Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 16

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 16
 Þjóðmál haust 2013 15 Stóra spurningin er þessi: Vilji ríkisstjórn Íslands vera „ leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi“, af hverju mótar hún ekki sameiginlega stefnu með Færeyingum og Grænlendingum í makríl­ og síldarmálum og tekur að sér forystu um að fylgja henni fram gagnvart ESB og öðrum? Það á að kalla saman fund forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra Færeyja, Grænlands og Íslands til að móta sameiginlega stefnu um vernd lífsbjargarinnar í sjónum . Hér á ríkisstjórn Íslands að sýna frumkvæði í eigin þágu og nágrannaþjóða . V . Á opinberum vettvangi hefur verið látið í veðri vaka að Íslendingar verði í skammarkróknum náist samningur um frí­ verslunarsvæði ESB og Norður­Ameríku, eina leiðin til að komast hjá því sé að ganga í Evrópusambandið . Þetta er mikil einföldun á öllu sem snert ir þessar viðræður . Þessi skoðun gengur einnig gegn farsælli utanríkisstefnu Íslend inga í meira en sjö áratugi . Íslendingar þurfa ekki að fara í ESB­ félags skap til að rækta góð tengsl við Banda­ ríkja menn og stjórnvöld í Washington . Tví hliða tengslin hafa verið náin og góð frá því að Íslendingar tóku stjórn eigin utan­ ríkis mála í sínar hendur . Þeim hefur hins vegar verið spillt undanfarin ár með hin­ um vonlausa Brussel­leiðangri undir for­ ystu Össurar Skarphéðinssonar . Nú ber að hefja endurreisnarstarf á þessu sviði eins og öðrum, ekki með því að fara til Brussel á leið inni til Washington heldur með því að halda beint vestur um haf . Þess sjást auk þess greinileg merki að æðstu stjórnendur Bandaríkjanna beina meiri athygli að norðurslóðum hin síðari ár en þeir hafa gert frá því að Sovétríkin liðu undir lok í upphafi tíunda áratugarins . Ýmsar aðferðir eru til að mæla þetta . Hin einfaldasta er að fylgjast með ferðum og yfirlýsingum utanríkisráðherra og forseta Bandaríkjanna . Það liðu rúm 15 ár frá því að Norður­ skautsráðið var stofnað þar til bandarískur utan ríkisráðherra sótti fund þess . Hillary Clinton gerði það fyrst í Nuuk á Grænlandi í maí 2011 og sagði þá meðal annars: „Banda ríkin eru heimskautaþjóðin . Þetta svæði skiptir okkur miklu .“ Í maí 2013 sat John Kerry, utanríkisráðherra Banda­ ríkjanna, fund Norðurskautsráðsins í Kiruna í Svíþjóð . Hann sagði meðal annars í tilefni af fundinum: Við komum hingað til Kiruna með mik­ inn skilning á þeim verkefnum sem bíða á Norður­Íshafi þegar ísinn bráðnar, þegar nýjar umhverfisaðstæður skapast vegna fiskveiða og hugsanlega fleiri ferða kaup­ skipa — við verðum að takast á við mörg önnur ný verkefni þegar ísinn hverfur . Þetta snýst ekki aðeins um umhverfismál eða efnahagsleg úrlausnarefni . Hér er um að ræða öryggismál, grundvallar­öryggis­ Stóra spurningin er þessi:Vilji ríkisstjórn Íslands vera „leiðandi afl á norðurslóðum og virkur þátttakandi í vestnorrænu starfi“, af hverju mótar hún ekki sameiginlega stefnu með Færeyingum og Grænlendingum í makríl­ og síldarmálum og tekur að sér forystu um að fylgja henni fram gagnvart ESB og öðrum?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.