Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 26
26
NETLA, ERLENT SAMSTARF
Netla veftímarít um uppeldi og menntun er
lifandi miðill um menntasamræðu. Á þessu
ári hafa birst fimm nýjar og spennandi
greinar í ritinu og meira en líklegt að allir
kennarar finni eitthvað sem þeir hafa áhuga
á að skoða, lesa og skrafa um í ritinu.
• Hrefna Arnardóttir tölvunarfræðingur
lýsir greiningu sinni á umræðu og hug-
myndum um mikilvægi tölvu- og upp-
lýsingatækni í skólastarfi undanfarin
þrjátíu ár.
• Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor
við Háskólann á Akyreyri fjallar um fjöl-
menningu og menntun til sjálfbærrar
þróunar sem hann telur að gera eigi að
vera þungamiðja í skólastarfi.
• Baldur Sigurðsson dósent við Kennara-
háskóla Íslands ræðir um opinbera stefnu
um framburð og framburðarkennslu
í grunnskólum og dregur fram tengsl
hennar við Stóru upplestrarkeppnina í 7.
bekk.
• Hafdís Guðjónsdóttir og Jónína Vala
Kristinsdóttir lektorar við Kennara-
háskólann fjalla um rannsókn kennara á
eigin kennslu á námskeiði í framhaldsdeild
Kennaraháskóla Íslands
• Kristín Loftsdóttir mannfræðingur og
pró-fessor við Háskóla Íslands fjallar um
þær ímyndir sem nýlegar íslenskar náms-
bækur bregða upp af fjölmenningarlegu
Íslandi þar sem hún leggur til grundvallar
greiningu á tveimur bókaflokkum sem
Námsgagnastofnun hefur gefið út, Listina
að lesa og skrifa og Komdu og skoðaðu.
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Leikskólinn Mýri tekur um þessar mundir
þátt i Comeníusarverkefni, skólaþróun sem
er styrkt af Evrópusambandinu. Síðasti
samráðsfundur þátttakenda í verkefninu var
haldinn hérlendis dagana 30. október – 2.
nóvember sl. „Verkefnið hófst haustið 2005
og erum við því að byrja á þriðja árinu sem er
jafnframt lokaárið,“ segir Unnur Jónsdóttir
skólastjóri á Mýri. „Þegar verkefnið
hófst tóku níu lönd þátt í því; Ísland - en
þátttakendur hér eru leikskólarnir Mýri og
Lækjarborg, Þýskaland, Belgía, Pólland,
Rúmenía, Búlgaría, Tyrkland og Spánn. Á
Spáni eru það leikskólarnir Los Puertos
og Foresta sem taka þátt. Eftir eitt ár datt
Búlgaría út og ári síðar duttu Belgía og
Tyrkland út svo síðasta árið eru það sex
lönd með alls átta leikskólum sem taka
þátt í verkefninu.“
Verkefnið heitir Friður í gegn um leik og list
og markmið þess eru að:
• Kynnast leikskólastarfi í öðrum löndum og
kynna okkur starf erlendis.
• Vinna verkefni með börnunum sem snúast
um samvinnu og samkennd, og mikilvægi
friðar og vináttu í heiminum.
• Auka víðsýni barna og gera þau meðvitari
um að þau eru hluti af stærra samfélagi
þjóða.
UT í þrjátíu ár og menntun til sjálfbærrar þróunar
Fimm nýjar greinar í Netlu
Hrefna Arnardóttir
Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari -
Hugmyndir um notkun tölvunnar í skólastarfi
síðustu 30 ár
netla.khi.is/greinar/2007/019/index.htm
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Fjölmenning og sjálfbær þróun - Lykilatriði
skólastarfs eða óþægilegir aðskotahlutir
netla.khi.is/greinar/2007/018/index.htm
Baldur Sigurðsson
Málrækt er mannrækt - Um Stóru
upplestrarkeppnina í 7. bekk í ljósi
opinberrar stefnu í framburðarmálum
netla.khi.is/greinar/2007/017/index.htm
Hafdís Guðjónsdóttir og Jónína Vala
Kristinsdóttir
Kennarar eru á mörkum gamalla
tíma og nýrra - Þróun námskeiðs um
stærðfræðikennslu fyrir alla
netla.khi.is/greinar/2007/016/index.htm
Kristín Loftsdóttir
Hin mörgu andlit Íslands - Framandleiki og
fjölmenning í námsbókum
netla.khi.is/greinar/2007/015/index.htm
„Það er búið að vera virkilega fróðlegt og
ánægjulegt að taka þátt í þessu verkefni,“
segir Unnur, aðspurð um hvernig hafi
gengið. „Þetta er skipulagt þannig hjá
okkur að haldnir eru þrír fundir á ári þar
sem leikskólakennarar frá öllum löndunum
hittast og bera saman bækur sínar, skipu-
leggja verkefni og endurmeta það sem á
undan er gengið. Á alla fundina nema einn
hafa mætt tveir kennarar frá Mýri og tveir
frá Lækjarborg. Í þetta eina sinn fór einn
frá Mýri og einn frá Lækjarborg vegna þess
að peningar dugðu ekki til að senda fleiri.
Frá hinum löndunum mæta yfirleitt tveir til
þrír. Á þessum rúmlega tveimur árum hefur
verið haldinn einn fundur á Íslandi, dagana
30. október til 2. nóvember 2007. Þessa
daga voru haldnir þrír hálfsdags vinnufundir
og þar sem við vorum svo mörg fengum við
að halda fundina í þjónustumiðstöðvum
leikskólanna. Farið var yfir þau verkefni sem
við höfum verið að vinna undanfarna mánuði,
eða frá síðasta fundi sem var haldinn var í
Finnlandi í maí síðastliðnum.
Sem dæmi um verkefni þá áttu öll löndin
að finna til tvo leiki sem hugmyndin er að
kenna svo börnunum í þátttökuskólunum.
Leikirnir voru kynntir og kenndi hvert land
okkur hinum sína leiki. Það er óhætt að
segja að þá var stundum glatt á hjalla!
Einnig áttu öll löndin að segja frá jólasiðum í
sínu landi, bæði í leikskólanum og almennt.
Til stendur að kynna hina ýmsu jólasiði fyrir
börnunum í aðdraganda jólahátíðarinnar
fyrir næsta fund sem verður í Þýskalandi
í febrúar á að fara yfir námsskrárnar frá
hverju landi og kynna þær. Einnig eigum við
að kenna börnunum leikina sem við lærðum
hjá hinum löndunum, sem og að vinna áfram
með listsköpun og friðarumræðu líkt og á
seinustu tveimur árum.
Það var ýmislegt annað skemmtilegt gert
þessa daga, við skoðuðum einn grunnskóla
og þrjá leikskóla auk Mýrar og Lækjarborgar,
okkur var boðið í kynningu á Leikskólasviði
Reykjavíkur, í Kennarahúsið og í sendiráð
Þýskalands. Foreldrar og starfsfólk á Mýri
og Lækjarborg buðu til kvöldverðar sitt
hvort kvöldið. Einnig buðu foreldrar á Mýri
og Lækjarborg gestum frá hverju landi fyrir
sig í kvöldverð. Fundinum lauk svo með ferð
í Borgarfjörð, þar sem margt markvert var
skoðað og nutu allir dagsins,“ segir Unnur
að lokum.
Nánar um verkefnið: www.educa.madrid.org/
web/eei.lospuertos.colmenarviejo/
Af Comeníusarsamstarfi Mýrar,
Lækjarborgar og sex erlendra leikskólaFriður í gegnum leik og list