Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 8

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 8
8 KjARAMÁL SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 Kennarar! Munið eftir Spurt og svarað á www.ki.is Þar eru svör við öllum mögulegum spurningum um sjóði, kaup og kjör. Ég hef áður skrifað um yfirvinnu grunnskóla- kennara, framhaldskólakennara, leikskóla- kennara og tónlistarskólakennara og því er tímabært að fjalla um yfirvinnu deildarstjóra, aðstoðarskólastjóra og skóla- stjóra grunnskóla. Ákvæði kjarasamn- ingsins um yfirvinnu stjórnenda grunnskóla eru talsvert ólík ákvæðum um yfirvinnu grunnskólakennara og verður hér farið yfir helstu atriðin. Deildarstjórar Deildarstjóri stigs raðast í launaflokk m.v. stigafjölda, viðkomandi deildar, þ.e. nemendafjöldi x 1,5, en deildarstjórum 1 og 2 er raðað m.v. stjórnunarumfang (50-100%). Leyfileg hámarkskennsla deildarstjóra umfram skyldu gildir eingöngu um töflusetta kennslu og fær deildarstjórinn hana greidda m.v. sinn launaflokk. Öll yfirvinna umfram þetta þak, þ.e. hámarkskennslu umfram skyldu, greiðist m.v. launaflokk 237 – 3. þrep samkvæmt launatöflu Félags grunnskólakennara, og á það við um forfallakennslu sem og alla aðra yfirvinnu. Í kjarasamningi gr. 14.4 er tilgreint hver sé leyfileg hámarkskennsla deildarstjóra umfram kennsluskyldu m.v. stigafjölda. Hámarkskennsla deildarstjóra 1 og 2 umfram skyldu fylgir deildarstjóra stigs sem raðast í sama launaflokk og eru nú 3 og 2 kennslustundir. Deildarstjóri má taka að sér tilfallandi forfallakennslu umfram kennsluyfirvinnu- þakið sem og aðra yfirvinnu. Ef það vantar aftur á móti upp á að deildarstjóri fullnýti hámarkskennslu umfram kennsluskyldu, t.d. ef eingöngu eru nýttar 2 kennslustundir af 8 kennslustundum sem heimilar eru umfram kennsluskyldu þá er forfallakennsla greidd m.v. launaflokk og þrep viðkomandi deildarstjóra upp að kennsluyfirvinnuþakinu og svo í launaflokk 237 – 3 eftir það. Skólastjórar, aðstoðarskólastjórar Í kjarasamningi gr. 14.2.2. og 14.3.2. er tilgreint hver sé leyfileg hámarks- kennsla skólastjóra og aðstoðarskólastjóra umfram kennsluskyldu m.v. stigafjölda. Þar sem kjarasamningur skólastjóra og aðstoðarskólastjóra er fastlaunasamningur fá þeir umsamin laun allt árið án mats á vinnuframlagi í hverjum mánuði. Kjara- samningurinn tekur því eingöngu til stjórnunar grunnskóla og annarra faglegra starfa og fá skólastjórar/aðstoðarskólastjórar því ekki greidda tilfallandi yfirvinnu, nema ef um forfallakennslu er að ræða. Samkvæmt bókun 11 í kjarasamningi eru takmarkanir á forfallakennslu skólastjóra/ aðstoðarskólastjóra þar sem helsta við- fangsefni skólastjórnenda er stjórnun og því óæskilegt að þeir sinni forfallakennslu. Þar sem skóli er undirmannaður og ekki tekst að fá kennara í forföll er heimilt að greiða skólastjóra/aðstoðarskólastjóra allt að 12 kennslustundir á mánuði vegna for- fallakennslu. Í tilvikum sem þessum ber skólastjóra að senda rökstuðning sinn til næsta yfirmanns sem staðfestir heimild til greiðslu. Skólastjóri/aðstoðarskóla- stjóri sem hefur enga kennsluskyldu þarf samt að hafa skilað 4 kennslustundum á mánuði í forfallakennslu áður en til greiðslu kemur. Forfallakennsla þessi er greidd m.v. launaflokk 237 – 3. þrep samkvæmt launatöflu Félags grunnskólakennara. Ef sveitarstjórn telur nauðsynlegt að fela skólastjóra/aðstoðarskólastjóra meiri kennslu en tilgreint er í bókun 11 þarf að leita samþykkis samstarfsnefndar . Sé frekari kennsla samþykkt af samstarfsnefnd skal hún greidd m.v. launaflokk 237 – 3. þrep samkvæmt launatöflu Félags grunn- skólakennara. Bókun 1 með kjarasamningum fjallar um húsnæði grunnskóla sem er einnig nýtt til annars reksturs, t.d. tónlistarskóla eða leikskóla. Erfiðlega gekk að ná samkomulagi um túlkun bókunarinnar en samkvæmt niðurstöðu samstarfsnefndar frá því í maí 2007 skal sveitarstjórn í samráði við skólastjóra leggja mat á umfang þeirrar vinnu og heimilt er að greiða fyrir hana 1. október og 1. febrúar ár hvert. Miða skal við að greiða yfirvinnu að hámarki 18 klukkustundir í hvort sinn m.v. launaflokk 237 – 3. þrep samkvæmt launatöflu Félags grunnskólakennara. Ef sveitarstjórn ræður skólastjóra til þess að sinna einhverjum öðrum störfum en skólastjórnun/kennslu samkvæmt bókun 5 er ekki greitt fyrir þau störf samkvæmt SÍ hluta kjarasamnings KÍ og LN, heldur er greitt fyrir þessi störf samkvæmt þeim kjarasamningi sem þau falla undir. Grunnröðun stjórnenda í launaflokka og þrep breytist ekki þó nemendum fækki á meðan sami aðili gegnir stöðunni en kennsluskylda getur breyst ef nemendafjöldi breytist og þá einnig leyfileg hámarkskennsla umfram skyldu. Ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þetta eða annað er ykkur velkomið að hringja til mín í síma 595 1111 eða senda mér tölvupóst á netfangið ingibjorg@ki.is Ingibjörg Úlfarsdóttir Launafulltrúi KÍ Ingibjörg Úlfarsdóttir launafulltrúi KÍ Lj ós m yn d : S te in un n Jó na sd ót ti r Yfirvinna skólastjóra, aðstoðarskólastjóra og deildarstjóra

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.