Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 10
10
Kí þING OG AÐALFUNdIR
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
Fjórða þing Kennarasambands Íslands
verður haldið dagana 9., 10. og 11.
apríl næstkomandi. Framhaldsskólinn og
grunnskólinn eru með lausa samninga um
svipað leyti, sá fyrrnefndi í apríllok og sá
síðarnefndi í lok maí. Tónlistarskólinn og
leikskólinn eru með lausa samninga í
lok nóvember. Það er því mikið að gera í
undirbúningi kjarasamninga og ljóst að
kaup og kjör verða þingfulltrúum ofarlega
í huga á þinginu. Aðalfyrirlesari á fjórða
þingi KÍ er enginn annar en hinn beitti
samfélagsrýnir Þorvaldur Gylfason.
Hann mun að vonum fjalla um kennaralaun
í alþjóðlegu samhengi auk þess að ræða
um margt fleira spennandi svo sem ólík
rekstrarform skóla. Ekki er að efa að heitar
umræður spretti upp í kjölfar fyrirlestrar
Þorvaldar sem kallar ekki allt ömmu sína
eins og kunnugt er.
Málstofur í staðinn fyrir þema
Þingið verður með öðru sniði en venjulega,
þ.e. í stað þess að áhersla sé lögð á eitt
þema raða þingfulltrúar sér niður á nokkrar
málstofur og fjallað verður um eitt viðamikið
málefni í hverri. Viðfangsefni málstofa verður
kynnt í næsta tölublaði Skólavörðunnar en
þegar er ljóst að hlutverk og framtíð skólans
í samfélaginu, alþjóðlegir straumar og
vinnuumhverfi og aðstæður kennara koma
þar mjög við sögu.
Yfirskrift þingsins verður Kennaralaun
og skólastarf í innlendu og alþjóðlegu sam-
hengi. Þingið er haldið á Grand Hóteli og
verður sett þann 9. apríl klukkan 14:30.
Þann 10. apríl hefst dagskrá klukkan níu
árdegis með ávarpi menntamálaráðherra
Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sem
heldur betur reynist menntun og skólum
haukur í horni þessa dagana með baráttu
sinni fyrir hækkun kennaralauna í talsverðum
óskiljanlegum mótbyr.
Aðalfundir, framboð og kosningar
Innan tíðar mun kjörstjórn KÍ tilkynna
um kjör formanns og varaformanns KÍ en
aðrir stjórnarmenn eru kjörnir á vettvangi
aðildarfélaganna.
Aðalfundir aðildarfélaga eru flestir í mars
en aðalfundur Skólastjórafélags Íslands
var haldinn á sama tíma og námstefna
félagsins eða í október sl. Kristinn Breiðfjörð
var sjálfkjörinn formaður og aðrir í stjórn
voru einnig sjálfkjörnir, þau Guðlaug Erla
Gunnarsdóttir, Þórður Kristjánsson, Unnar
Þór Böðvarsson og Eyrún Skúladóttir.
Varamenn eru Sigurður Arnar Sigurðsson,
Anna Guðmundsdóttir og Magnús J.
Magnússon. Aðalfundurinn var samþættur
námstefnunni en hann stóð yfir síðdegis 12.
Október. Námstefnan hófst að morgni þess
dags og lauk daginn eftir. Aðalfyrirlesari
námstefnu og gestur félagsins var Dr.
Pasi Sahlberg frá Finnlandi en erindi hans
nefndist Educational change for improving
student learning. Dr. Sahlberg lagði meðal
annars áherslu á að breytingar verða ekki
við að fylgja straumnum og breytingar á
menntun eru nauðsynlegar og mögulegar
utan ramma almennrar hugmyndafræði
og aðgerðastefnu markaðshyggjunnar um
umbætur. Glærur úr áhugaverðum fyrirlestri
dr. Sahlbergs er að finna á www.ki.is á vef-
svæði Skólastjórafélagsins.
Þegar þetta er ritað er búið að telja atkvæði
í Félagi framhaldsskólakennara í kosningu
til stjórnarkjörs og kjörstjórn að fara að
senda frá sér niðurstöður. Aðalfundargögn
FF, þar með talin dagskrá og upplýsingar
um frambjóðendur til annarra stjórna, ráða
og nefnda, eru væntanleg mjög fljótlega á
www.ki.is og verða jafnvel komin þegar
Skólavarðan berst lesendum sínum. Aðal-
fundur verður haldinn dagana 13. og 14.
mars á Grand Hóteli í Reykjavík. Fyrri daginn
verða auk hefðbundinna aðalfundarstarfa
haldin erindi um framhaldsskólann, kröfu-
gerð, kjarasamninga, launaþróun og
menntafrumvörp og síðari daginn verða
málstofur um svipuð efni.
