Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 12
12
FRéTTIR OG TILKYNNINGAR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Í tilefni af því að á þessu skólaári eru
liðin hundrað ár frá því að lög um fræðslu
barna og um kennaraskóla tóku gildi,
gefur Kennaraháskóli Íslands út veglegt
rit um sögu alþýðufræðslu á Íslandi. Ritið
er í tveimur bindum og með ríkulegu
myndefni. Ritstjóri er Loftur Guttormsson
og aðalhöfundar auk hans eru Helgi Skúli
Kjartansson og Jón Torfi Jónasson.
Félögum í Kennarasambandi Íslands gefst nú
kostur á að eignast þetta glæsilega tveggja
binda verk á sérstöku tilboðsverð, kr. 11.900,
en fullt verð er 15.900 kr.
Jafnframt munu þeir sem taka tilboðinu
og þess óska fá nafn sitt skráð á tabula
gratulatoria í tilefni af hundrað ára afmæli
fyrstu barnafræðslulaganna. Í þessu skyni
geta félagsmenn fyllt út og sent eyðublað sem
er á vefslóðinni http://srr.khi.is eða hringt í síma
563 3827.
Úr kaflanum Fræðsluhefðin: kirkjuleg heimafræðsla
Skriftarlærdómur í Borgarfirði um 1870
En piltum var talið nauðsynlegt að læra skrift.
Flesta vantaði þó margt til slíkra hluta […] Við
skriftarlærdóminn var allt nýtt og notað. Skrifað
var á fjalir með krít, á svell og snjóskafla með
broddstöfum og með fingri á myglaða fjósrafta
og hélaðar rúður ef ekki var annað betra fyrir
hendi. Varð það líka að ávana fyrir sumum að vera
Verkefna- og námsstyrkjasjóður Félags
grunnskólakennara og Skólastjórafélags
Íslands auglýsir styrki til félagsmanna
sinna sem vinna að rannsóknum, þróunar-
verkefnum og nýbreytni í kennsluháttum í
grunnskólum skólaárið 2008-2009.
Umsóknir sendist til Verkefna- og náms-
styrkjasjóðs FG og SÍ, Laufásvegi 81, 101
Reykjavík, í síðasta lagi 1. mars 2008.
Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu
Kennarasambandsins ki.is og hjá fulltrúa
sjóðsins sem veitir nánari upplýsingar.
Verkefna- og námsstyrkjasjóður FG og SÍ
Þetta kemur fram í niðurstöðum hnatt-
rænnar könnunar sem Gallup vann fyrir
Alþjóða efnahagsráðið en niðurstöður
könnunarinnar voru lagðar fram í morgun á
Davos fundinum í Sviss.
Rúmlega sextíu þúsund manns í sextíu
löndum voru spurðir hvaða stefnu þeir teldu
að heimsmálin myndu taka á komandi árum
með tilliti til efnahags, öryggis og fleiri mála.
Meðal annars var spurt eftirfarandi tveggja
spurninga:
• Hverjum eftirfarandi mannhópa treystirðu
best? (Which of the following type of
people do you trust?)
• Hverjum eftirfarandi mannhópa myndirðu
vilja færa meiri völd í þínu landi? (Which
of the following types of people would
you like to give more power to in your
country?)
síklórandi og krotandi á allt sem í náðist. Allir vissu
að fögur rithönd jók álit ungra manna í augum
kvenna og varð það m.a. nokkur hvatning til þess
að æfa þessa list. Og betra var hjá sjálfum sér að
taka en sinn bróður að biðja ef menn vildu hefja
bónorð bréflega.
(Kristleifur Þorsteinsson: Borgfirzk æska fyrir sjötíu árum,
s. 36–37.)
Úr kaflanum Sjálfsprottnir skólar
Hví meiri þörf á barnaskólum í þéttbýli en til
sveita?
Hvers vegna það sé nú enn meiri nauðsyn á
barnaskólum í þéttbýlum og fjölmennum sjóþorpum
heldur en til sveita verður nokkurn veginn auðsætt
þegar menn fyrst og fremst aðgæta að á þessa
staði safnast úr ýmsum áttum fjöldi manna og
tekur sér þar bólfestu ... svo að með þessum hætti
dregst þangað fjöldi af ráðlitlum fátæklingum
sem hlaða niður mikilli ómegð og komast í þvílík
bágindi og volæði að það eru miklar líkur til að
þeir hugsi flestir mest og sumir eingöngu um það
hvernig þeir fái sefað hungur sitt og barna sinna,
það er því ekki svo ólíklegt að þessir menn muni
slá nokkuð slöku við uppfræðingu barna sinna ...
(Páll Ingimundarson, Guðmundur Thorgrímsen, Þ.
Kolbeinsson: Fáein orð um barnaskóla., s. 88.)
Úr kaflanum Félagskerfi skólans
Hnausþykkur hafragrautur að morgni – Heimavist
Laugarnesskóla
Þar byrjaði dagurinn á hnausþykkum hafragraut
Tilboðsverð fyrir félaga í Kennarasambandi Íslands
Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007
sem leit út og bragðaðist eins og veggfóðurslím og
endaði á því að grautnum hafði verið hrært saman
við gallsúrt skyr og þetta átti maður að hesthúsa
fyrir svefninn svo að meltingarfærin hefðu eitthvað
að iðja á nóttunni.
(Þráinn Bertelsson, Einhvers konar ég, s. 125.)
Úr kaflanum Í skólanum er skemmtilegt
Skólalífið öðruvísi en hversdaglífið
Skólastjórinn í Bolungarvík, Baldvin Bergsson,
ávarpaði nemendur sína með þessum orðum árið
1902:
Kæru börn! Gætið að því að skólalífið á að vera
öðruvísi en hversdagslífið. Skólalífið á að vera
fullkomnara. Skólabörn eiga að vera siðferðisbetri
en önnur börn, þau eiga að þekkjast af því að þau
kunni að hegða sér vel og hafi lært að breyta eftir
skólalífinu. Lært það að vera góð og skemmtileg
börn.
(Anna Rós Bergsdóttir: Upphaf skólahalds í Bolungarvík)
Niðurstöðurnar eru óyggjandi, kennarar eru
í fyrsta sæti í báðum tilvikum. Alls nefna (á
heimsvísu) 34 prósent kennara sem þann
hóp sem þeir treysta best en í öðru sæti eru
trúarleiðtogar með 27% svarenda á bak við
sig. Í þriðja sæti eru leiðtogar í her/lögreglu
með 18% og í því fjórða eru blaðamenn með
16%. Stjórnmálamenn fá einungis tilstyrk
8% svarenda. Um hvaða mannhópum beri
að færa aukið vald í samfélaginu svara 28%
þátttakenda því svo að það séu kennarar.
Fjórðungur (25%) nefna fræðimenn
og rithöfunda (intellectuals), þá koma
trúarleiðtogar með 21% og í fjórða sæti
leiðtogar í her/lögreglu með 17%.
Á Íslandi eru svörin enn frekar kennurum
í vil. Heil 46% segjast treysta kennurum
umfram aðra hópa. Þá eru kennarar einnig í
fyrsta sæti í spruningunni um völd en 30%
íslenskra svarenda telja að kennarar eigi
að komast til aukinna áhrifa í samfélaginu.
Næstir á eftir koma fræðimenn og rithöfundar
(intellectuals) með 25%.
Kennarar eiga að fá meiri völd í samfélaginu
og þeim er treyst umfram aðrar stéttir
Styrkir
til rannsókna og
þróunarverkefna í grunnskólum
skólaárið 2008-2009