Skólavarðan - 01.02.2008, Blaðsíða 22
22
öSKUdAGSRÁÐSTEFNA
SKÓLAVARÐAN 1.TBL. 8. ÁRG. 2008
• John Morris skólastjóri frá Essex yljaði
öllum um hjartarætur á Öskudagsráð-
stefnu grunnskólakennara sem haldin
var í stóra salnum á Hilton (Nordica) í
Reykjavík.
• Hinn aðalfyrirlesari dagsins, Laura Riffel,
sveik ekki heldur að sögn þeirra sem á
hlýddu, en blaðamaður var bundinn í
báða skó og missti af henni.
• Nemendur úr Vesturbæjarskóla víluðu
ekki fyrir sér að syngja fimmund og
berja trumbur og annað slagverk á
milli þess sem Nanna Hlíf Ingvadóttir
tónmenntakennari þeirra þandi nikkuna
af mikilli list. Stórskemmtilegur hópur
tónlistarfólks!
Þetta var vissulega vel heppnuð Öskudags-
ráðstefna eins og segir á vef menntasviðs
og þrátt fyrir að annar formaður menntaráðs
skildi setja hana en sá sem aulgýstur var
á veggspjökdum náðu hrókeringarnar í
borgarstjórn ekki að kollvarpa deginum,
sem betur fer. Kennarafélag Reykjavíkur og
Skólastjórafélag Reykjavíkur standa á hverju
ári að þessari fagráðstefnu á starfsdegi
kennara ásamt Menntasviði og er þetta í
sjötta sem hún er haldin. Á sjöunda hundrað
kennara létu sjá sig enda spennandi
fyrirlestrar og málstofur í boði og hefur
ráðstefnan aldrei verið jafnvel sótt.
Þegar krakkarnir í Vesturbæjarskóla voru
búnir að syngja og spila kennarana inn í
góða stemmningu tók við meiri músík því
Morris hóf fyrirlestur sinn á því að sýna
ráðstefnugestum ljósmyndir með tónlist
undir. Myndirnar eru af nemendum í
skólanum hans, Ardley Green Junior School,
og höfðu þau áhrif að minna á hvað við
erum öll ólík og þurfum mikið á því að halda
í bernsku að fá virkilega að njóta okkur
í umhverfi sem er viðurkennandi. Falleg
sýning hjá Morris. „Við getum ekki gert allt,“
sagði hann, „og það er nefnilega talsvert
frelsi fólgið í að átta sig á og sætta sig við
það.“
Þá vitnaði John í kennarann Haim Ginnot
sem sagði eitthvað í þessa veruna árið 1972:
„Ég hef komist að skelfilegri niðurstöðu. Ég
er hið ákvarðandi element í bekkjarstofunni.
Það er mín persónulega nálgun sem mótar
andrúmsloftið hérna. Það er skapið í mér
sem ræður veðrinu. Sem kennari hef ég
ótrúlega mikið vald til að fylla líf barnsins
af gleði eða umbreyta því í helvíti. Ég get
bæði verið pyndingatól eða verkfærið sem
gefur barninu andlega innspýtingu og
glæðir hugmyndir. Ég get auðmýkt, hjálpað,
sært helsári eða heilað. Við allar aðstæður
eru það mín viðbrögð sem ráða því hvort
krísa versnar eða það vindur ofan af henni
og hvort barn mannast eða afmennskast.“
Morris minnti okkur á þótt það sé ekki
endilega alltaf verið að segja okkur eitthvað
nýtt þá eru áminningarnar um það sem
skiptir máli alltaf jafnþarfar og oft og tíðum,
kannski oftast, eru þær líka settar fram í
nýju og fersku samhengi.
Morris kallaði fyrirlesturinn sinn „Making
a difference“ (Að gera gæfumuninn) og sagði
okkur krossfiskasögu sem skýrir ágætlega
hvað hann á við með valinu á titlinum.
Í sögunni er maður að dansa einhvern
skringilegan dans á strönd en þegar betur
er að gáð er hann að hoppa á milli dauðvona
krossfiska. Hann beygir sig reglulega niður,
tekur upp krissfisk og hendir honum út í
sjó. Krossfiskar deyja nefnilega á þurru
landi og geta ekki séð um þetta sjálfir.
Aðspurður hvernig manninum detti í hug að
hefjast handa við svona vonlaust verkefni,
krossfiskarnir skipta þúsundum, svarar
hann um leið og hann kastar enn einum
krossfiskinum eins langt á haf út og hann
megnar: „En ég bjarga nú samt þessum.“
Mannvinurinn Morris á
Öskudagsráðstefnu grunnskólakennara
Við allar aðstæður eru það mín viðbrögð sem ráða því hvort
krísa versnar eða það vindur ofan af henni og hvort barn
mannast eða afmennskast.