Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 6
6
En staða hans er lítið ofar húsdýrunum.
Þannig lýsir franski sautjándualdarhöfund-
urinn La Bruyère bændalýð á dögum sól-
konungsins Lúðvíks 14:
„Fyrir augu ber villidýr, menn og
konur, dreifð um akrana, sótug, guggin og
sólbrennd, bundin við jörðina sem þau róta
í og stinga upp af ósigrandi seiglu; þau gefa
frá sér hljóð sem líkjast tungumáli, og þegar
þau rísa á fætur koma í ljós mennsk andlit,
reyndar eru þau mennsk; þegar náttar
hverfa þau inn í hreysin þar sem þau nærast
á svörtu brauði, vatni og rótarávöxtum;
þau fría okkur hin frá lífsbaráttunni, og
verðskulda þar af leiðandi brauðið sem þau
hafa sáð til og uppskorið.”
Það var kannski ekki að undra að ham-
farirnar yrðu stórkostlegar þegar þessi
sami lýður reis upp í byltingum 17. og 18.
aldar. Við getum ímyndað okkur ef húsdýrin
gerðu uppreisn, harmanna sem þau ættu
að hefna á húsbændum sínum. Höfuð
Englands og Frakklands, hinar guðdómlegu
hátignir, Karl 1. og Lúðvík 16. voru leiddir
á höggstokkinn. Kirkjur voru kerfisbundið
brenndar og vandalíseraðar, innvolsinu
sópað út á stétt og borinn að eldur, bókasöfn
eyðilögð, hallir brotnar – eyðileggingin sem
losnaði úr læðingi var á áður óþekktum
tortímingarskala.
Það er í þessum hamförum sem borgara-
stéttin evrópska kemst til pólitískra valda.
En aðdragandi senuskiptanna voru að
sjálfsögðu siðaskiptin sem bar upp á um
líkt leyti og Evrópumenn uppgötva Ameríku
og sú auðlegð sem þaðan tók að streyma
kynti undir efnahagsvöxt sem stökkhleypti
borgarastéttinni fram á sviðið.
Einna mælskast um þá viðhorfsbreytingu
sem verður með valdatöku borgarastéttar-
innar er að sjálfsögðu breytt afstaða til
verslunar sem frá því að vera óhrein, útlæg,
ósæmileg, verður eftirsóknarverð, jafnvel
siðbætandi.
Frakkinn Montesquieu orðar það svo á
átjándu öld:
„Það er nánast algilt lögmál að hvarvetna
þar sem getur að líta ljúfa siði er verslun,
og allsstaðar þar sem er verslun eru ljúfir
siðir.”
Og vinnan breytist smám saman í
einskonar fagnaðarerindi: franski átjándu-
aldar hugsuðurinn Saint-Simon, stundum
nefndur „faðir félagsfræðinnar segir berum
orðum:
„Ég legg til að eftirfarandi leiðbeiningar
komi í stað Guðspjallanna: maðurinn á að
vinna. Hinn hamingjusamasti maður er sá
sem vinnur. Sú fjölskylda er hamingjusömust
þar sem allir meðlimirnir nýta gagnlega
tíma sinn. Hin hamingjusamasta þjóð er sú
þar sem fæstir ganga verklausir. Mannkynið
nyti allrar þeirra hamingju sem það á kost á
ef engir væru iðjulausir.”
Pétur rekur hvernig samfélögin umpólast,
vinnan verður sáluhjálp og aðgerðaleysi
er talið afsiða menn. En í hverra þágu var
þessi hugmyndafræði?
Við sjáum af þessu hve gagnger umpólunin
er frá samfélögum forn- og miðalda. Frá því
að vera það lægsta sem menn gátu hugsað
sér, skepnuskapur nánast, er vinnan orðin
að sáluhjálp. Og það voru einmitt rökin sem
evrópsk auðstétt tefldi lengi vel fram þegar
talað var um að setja skorður við vinnu
verkafólks með afmörkuðum vinnudegi, að
aðgerðaleysið myndi afsiða fólkið og beina
því út á brautir glæpa og vændis. Svo seint
sem árið 1832 var fellt í breska þinginu að
setja skorður við vinnu barna sem miðuðu
við níu ára aldur. Og hér var ekki um
blaðaútburð að ræða eða vinnu á kössum í
stórmörkuðum heldur strit í kolanámum og
verksmiðjuhelvítum.
En það er fleira sem breytist með tilkomu
borgarastéttarinnar en viðhorf til verslunar
og vinnu, nefnilega viðhorf til menntunar.
Átjánda öldin sem er hennar uppgangsöld
hefur löngum verið kennd við upplýsingu.
Uppeldismál færast í brennipunkt og fjöldi
rita þeim helguð líta dagsins ljós. Þeirra
frægast er „Emil eða um uppeldið” eftir
Jean-Jacques Rousseau, sex hundruð
blaðsíðna doðrantur sem út kom árið 1762.
Upphafsorðin urðu fleyg: „Allt er gott frá
hendi skaparans, allt fer úrskeiðis í höndum
mannanna.”
Svo skemmtilega vill til að frá líkum tíma
er eitt fyrsta rit um uppeldismál sem við
Íslendingar eignuðumst, en það er Hagþenkir
eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík. Ritin draga
að sjálfsögðu dám af aðstæðum sínum,
Ísland er fátækasta land Evrópu þegar hér
er komið sögu, Frakkland ríkast. Og örlög
ritanna urðu býsna ólík, bókin um Emil var
brennd opinberlega á tröppum Sorbonne-
háskóla og höfundurinn þurfti að fara í felur,
á meðan Hagþenkir Jóns lá í þagnargildi
í 250 ár rúm, eða þar til hann kom út í
Reykjavík árið 1996.
Báðir eiga þeir Jón og Rousseau
sameiginlegt að gera barnið að útgangs-
punkti, en greinir fljótlega á þegar kemur
að sjálfu náminu. „Stærsta gagn og
gaman er að kunna að lesa...” skrifar Jón
Grunnvíkingur og upphefur sannkallaðan óð
til lestrarkunnáttunnar sem eykur mönnum
þekkingu og unað, því meiri sem þeir eiga
fleiri bækur og kunna fleiri tungumál.
„Ég hata bækur,” segir Jean-Jacques,
„þær kenna ekki annað en tala um það sem
við þekkjum ekki (...) Lestur er plága fyrir
barnið. Tólf ára gamall veit Emil varla hvað
bók er. Á hann þá ekki að læra að lesa? Jú,
þegar það getur komið honum að gagni;
þangað til gerir bóklestur varla meira en
vekja honum leiða.”
Ein skrudda sleppur þó í gegnum nálar-
augað, Róbinson Krúsó eftir Daniel Defoe
(kom út árið 1719).
Rousseau er helsti hugsuður hins svo-
kallaða neikvæða uppeldis sem á nýliðinni
öld fékk byr undir vængi (margir munu
t.a.m. kannast við bókina Summerhill eftir
A.N. Neill sem var biblía blómabarna og
mjög í þeim anda).
Rousseau: „Ég kenni nemanda mínum
listina að vera fáfróður. Þið keppist við að
færa honum viskuna snemma; ég einbeiti
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Báðir eiga þeir Jón og
Rousseau sameiginlegt að
gera barnið að útgangspunkti,
en greinir fljótlega á þegar
kemur að sjálfu náminu.
„Stærsta gagn og gaman er
að kunna að lesa...” skrifar
Jón Grunnvíkingur ... „Ég hata
bækur,” segir Jean-Jacques.
GESTASKRIF: PéTUR GUNNARSSON