Þjóðmál - 01.09.2013, Side 16

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 16
 Þjóðmál haust 2013 15 Stóra spurningin er þessi: Vilji ríkisstjórn Íslands vera „ leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi“, af hverju mótar hún ekki sameiginlega stefnu með Færeyingum og Grænlendingum í makríl­ og síldarmálum og tekur að sér forystu um að fylgja henni fram gagnvart ESB og öðrum? Það á að kalla saman fund forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Grænlands og Íslands til að móta sameiginlega stefnu um vernd lífsbjargarinnar í sjónum . Hér á ríkisstjórn Íslands að sýna frumkvæði í eigin þágu og nágrannaþjóða . V . Á opinberum vettvangi hefur verið látið í veðri vaka að Íslendingar verði í skammarkróknum náist samningur um frí­ verslunarsvæði ESB og Norður­Ameríku, eina leiðin til að komast hjá því sé að ganga í Evrópusambandið . Þetta er mikil einföldun á öllu sem snert ir þessar viðræður . Þessi skoðun gengur einnig gegn farsælli utanríkisstefnu Íslend inga í meira en sjö áratugi . Íslendingar þurfa ekki að fara í ESB­ félags skap til að rækta góð tengsl við Banda­ ríkja menn og stjórnvöld í Washington . Tví hliða tengslin hafa verið náin og góð frá því að Íslendingar tóku stjórn eigin utan­ ríkis mála í sínar hendur . Þeim hefur hins vegar verið spillt undanfarin ár með hin­ um vonlausa Brussel­leiðangri undir for­ ystu Össurar Skarphéðinssonar . Nú ber að hefja endurreisnarstarf á þessu sviði eins og öðrum, ekki með því að fara til Brussel á leið inni til Washington heldur með því að halda beint vestur um haf . Þess sjást auk þess greinileg merki að æðstu stjórnendur Bandaríkjanna beina meiri athygli að norðurslóðum hin síðari ár en þeir hafa gert frá því að Sovétríkin liðu undir lok í upphafi tíunda áratugarins . Ýmsar aðferðir eru til að mæla þetta . Hin einfaldasta er að fylgjast með ferðum og yfirlýsingum utanríkisráðherra og forseta Bandaríkjanna . Það liðu rúm 15 ár frá því að Norður­ skautsráðið var stofnað þar til bandarískur utan ríkisráðherra sótti fund þess . Hillary Clinton gerði það fyrst í Nuuk á Grænlandi í maí 2011 og sagði þá meðal annars: „Banda ríkin eru heimskautaþjóðin . Þetta svæði skiptir okkur miklu .“ Í maí 2013 sat John Kerry, utanríkisráðherra Banda­ ríkjanna, fund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð . Hann sagði meðal annars í tilefni af fundinum: Við komum hingað til Kiruna með mik­ inn skilning á þeim verkefnum sem bíða á Norður­Íshafi þegar ísinn bráðnar, þegar nýjar umhverfisaðstæður skapast vegna fiskveiða og hugsanlega fleiri ferða kaup­ skipa — við verðum að takast á við mörg önnur ný verkefni þegar ísinn hverfur . Þetta snýst ekki aðeins um umhverfismál eða efnahagsleg úrlausnarefni . Hér er um að ræða öryggismál, grundvallar­öryggis­ Stóra spurningin er þessi:Vilji ríkisstjórn Íslands vera „leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi“, af hverju mótar hún ekki sameiginlega stefnu með Færeyingum og Grænlendingum í makríl­ og síldarmálum og tekur að sér forystu um að fylgja henni fram gagnvart ESB og öðrum?

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.