Þjóðmál - 01.09.2013, Side 15

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 15
14 Þjóðmál haust 2013 prósentustigi meira eða minna í sinn hlut . Framkoma Steingríms J . Sigfússonar í garð Færeyinga vegna síldveiðanna er enn eitt dæmið um hve honum voru mislagðar hendur í samskiptum við aðrar þjóðir . Annars vegar beygði hann sig í duftið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Bretum og Hollendingum og síðan vildi hann ekki taka slaginn við ESB með Færeyingum vegna deilunnar um síldveiðar . Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs rak af sér slyðru orðið gagnvart Færeyingum með yfir lýsingu sem hún sendi frá sér 16 . ágúst 2013 þar sem sagði meðal annars: Ríkisstjórn Íslands mótmælir því harð lega að ESB grípi til hótana um að beita þving unar­ aðgerðum gegn Íslandi og Fær eyjum sem leið til að leysa deilur um stjórn un veiða úr sameiginlegum fiski stofn um . Ríkisstjórnin krefst þess að ESB dragi hótanir sínar til baka og virði þannig skuldbindingar sínar samkvæmt þjóða rétti . IV . Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar seg­ir: „Ríkisstjórnin mun vinna að því að Ísland verði leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi .“ Íslendingar og Færeyingar eru banda­ menn í makríldeilunni . ESB og Norðmenn héldu þeim frá viðræðum um árabil af því að þjóðirnar væru ekki strandþjóðir . Makríll væri ekki þeirra mál . ESB og Norðmenn ráða ekkert yfir makrílnum og hann fer sínar eigin leiðir . Stofninn margfaldast í íslenskri og færeyskri lögsögu og makríllinn sækir vestar inn í lögsögu Grænlendinga . Íslensk stjórnvöld viðurkenna Græn lend­ inga ekki alfarið sem strandþjóð . Árið 2012 var bannað að landa makríl úr grænlenskri lögsögu á Íslandi og sumarið 2013 hefur verið staðið álappalega að framgöngu gagn­ vart Grænlendingum í makrílmálinu . Grænlensk stjórnvöld ákveða veiðikvóta á makríl einhliða í lögsögu sinni eins og Íslendingar og Færeyingar . Grænlenskar útgerðir ráða ekki yfir nægum flota til að veiða allan makríl sem veiða má við Græn­ land auk þess sem það tekur fimm daga að sigla með makríl frá austurströnd Græn­ lands til vinnslu á vesturströnd landsins . Hagkvæmt er að stofna til náins samstarfs íslenskra og grænlenskra stjórnvalda um nýtingu þessa afla . Í stað þess að gera það draga íslensk stjórnvöld lappirnar og Grænlendingar heimila kínverskum og rússneskum verksmiðjuskipum að veiða í lögsögu sinni auk þess sem skip á vegum ESB frá Eistlandi veiðir 1 .400 tonn . Þegar Íslendingar hófu makrílveiðar var ráðist á þá í ESB­ríkjum fyrir að veiða til bræðslu en ekki til manneldis . Nú sæta Grænlendingar slíkum árásum . Þær koma úr hörðustu átt, frá Íslandi . Sé bannað að landa makríl frá Grænlandsmiðum á Íslandi aukast líkur á að hann fari í bræðslu . Framkoma Steingríms J . Sigfússonar í garð Færeyinga vegna síldveiðanna er enn eitt dæmið um hve honum voru mislagðar hendur í samskiptum við aðrar þjóðir . Annars vegar beygði hann sig í duftið fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Bretum og Hollendingum og síðan vildi hann ekki taka slaginn við ESB með Færeyingum vegna deilunnar um síldveiðar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.