Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 29

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 29
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér og ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer... Svo hljóða uppphafsorð í texta Megasar „Tvær stjörnur“ af plötunni Bláir draumar. Þau má heimfæra á einkenni ríkjandi umræðu kennara um tíma og skilgeiningar þeirra tímahugtakinu. Valda og áhrifaleysi gagnvart tímanum er allsráðandi í texta Megasar og slíkt valdaleysi er einmitt eitt einkenni orðræðu kennara um tímann. Orðræðu kennara og samfélagsins á sértækum og afmörkuðum tíma kennslu og kennslustarfa má sjá í úttektum og mati á skólastarfi, blaðagreinum, í samræðum við kennara og síðast en ekki síst á bloggsíðum. Þar sem tími skipar svo stóran sess í allri skólaumræðu má gera ráð fyrir að hann hljóti að vera ákvarðandi, skilgreinandi og ráðandi afl í skólastarfi. Athyglisvert er að skoða þessa umræðu í ljósi kenninga Michel Foucault og Juliu Kristevu um tíma og skilgreiningar þeirra á tímahugtakinu. Bæði líta á viðurkenndan tíma samfélagsins sem kúgunartæki sem erfitt er að rísa gegn. Í allri skólamálumræðu má sjá að tími er valdatæki sem markar kennurum stað. Eilíf tímagæsla Fá störf eru eins fastbundin tímahug-takinu, tímaskilgreiningum og afmörkuðum vörðum og kennsla. Í skólastarfi eru nánast allar athafnir ýmist tímasettar eða tímamældar og skráðar. Kennarar eru því í hlutverki tímavarða nánast alla starfsævina. Í skólastarfi er leitast við að hólfa tímann niður með allt að því vísindalegri nákvæmni. Við þessar niðurhólfanir er stuðst við lagasetningar, tilskipanir og kjarasamninga um leið og reynt er að taka tillit til sérþarfa allra einstaklinga. Afurðirnar eru skóladagatal, stundaskrár, próftöflur og námsáætlanir. Ekki er hægt að skoða stöðugt sýsl kennara með tímann og viðhorf þeirra öðruvísi en að horfa til hugmynda Michel Foucault um gæslu og aga eins og hann skilgreinir fyrirbærin í bók sinni Discipline and punish – The birth of the prison. Hann segir valdhafa nota skráningu og kortlagningu á athöfnum sem agastjórnun. Nauðsynlegt er að skrá, skoða og kortleggja athafnir til að hámarka framleiðni. Töflur og gröf telur hann með áhrifamestu valdatækjunum, og falla stundatöflur og hvers kyns bókhald í skólastarfi þar undir því þeim er bæði ætlað að hámarka árangur og fylgjast með – þær má því kalla valdatöflur. Foucault telur stundaskrána, bjölluna, flautuna, stimpilkortið og fyrirskipanir vera táknrænar birtingarmyndir á afmörkun tímans gerðar til þess að hámarka árangur. Afmarkaðan tíma sem notaður er sem stjórntæki skilgreinir hann sem tíma uppgjafar og þreytu. En uppgjöf og þreyta gagnvart tímanum er einmitt eitt einkenni orðræðu kennara. Við samningu þessara valdataflna verður að taka tillit til margra þátta og raða niður fjölbreytilegum vörðum sem eiga sér upphaf og endi. Í tímavörslunni þurfa kennarar að hafa eftirlit með eigin tíma og nemenda. Þeir þurfa að gæta að því að farið sé eftir ákveðnum afmörkunum og fylgjast með því að þeir sjálfir vinni nákvæmlega eftir vinnutímaskilgreiningum. Þetta kallar á bókhald og útreikninga. Og síðast en ekki síst: Þeir þurfa að gæta þess að sá tími sem nemendur eru í skólanum nýtist þeim á réttan hátt. Aðrir hliðverðir skólatímans eru borgarar samfélagsins sem einnig hafa skoðun á vinnutímanum og þá aðallega þeim tíma sem ekki er nýttur í beina kennslu. Einn augljósasti kostur orðræðu um skólakennslutíma er sá að hún hefur auðgað íslenskt tungumál með viðbótum, Eilífðarglíma við tíma Í allri skólamálumræðu má sjá að tími er valdatæki sem markar kennurum stað… Í skólastarfi eru nánast allar athafnir ýmist tímasettar eða tímamældar og skráðar. Kennarar eru því í hlutverki tímavarða nánast alla starfsævina. bæði merkingarlegum sem og nýjum orðum. Nægir þar að nefna skipulagsdaga, foreldradaga og vetrarfrí. Þessi nýyrði hafa tilhneigingu til neikvæðrar merkingar og sem undirstrikar almennan mótþróa við tíma skólastarfs. Í leit að glötuðum tíma Búlgarski sálgreinandinn og málvísinda- fræðingurinn Julia Kristeva skilgreinir tvenns konar tíma. Í fyrsta lagi ríkjandi tíma samfélagsins sem hún segir vera tíma sagnfræði og stjórnmála. Sá tími er eðli málsins samkvæmt línuréttur tími, varðaður tilteknum atburðum og áföngum, og hefur bæði upphaf og endalok. Andstæða ríkjandi tíma samfélagsins samkvæmt Kristevu er tími náttúrunnar, hringrásarinnar, endur- tekningarinnar og eilífðarinnar. Sá tími er tími sköpunar og frelsis, óhaminn og óreiðukenndur líkt og skólastofan þegar tímavörðurinn kennarinn bregður sér frá. Hún segir viðurkenndan tíma samfélagsins ekki henta konum og þeim gangi oft illa að fóta sig í línuréttum tíma og grípi því til ýmissa varnaraðgerða og mótmæla. Miðað við erfiðleika kennarastéttarinnar við að ná sátt við tímann og starfa eftir þröngum tímaskilgreiningum má að breyttu breytanda segja að línuréttur og SMIÐSHöGGIÐ 29 Ljósmynd frá höfundi

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.