Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 18
18
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Kynning og námskeið
SARE samtökin stóðu fyrir almennri kynn-
ingu í Kennaraháskóla Íslands um „Starf í
anda Reggio Emilia“, þann 15. nóvember
sl. Fyrirlesarar voru þær Guðrún Alda
Harðardóttir dósent við Háskólann á
Akureyri og leikskólaráðgjafi hjá Reykja-
víkurborg og Kristín Karlsdóttir lektor við
Kennaraháskóla Íslands. Í fyrirlestrinum
var fjallað um viðhorf til náms og hvernig
þau endurspeglast í starfi leikskóla Reggio
Emilia. Fyrirlesturinn var einkum ætlaður
þeim sem eru að byrja að feta sig áfram í
starfi í anda Reggio Emilia eða sem upprifjun
fyrir þá sem lengra eru komnir.
Stutt námskeið var svo haldið á vegum
SARE þann 29. nóvember 2007. Kári Halldór
leiklistarstjóri, leikstjóri, leiklistarkennari og
tjátækniþjálfari hélt fyrirlestur undir titlinum
„Tjáning - mikilvægasta verkfæri kennarans“.
Kári kynnti grunn að markvissri og áhrifaríkri
sjálfsþjálfunaraðferð, „tjátækni“ sem byggist
á sk. tjáeðlisfræði mannsins. Að sögn Kára
miðar tjátækni að því að skapa meðvitund
um undirstöðuatriði mannlegrar tjáningar og
á hvaða hátt megi virkja þau. Megináhersla
er lögð á að einbeita sér að því sem er
aðgengilegt og gefa þátttakendum verkfæri
sem þeir geta hagnýtt sér í lífi og starfi.
Skólaþróunardagur SARE í Stekkjarási
Fyrsti skólaþróunardagur SARE samtakanna
var haldinn 26. janúar 2008 í leikskólanum
Stekkjarási í Hafnarfirði. Þátttakendur voru
um 150 og komu víðsvegar af landinu, m.a.
frá leikskólanum Sólborg á Ísafirði.
Þennan morgun var hríðarél og kuldi
í lofti. Ekki var annað hægt en dást að
þátttakendum, það var þrekvirki að koma
í þessu kalsaveðri en eitthvað var það sem
laðaði þá að leikskólanum Stekkjarási árla
laugardags. Það kom í ljós; þátttakendur
komu til að hitta aðra kennara sem deila
þeirri uppeldislegu sýn á barnið að það eigi
að lifa og starfa á sínum eigin forsendum
en ekki hins fullorðna. Kennarar sem hafa
óskoraða trú á getu og mátt barnsins.
Auðvitað var markmiðið líka að bæta
við þekkingu sína um hugmyndafræði
Reggio Emilia. Þungi skipulagningar og
framkvæmdar var í höndum stjórnenda
og kennara í leikskólunum Fögrubrekku
og Marbakka enda liggur mikil reynsla og
þekking á starfi með börnum í anda Reggio
í þeim hópi. Stjórnendur og kennarar
leikskólans Stekkjaráss í Hafnarfirði unnu
ötult starf með framangreindum og Kristín
Dýrfjörð formaður SARE var nefndinni innan
handar við skipulagningu.
Eftir að tekið hafði verið á móti fólkinu á
sal skiptu þátttakendur sér niður á málstofur
sem voru hver annarri áhugaverðari eins og
nú verður reifað:
Stöðvavinna í Reggio Emilia:
Sigrún Ósk Gunnarsdóttir og Irpa Sjöfn
Gestsdóttir kennarar á Marbakka sögðu
frá innleiðingu stöðvavinnu sem nýrri
nálgun í námi barna. Hugmyndina fengu
kennararnir vorið 2006 þegar farið var í
námsferð til Svíþjóðar að skoða leikskóla
sem unnu með slíka hugmyndafræði. Það
sem heillaði mest var hvernig hún nálgast
áhugasvið einstaklingsins út frá vali og ýtir
undir lýðræði og lífsleikni í leikskólanámi.
Í stöðvavinnu velja börnin sjálf hvað þau
vilja gera og með hverjum þau vilja starfa.
Kennarar hlusta eftir því hvar áhugi barnanna
liggur hverju sinni, grípa tækifærið og gefa
þeim færi á að velja sér verkefni sem hvetur
þau til hugsunar og að leita lausna. Börnin
þurfa að vinna saman í mismunandi hópum
að sameiginlegum markmiðum. Þau þurfa
að læra að taka tillit hvert til annars sem
er grundvöllur að góðum samskiptum, eflir
samstarf og vináttu.
Mikilvægi umhverfisins:
Valborg Jónsdóttir og Þorbjörg Jóhannsdóttir
kennarar á Marbakka fjölluðu um hvernig
umhverfið er uppbyggt og áhrif þess á virkni
og nám barna. Í leikskólum sem vinna í anda
Reggio Emilia er litið á umhverfið sem þriðja
kennarann. Það verður að vera sveigjanlegt
og meðfærilegt til þess að þjóna tilgangi
sínum. Leggja þarf áherslu á að rými sé gott
og hvetjandi fyrir sköpunargáfu og samskipti
barna. Með uppgötvunum notar barnið
rannsóknaraðferðir og í Reggio Emilia er
litið á menntun sem rannsóknarferli.
Samkvæmt Reggio eru þarfir barnanna í
fyrirrúmi, unnið er út frá þeim sjálfum, horft
á vinnu þeirra, hlustað á þau og skoðanir
þeirra virtar. Herbergi eiga að vera falleg og
stílhrein, litirnir hreinir. Malaguzzi sagði að
rýmið ætti að endurspegla menningu, viðhorf
og gildismat þeirra sem lifa og hrærast í
viðkomandi samfélagi. Í umhverfinu eiga
sér stað samskipti þar sem raddir barna,
foreldra og kennara heyrast. Þessar raddir
eru dýrmætar og birtast á margs konar hátt,
til dæmis í formi orða, talna og listsköpunar.
Carlina Rinaldi segir að rýmið hafi sitt eigið
dulmál. „Rýmið endurspeglar okkur, en við
endurspeglum einnig rýmið. Hvaða skilaboð
sendir herbergið með tilliti til innréttinga?
Getur barnið bjargað sér sjálft? Getur það
skipt sjálft um stellingu til að láta sér líða
betur? Eða er það nauðbeygt til að sitja lengi
Það sem heillaði mest var
hvernig hún nálgast áhugasvið
einstaklingsins út frá vali og
ýtir undir lýðræði og lífsleikni
í leikskólanámi. Í stöðvavinnu
velja börnin sjálf hvað þau vilja
gera og með hverjum þau vilja
starfa.
Herbergi eiga að vera falleg
og stílhrein, litirnir hreinir.
Malaguzzi sagði að rýmið ætti að
endurspegla menningu, viðhorf
og gildismat þeirra sem lifa og
hrærast í viðkomandi samfélagi.
REGGIO EMILIA