélaga og nú síðast ASÍ gagnrýnt kennaramenntunarfrumvarpið, meðal annars á þeim forsendum að þá verði erfiðara að manna leik- og grunnskóla. Athygli vekur að umsagnir SÍS og borgarráðs skuli vera fullkomlega í blóra við afstöðu ráðherra, kennaramenntunarstofnana í landinu og síðast en ekki síst Kennarasambandsins en þess má geta að varaformaður KÍ rökstuddi lengingu kennaranáms á prenti löngu áður en umsagnir þessara aðila og sporgöngumannanna í ASÍ voru lagðar fram. Elna Katrín Jónsdóttir sat ásamt fleirum í starfshópi menntamálaráðuneytis um framtíðarskipan kennaramenntunar og í desember sl. birtist eftir hana grein um kennaramenntun í tímaritinu Uppeldi og menntun sem gefið er út af Kennaraháskóla Íslands í samvinnu við HÍ og HA. Í greininni fjallar Elna Katrín um breytingar á kennarastarfinu sem valdi því að nauðsynlegt sé að efla kennaramenntun með lengingu námsins. Hún vitnar þessu til stuðnings meðal annars í tvær skýrslur framkvæmdastjórnar Evrópuráðsins, Improving the quality of teacher education frá 2007 og Common European principles for teacher competences and qualifications frá 2005. Þar er fjallað um breyttar og auknar kröfur til kennara og lögð áhersla á að auka þurfi gæði og inntak kennaranáms ásamt því sem bent er á slaka stöðu símenntunar kennara í mörgum Evrópulöndum. Þá segir m.a. í grein Elnu: „Meðallengd kennaramenntunar í OECD löndunum er rúmlega fjögur ár fyrir grunnskólakennara og um fimm ár fyrir framhaldsskólakennara. Svokallað kandídatsár bætist sums staðar við lokaprófið áður en fullum kennsluréttindum er náð og í sumum löndum þurfa kennaraefni að þreyta sérstök kennarapróf. Kennaramenntun á Íslandi er með því stysta sem þekkist í Evrópu, eða þriggja ára háskólapróf, B.Ed gráða fyrir leik- og grunnskólakennara og þriggja ára háskólagráða, BA/BS próf eða sambærileg próf, ásamt eins árs kennslu- og uppeldisfræðimenntun, eða fjögurra ára lágmarksmenntun fyrir framhaldsskólakennara í bóklegum greinum, en iðnmeistararéttindi ásamt kennslu- og uppeldisfræðimenntun á háskólastigi fyrir starfsmenntakennara.“ Starfshópur um framtíðarskipan kennaramenntunar lagði til að menntun leik-, grunn- og framhaldsskólakennara yrði lengd „og hún löguð að Bologna-ferlinu um skipan háskólanáms í Evrópu sem Ísland tekur þátt í. Kennaranám verði skipulagt sem þriggja ára grunnnám og tveggja ára framhaldsnám til meistaraprófs... Niðurstöður starfshópsins um lengingu kennaramenntunar á Íslandi eru studdar svipuðum rökum og sú samevrópska menntaumræða og tillögugerð sem reifuð er stuttlega hér að framan. Dýpkun faglegra og fræðilegra viðfangsefna og meiri breidd í menntun kennara er í samræmi við auknar kröfur til kennarastarfsins, breytt og fleiri viðfangsefni kennara og nýja þekkingu á tengslum menntunar og samfélagsþróunar.“ Víðtæk samstaða fagaðila, kennara- menntunarstofnana og menntayfirvalda landsins er um lengingu kennaramenntunar og umsagnir borgarráðs og SÍS vekja furðu bæði þess vegna og eins vegna þess að þær ganga í berhögg við samevrópska þróun og samræðu á þessu sviði. Greinin Kennaramenntun í allra þágu eftir Elnu Katrínu Jónsdóttur er í nýjasta tölublaði Uppeldis og menntunar og hana er einnig hægt að lesa á www.ki.is keg Kennaramenntun með því stysta sem þekkist í Evrópu ASÍ á móti menntun hlutverk ASÍ að draga úr metnaðarfullum kröfum Menntamálaráðuneytis varðandi framtíðarmenntun þjóðarinnar? Hvaða tilgangi þjónar þetta? Ástæða þess að erfiðlega gengur að manna grunn- og leikskóla eru lág laun. Að halda öðru fram er rangt og gert til þess að draga athyglina frá kjarna málsins. Og er ASÍ í alvörunni á móti því að hlutfall leikskólakennara í leikskólum verði í framtíðinni að lágmarki 67%? Er ASÍ sömu skoðunar varðandi heilbrigðiskerfið? Það er kannski nóg að 67% af þeim sem starfa við lækningar hafi tilskylda menntun?“ Hvernig ætli ASÍ bregðist við ef kennarar reyna að standa í vegi fyrir aukinni menntun og símenntun starfsmanna hjúkrunarheimila, vélstjóra og rafvirkja? keg

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.