Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 7
7
mér að leiðinni til að öðlast hana af eigin
rammleik (…) Mesta háskatímabilið í ævi
mannsins er frá fæðingu til 12 ára. Þessi
tími er gróðrarstía ódyggða og lasta án þess
að tækin séu til staðar til að útrýma þeim.
Og þegar þau loksins eru tiltæk hafa þau
skotið svo djúpum rótum að ekki verður við
þeim séð.
Þetta fyrsta skeið á því að einkennast af
neikvæðu uppeldi og felst ekki í því að kenna
dygðir eða sannindi heldur að tryggja hjartað
fyrir löstum og villu. Ef tækist að vernda
barnið ósnert fram að skynsemisaldrinum
væri björninn unninn."
Maður spyr sig til hvaða ráða Rousseau
hefði gripið ef Netið hefði verið komið
til sögunnar. Og Britney-Spears-væðing
fjölmiðlanna. En þá er víst kominn tími til að
færa okkur nær í tímanum, alla leið til okkar
sem nú drögum andann.
Næst gluggar Pétur í samtímann og spyr
meðal annars hvort skólastofan sé orðin
boðflenna í lífi barnsins
Marga undrar hve gamalreyndar menn-
ingarþjóðir vestrænar skora lágt í Písa-
könnuninni margumtöluðu. Lönd á borð
við Danmörku, Spán, Slóvakíu, Ísland,
Noreg, Frakkland, Bandaríkin, Ítalíu raða
sér í tossabekki heimsins. Og Tékkland,
Þýskaland, Svíþjóð, Bretland lafa rétt ofan
við meðallag.
Hvernig skyldi standa á þessu? Má láta
sér detta í hug að ástæðan liggi að einhverju
leyti í lífsmáta þessara sömu samfélaga?
Til að mynda: er ekki æ stærri skerfur
af veröld unglinga kominn út fyrir veggi
skólastofunnar? Hjá okkur sem gengum
í skóla, fyrir einni kynslóð eða svo, var
veruleikinn að vísu ekki allur í skólatöskunni,
en samt tiltölulega fljótlegt að smala þau
afréttarlönd sem hugur unglinga leitaði
inn á. Sá sem vildi kynna sér bakgrunninn
kæmist væntanlega langt með að lesa
bíóauglýsingar, skoða dagskrá útvarps og
sjónvarps, fletta í gegnum dagblöð og nasa
af nokkrum bókum.
Aftur á móti núna! Hendir nokkur reiður á
þeim víðáttum sem taka við einu barni þegar
skólastofunni sleppir? Og það sem meira
er, er ekki skólastofan orðin hálfgildings
boðflenna í öllu því sendingafári sem
barninu býðst með nettengdri fartölvu og ég
man ekki hvaða kynslóð farsíma? Ég ímynda
mér að það sé ekki tekið út með sældinni að
vera kennari í dag, frá því að tróna á toppi
athyglinnar til þess að þurfa að „verðskulda”
hana - að öðrum kosti fjarstýrt burt. Dögum
oftar hlýtur hann að spyrja sig út í hlutverk
sitt. Og nemandinn um tilgang námsins. Og
hverju svarar samfélagið? Ekki á tyllidögum
eða í tækifærisræðum heldur því sem blasir
við í veruleikanum. Að það borgi sig að leita
sér menntunar? Að það sé hún sem skili
mestum arði?
Auðvitað hljóta skólaganga og samfélag
ævinlega að vera í innbyrðis sambandi svipað
og tröppur og dyr, skólinn er að einhverju leyti
tröppur upp í samfélagið. En þá gerist það
að samfélögin sem nú eru við lýði breytast
svo ört að það er ógerningur að segja til um
þarfirnar eftir áratug, hvað þá meir. Stundum
heyrist hávær krafa um að skólinn taki mið
af þörfum atvinnulífsins. Ef þessi hugsun
hefði fengið að ráða fyrir aldarfjórðungi
sætum við kannski núna uppi með heila
kynslóð af sérfræðingum í loðdýrarækt og
laxeldi. Það væri alveg eins hægt að segja að
skólinn ætti að taka mið af atvinnuleysi, 10
til 15% atvinnuleysi er orðið fast í mörgum
Evrópuríkjum og næmi auðveldlega 30-40%
ef ekki kæmi til margháttuð atvinnubótavinna
og málamyndastörf skipulögð til að
mennirnir verði ekki tilgangsleysinu að
bráð.
Hér virðumst við standa nákvæmlega
andfætis Forn-Grikkjum og Rómverjum:
þeir frábáðu sér vinnuna til að geta einbeitt
sér að hugverunni, sálinni. Við reynum með
öllum ráðum að halda í vinnuna til að þurfa
ekki að sitja uppi með okkur sjálf.
Þýsk-ameríski heimspekingurinn Hanna
Arendt braut heilann um þennan vanda í
verki sínu The Human Condition (Hlutskipti
mannsins) sem út kom fyrir réttri hálfri
öld. Þar kemst hún að þeirri niðurstöðu
að Vesturlönd séu fyrir löngu orðin að
vinnusamfélagi, sem gangi út á að vinna án
þess að skeyta um til hvers er unnið. Jafnvel
svo að lausn undan þessu fyrirkomulagi þyki
ógnvænleg.
„Á öllum tímum hefur menn dreymt um
að losna við vinnuna og á öllum tímum
hafa verið til hópar manna sem þurftu ekki
að vinna. Og nú þegar sá möguleiki er fyrir
hendi að heilt samfélag geti losnað undan
fargi vinnunar, er um að ræða samfélag sem
hefur hafið vinnunna til skýjanna, sem hefur
umvafið hana dýrðarljóma. Það er því að
vega að eigin rótum með því að losa sig við
vinnuna. Það þekkir ekkert æðra.”
Hér hefðu Íslendingar örugglega kinkað
kolli. Engir hafa til fyllri hlítar tileinkað sér
málsháttinn forna: að sigla er nauðsyn, að
lifa er engin nauðsyn. Samheitaorðabókin
segir raunar meira en orð um afstöðu okkar
til lífsins. Á íslensku eru til um fjörutíu orð
yfir að deyja á meðan “að lifa” á sér bara þrjú
samheiti: hjara, skrimta og tóra sem öll tákna
næsta stig fyrir neðan - undirmálslíf! Síðan
geta menn dáið í miklu úrvali.
Hanna Arendt lést árið 1975, en næsta
ár, 1976, er talið marka fyrsta vitundar-
vakningarvottinn um umhverfisvána sem
síðan hefur smám saman fyllt upp í sjón-
deildarhringinn. Og gerir að verkum að
spurningin er ekki hvort við getum breytt um
vinnulag og lífsstíl heldur hvernig.
Fyrirlestur Péturs er í heild sinni á www.ki.is
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Hjá okkur sem gengum í skóla, fyrir einni kynslóð eða
svo, var veruleikinn að vísu ekki allur í skólatöskunni, en
samt tiltölulega fljótlegt að smala þau afréttarlönd sem
hugur unglinga leitaði inn á.
GESTASKRIF: PéTUR GUNNARSSON