Í Félagi tónlistarskólakennara verður
gengið frá kjöri í stjórn félagsins og til annarra
trúnaðarstarfa á aðalfundi. Aðalfundurinn
verður haldinn á Lækjarbrekku í Reykjavík
29. febrúar frá klukkan 9:30-12:30 en að
honum loknum, eða klukkustund síðar,
hefst trúnaðarmannafundur hjá félaginu.
Í fundarboði til trúnaðarmanna segir
meðal annars: „Fundurinn mun skarast við
aðalfund FT, sem verður haldinn sama dag
á sama stað, á þann veg að málstofa um
faglegt efni stendur einnig aðalfundargestum
opin. Að sjálfsögðu vonumst við einnig til
að sem flestir trúnaðarmenn sjái sér fært
að sitja aðalfund félagsins þar sem m.a.
verður kosið í stjórn og nefndir til næstu
þriggja ára.“ Málstofan sem um er rætt
ber yfirskriftina Polifonia og fjallar um
samnefnt viðamikið rannsóknarverkefni sem
unnið er í samstarfi Samtaka evrópskra
tónlistarháskóla og Tónlistarháskólans í
Malmö. Markmið verkefnisins var meðal
annars að kortleggja tónlistarskóla í Evrópu
með tilliti til mismunandi kerfa og nálgana
upp að háskólanámi. Auk kynninga á
þessu spennandi verkefni fjalla Árni Sigur-
bjarnarson og Jón Hrólfur Sigurjónsson um
kynnisferð til Finnlands í fyrra. Að framsögum
loknum verður opnað fyrir umræður þar sem
færi gefst á að ræða stöðu tónlistarskóla á
Íslandi í ljósi þess sem fram hefur komið.
Ástæða er til að vekja athygli á því að viða-
miklar lagabreytingatillögur verða ræddar
og afgreiddar á aðalfundi FT að þessu sinni
og ber sérstaklega að nefna nýja grein um
fagráð tónlistarskóla sem lagt er til að verði
komið á fót.
Aðalfundur Félags leikskólakennara
verður haldinn á Grand Hóteli í Reykjavík
13. og 14. mars nk. Fundurinn verður settur
fimmtudaginn 13 mars kl. 12:30. Yfirskrift
fundarins er Fljúga fiskar í leikskólum? Líðan í
vinnunni – ábyrgð allra. Fyrri hlutinn skírskotar
til bókar sem heitir FISKUR eftir Stephen C.
Lundin, Harry Paul og John Christensen.
Hún var gefin út árið 2005 í þýðingu Sigríðar
Á. Ásgrímsdóttur og fjallar um leiðir til að
auka vinnugleði og bæta starfsárangur
á vinnustað. Síðari hluti yfirskriftarinnar
skýrir sig sjálfur og tengist beint boðskap
„fisksins“. Stjórnin valdi þessa yfirskrift
til að beina sjónum að starfsgleði og því
jákvæða sem leikskólastarfið hefur upp
á að bjóða, tengja það við líðan í vinnu og
hvað ræður mestu um hvernig okkur líður
í vinnunni. Gestafyrirlesari á fundinum
verður Lone Jensen uppeldisfræðingur og
fjölskylduráðgjafi og mun hún fjalla um
þetta efni. Hægt er að fræðast nánar um
efnið á eftirfarandi slóð http://www.vtlausn.
is/Fiskur.htm
Aðalfundargögn eru send út með minnst
þriggja vikna fyrir-vara og kynnt á heimasíðu
FL um leið og þau liggja fyrir. Fundurinn er
opin öllum félagsmönnum til áheyrnar og
Þingið að skella á
Kennarar í Detroid fóru í langt og biturt verkfall
árið 1973 en ekkert slíkt er í augsýn hjá
íslenskum kennurum um þessar mundir. Kennarar
virðast frekar einfaldlega hætta og fara að gera
eitthvað annað, með skelfilegum afleiðingum fyrir
nemendur og menntakerfið í heild.
og aðalfundir flestra aðildarfélaga haldnir í
mánuðinum fyrir þing