Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 20
20 SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008 ungbarnadeildarinnar. Verkefnið fjallar um opnun ungbarnadeildar í leikskólanum Stekkjarási í Hafnarfirði. Þær kynntu aðferðir sem innleiddar hafa verið undanfarna mánuði og eru í anda leikskólastarfs Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Þessar aðferðir leggja grunn að þróun, símenntun og mati. Þær sögðu frá því hvernig leikskólinn getur komið til móts við námsþarfir ungra barna. Hvernig kennarar hafa markvisst nýtt sér uppeldislega skráningu til að efla sig í starfi og til að breyta leikskólastarfinu og þróa það. Í verkefninu voru enn fremur skoðaðar leiðir til að auka tengsl heimilis og leikskóla en deildarstjóri heimsækir foreldra og börn áður en börnin hefja leikskólagöngu sína. Segja sem oftast já: Sigríður Jónsdóttir leikskólastjóri í leik- skólanum Funaborg ræddi um mikilvægi þess að börn mæti jákvæðni í orði og æði kennara. Rétt barna að vera fólk sem hlustað er á og fólk sem hefur áhrif á tilveru sína og hve mikilvægt er að áhugi barna og hugmyndir þeirra séu virtar. Hún sagði einnig frá virkri aðferð sem starfsmenn leikskólans Funaborgar nýta sér og felst í að segja „já“ í 99% tilfella. Gengið er út frá tvíþættri notkun jásins. Annar vegar til að vinna eftir hugmyndafræði leikskólans sem segir að „..barnið eigi að skapa sína eigin þekkingu en ekki vera óvirkur viðtakandi...“ og „..að veita börnunum tækifæri til að velja sér viðfangsefni og grípa hugmyndir þeirra og vinna út frá þeim.“ Eins og segir í ársáætlun Funaborgar 2007-2008. Hins vegar til að gera samskipti milli barna og fullorðinna átakaminni þó svo að ekki sé hægt að uppfylla óskir barnsins. „Má ég keyra bílinn þinn?“ „Já, þegar þú verður 17 ára“ í stað „Nei, þú ert of lítill.“ „Já í 99% tilfella“ er eitt af fleiri verkfærum í starfsháttum Funaborgar sem auðveldar kennurum að vinna eftir hugmyndafræði leikskólans. Verkfærin minna eldri kennara á og hjálpa þeim yngri að tileinka sér vinnubrögð sem efla gott námsumhverfi barna. Sjá heimasíðu Funaborgar www.funaborg.is Ígrundun skráninga með börnum: Guðrún Alda Harðardóttir dósent við Háskólann á Akureyri og leikskólaráðgjafi hjá Reykjavíkurborg hóf fyrirlestur sinn á innleggi um hinar ýmsu leiðir sem notaðar eru við uppeldislegar skráningar með börnum í leikskólastarfi í anda Reggio Emilia. Hún fjallaði um aðferð skráninga og ígrundun kennara og barna á þeim. Eftir innleggið var þátttakendum skipt upp í litla hópa og þeim gert að bera fram tvær spurningar um efni sem þau vildu að fjallað yrði um. Guðrún Alda spann svo fyrirlestur sinn út frá spurningum hópsins í samvinnu við þátttakendur í sal þannig að fyrirlesturinn varð til hér og nú. Ljós og skuggi: Kristín Dýrfjörð lektor við Háskólann á Akur- eyri setti upp vísindasmiðju með margskonar viðfangsefnum. Meðal þeirra var að leika sér með fjölbreyttan efnivið á ljósaborði, nota myndvarpa og „slides“ sýningarvél í byggingarleiki, sem gefur einnig möguleika á vinnu með skuggaleikhús, og gera tilraunir með rafmagn. Þátttakendum bar að nýta hugmyndaflug sitt til að skapa með aðstoð ljóss og skugga. Meðal þess sem Kristín gerði voru ýmsar æfingar með spegla og gegnsæjan efnivið. Hún byggði draumahallir og ævintýraheima. Þátttakendur skoðuðu og veltu fyrir sér ýmsum leiðum sem færar eru, með slíkan efnivið, í starfi með börnum. Einnig skoðuðu þátttakendur ýmsar bækur sem gáfu hugmyndir að vísindasmiðju. Þátttakendur héldu til síns heima með fulla skjóður af fróðleik og þekkingu sem á eftir að nýtast þeim í starfi með börnum. Að mati undirritaðra var fyrsti skólaþróunardagur SARE eitt af því skemmtilegra sem við höfum tekið þátt í. Skipulagningin ein og sér var gefandi og ögrandi en síðast en ekki síst þótti okkur frábært að allir fyrirlesarar í málstofum fyrir hádegið komu úr hópi kennara sem starfa með börnunum. Akademísk fræði og vísindi þeirra Guðrúnar og Kristínar var snilldarblanda við það sem fyrirlesarar í málstofum morgunsins höfðu fram að færa. Vísindasmiðja og ReMida ráðstefna Dagana 8. og 9. febrúar stóðu Þjónustumið- stöð Miðborgar og Hlíða og HA leikskólabraut sameiginlega að vísindasmiðju í anda Reggio um ljós og skugga við byggingar. Vísindasmiðjan var fyrir börn jafnt sem fullorðna og þær Guðrún Alda og Kristín voru tengiliðir hvorrar stofnunar um sig og unnu saman að skipulagningu smiðjunnar og framkvæmd. Byggt var úr fjölbreyttum efniviði, gagnsæjum og ógagnsæjum, og gaumur gefinn að því hvernig ljós og skuggi geta auðgað byggingarleik þar sem ímyndunaraflið fær notið sín Að lokum viljum við nefna að kraftmiklu starfi SARE verður haldið áfram því dagana 27. og 28. maí nk. halda samtökin ráðstefnu og námskeið í Reykjavík um ReMidu (skapandi efnisveitu) fyrir starfsfólk leikskóla. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu KI, www. ki.is/?PageID=1517. Edda Valsdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi Hólmfríður K. Sigmarsdóttir leikskólastjóri í leikskólanum Marbakka í Kópavogi Mikilvægi þess að byrja á „já“: Má ég keyra bílinn þinn ? Já, þegar þú verður sautján frekar en Nei, þú er svo lítill Má ég fá mjólk ? Já, þegar þú er búin að borða fjóra bita frekar en Nei, þú er ekki búin að borða nóg Barn á auðveldara með að yfirfæra félagsfærni á aðrar aðstæður þegar það hefur haft tækifæri til að þjálfa hana með jafningjum sem það er öruggt með. Börn finna til umhyggju og samkenndar með félögunum, þau verða að mörgu leyti eins og systkini, þau þora að segja sína skoðun, virða hvert annað og vinna á ágreiningsmálum sín á milli án aðstoðar fullorðinna. REGGIO EMILIA Meðal þess sem Kristín gerði voru ýmsar æfingar með spegla og gegnsæjan efnivið. Hún byggði draumahallir og ævintýraheima. Þátttakendur skoðuðu og veltu fyrir sér ýmsum leiðum sem færar eru, með slíkan efnivið, í starfi með börnum.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.