Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 16
16 dAGUR LEIKSKÓLANS 6. FEBRÚAR SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Dagur leikskólans var í fyrsta sinn haldinn hátíðlegur þann 6. Febrúar sl. og það er meira en nægt tilefni til að vekja duglega athygli á leikskólastiginu í Skólavörðunni að þessu sinni. Það voru Félag leikskólakennara, menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli sem tóku höndum saman um að stuðla að því að beina sérstakri athygli að leikskólanum og því góða og fjölbreytta mennta- og uppeldisstarfi sem þar fer fram. Sagt er frá einni af gjöfulum mennta- stefnum leikskólans, Reggio Emilia, og samstarfsdegi kennara sem vinna í þeim anda á næstu síðum eftir að hafa staldrað stuttlega við dag leikskólans og inntak leikskólamenntunar. Markmiðið með degi leikskólans er einkum að gera þegna samfélagsins betur meðvitaða um þýðingu leikskóla fyrir börn, skapa jákvæða ímynd um leikskólakennslu og auka áhuga fólks á því að starfa í leikskólum. Í tilefni dagsins var gefið út kynningarrit sem afhent var öllum leikskólabörnum á Íslandi og fjölskyldum þeirra. Að þessu sinni vildi svo skemmtilega til að daginn bar upp á Öskudag. Aðstandendum fannst takast vel til með þennan fyrsta dag leikskólans, greinar birtust í dagblöðum og fréttir um daginn voru á heimasíðum nær allra sveitarfélaga. Þá brugðu ýmsir leikskólar á leik í tilefni dagsins og meðal annarra viðburða má nefna að efnt var til sýninga á verkum leikskólabarna. Í Kópavogi var gefið út veglegt veggspjald í tilefni dagsins. Spennandi verður að fylgjast með hvernig til tekst 6. febrúar á næsta ári og víst er að dagur leikskólans er kominn til að vera. Við bjóðum góðan dag – alla daga Í tilefni af degi leikskólans 6. Febrúar sl. skrifuðu Björg Bjarnadóttir formaður Félags leikskólakennara og Þröstur Brynjarsson varaformaður grein sem birtist í Morgunblaðinu. Þar sögðu þau meðal annars: „Það er eftir því tekið hversu leikskóla- starfsemi hefur aðlagað sig breyttum þjóðfélagsháttum. Þjónustan er góð og fagmennska eykst í takt við auknar kröfur... Það hefur komið fram í fjölmörgum könnunum að starfsánægja mælist hvergi meiri en í leikskólum... Í leikskólum er mikið faglegt svigrúm og því er hugmyndafræðin mismunandi og áherslur frá leikskóla til leikskóla geta verið mjög ólíkar. Í leikskólanum fer fram einstaklingsmiðað nám og gengið er út frá því að börn búi yfir getu og vilja til að læra svo fremi að umhverfið sé áhugavert og hvetjandi og viðmót hinna fullorðnu einkennist af virðingu og alúð... Ef börn hafa ögrandi efnivið eða eitthvað skemmtileg að fást við eru þau ánægð. Glöð einlæg börn sem hrífast af viðfangsefninu eru miklir gleðigjafar og eiga án efa mikinn þátt í því að starfsánægja mælist há... Til að auka jákvæða umræðu og varpa ljósi á mikilvægi leikskólans í samfélaginu hefur verið ákveðið að tileinka honum einn dag á ári, 6. febrúar. Að þessu verkefni standa ásamt Félagi leikskólakennara menntamálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Heimili og skóli. Þessum aðilum eru færðar þakkir fyrir áhugann sem verkefninu var sýnt og þess vænst að það verði mikilvægur hlekkur í áframhaldandi góðu samstarfi þessara hagsmunaaðila. Við bjóðum góðan leikskóladag – alla daga.“ Dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í tilefni af degi leikskólans leituðu kennarar í leikskólum Grafarholts í Reykjavík eftir samvinnu við fyrirtæki í hverfinu og fengu að setja upp myndlistarsýningu á verkum leikskólabarna. Verk barnanna í Reynisholti, Geislabaugi og Maríuborg glöddu dögum saman gesti og viðskiptavini Húsasmiðjunnar, Blómavals, Landsbankans og fyrirtækjanna á háholtinu við Kirkjustétt. Auk listaverkanna var bæklingurinn um dag leikskólans hengdur upp á þessum stöðum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.