Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 17
17 REGGIO EMILIA SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Nýverið fréttum við hjá Skólavörðunni af skólaþróunardegi um Reggio Emilia hugmynda- og aðferðafræðina í skólastarfi. Þessi aðferð og hugmyndir henni tengdar er mörgu leikskólafólki að góðu kunn en ef til vill síður þekkt á öðrum skólastigum. Við fengum tvo skólastjóra sem áttu veg og vanda af skipulagi dagsins ásamt samstarfsfólki sínu til að segja frá Reggio Emilia skólaþróunardeginum og nýstofnuðu félagi áhugafólks um skólastarf í þessum anda. Gefum Eddu Valsdóttur og Hólmfríði K. Sigmarsdóttur orðið. Leikskólastarf í anda Reggio Emilia á rætur sínar að rekja til samnefnds bæjar á norður Ítalíu. Starfið byggist á virðingu fyrir börnum sem sjálfstæðum einstaklingum, trú á getu þeirra, hæfileika og sköpunarmátt. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæðar ákvarðanir barna og lýðræðisleg vinnubrögð og að börn og starfsfólk vinni að námsleiðum sínum í sameiningu, séu samverkamenn. Allri tjáningu og tungumáli barna ber mikil virðing og lagt er upp úr því að hver og einn sé viðurkenndur eins og hann er. Starfið er sprottið úr grasrót foreldra og aðalhug- myndasmiður vinnuaðferðarinnar er Loris Malaguzzi, sálfræðingur og kennari. Til Íslands barst starfsaðferðin fyrir tilstilli nýútskrifaðra leikskólakennara um það leyti sem leikskólinn Marbakki í Kópavogi opnaði. Leikskólakennarar sem réðu sig til starfa á Marbakka við opnun hans árið 1986 fengu fljótlega styrk frá menntamálaráðuneyti til að þróa og innleiða þessa kennsluhætti. Síðan hefur starfið í leikskólanum Marbakka ætíð tekið mið af Reggio Emilia aðferðinni. Liðin eru rúmlega tuttugu ár og starfs- aðferðin hefur hægt og bítandi skapað sér virðingu og fastan sess í leikskólastarfi. Í Kópavogi starfa nú þrír leikskólar í anda Reggio Emilia en þeir eru, auk Marbakka, leikskólinn Fagrabrekka og nýjasti leikskólinn í Kópavogi, Baugur. Í leikskólanum Fögrubrekku hefur á síðustu árum verið unnið að því að samþætta tónlistarstarf og hreyfingu við starfsaðferðir Reggio Emilia með mjög góðum árangri. Margir leikskólar víðsvegar um landið hafa tileinkað sér starfsaðferðina og enn aðrir styðjast að hluta við hana í starfi sínu. Leikskólar sem starfa í anda Reggio Emilia á Íslandi eru nú um þrjátíu talsins, víðsvegar um landið. Þess má geta að á undanförnum árum hefur Háskólinn á Akureyri og Kennaraháskóli Íslands kynnt og kennt um Reggio Emilia í leikskólakennaradeildum sínum. Stofnfundur Samtaka áhugafólks um starf í anda Reggio Emilia - SARE Þann 13. september 2007 stofnaði hópur fólks, sem hefur lengi starfað með börnum í anda Reggio Emilia, samtök sem hlutu heitið SARE. Nafnið stendur fyrir „Samtök áhuga- fólks um skólastarf í anda Reggio Emilia“. Það fólk sem starfar í anda þessarar hugmynda- og aðferðarfræði leggur gagnrýna hugsun og skapandi starf barna til grundvallar í öllu starfi leikskólans. Ofuráhersla er lögð á áhrif barna, kennara og umhverfis á hvert annað og er markmið samtakanna m.a. að stuðla að uppeldi lýðræðissinnaðra frumkvöðla, ekki fylgjenda. Í drögum að markmiðum samtakanna segir: Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því að: • Standa fyrir málþingum, námskeiðum, ráðstefnum og samstarfsdögum um starf í anda Reggio Emilia. • Taka þátt í og hafa frumkvæði að verk- efnum þar sem hugmyndafræði Reggio Emilia er lögð til grundvallar. • Halda úti heimasíðu þar sem félagar samtakanna geta skipst á upplýsingum og hugmyndum um allt það er varðar markmið félagsins. • Hvetja til og standa að útgáfu um starf í anda Reggio Emilia eftir því sem efni og aðstæður leyfa. • Stuðla að samfélagslegri umræðu um starf í anda Reggio Emilia. Íslenskir skólar með ítölskum keim Leikskólastarf í anda Reggio Emilia Mikil áhersla er lögð á sjálfstæðar ákvarðanir barna og lýðræðisleg vinnubrögð og að börn og starfsfólk vinni að námsleiðum sínum í sameiningu, séu samverkamenn. Allri tjáningu og tungumáli barna ber mikil virðing og lagt er upp úr því að hver og einn sé viðurkenndur eins og hann er. LJósmyndir frá höfundum

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.