Þjóðmál - 01.09.2013, Page 19

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 19
18 Þjóðmál haust 2013 skipu lag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til auk innar framleiðni og betri nýtingar fjár muna“ . Hagræðingarhópurinn á gera tillög ur um „einstakar aðgerðir sem skila veru legri hagræðingu til framtíðar“ en ekki leggja til „flatan niðurskurð“ . Eitt er að leggja fram skynsamlegar tillögur um sparnað, hagræðingu og uppskurð í rekstri ríkisins og annað að tryggja framgang þeirra . Útgjaldasinnar allra flokka munu snúast til varnar . Margar tillögur og hugmyndir, sem hagræðingarnefndin mun leggja fram, eiga (kannski eðli máls) eftir að verða umdeildar og jafnvel óvinsælar . Helsta von útgjaldasinna liggur í því að nýta sér óánægju og gagnrýni — spila á sérhagsmuni og hópa sem telja hagsmunum sínum ógnað . Það skiptir því miklu að hagræðingarnefndin nái almenningi — kjósendum, skattgreiðendum — á sitt band . Með bandalagi við almenning getur hagræð­ ingar nefndin tryggt pólitískt bakland og stuðning við róttækum hugmyndum . Fjórmenningarnir verða að haga starfi sínu þannig að almenningur átti sig á því að hagræðing í ríkisrekstri miði að því að verja og styrkja íslenska velferðarkerfið til lengri tíma, efla menntakerfið, byggja undir lög­ gæslu um allt land og styrkja byggðir landsins með góðum samgöngum . Markmiðið er ekki aðeins að gera ríkisreksturinn skilvirk­ ari heldur að skipuleggja þannig að hann þjóni betur einstaklingum og fyrirtækjum . Nefnd in verður að sannfæra kjósendur um að einfaldara stjórnkerfi ríkisins lækki bein­ an og þó ekki síður óbeinan kostnað ein­ staklinga og atvinnulífsins, og auki tekjur ríkisins til lengri tíma samhliða því sem ráð­ stöfunartekjur heimilanna hækka . Hagræðingarnefndin á að spyrja al menn­ ing: Hefur þjónusta ríkisins við heimili og fyr­ ir tæki batnað á síðustu árum í réttu hlutf alli við aukin útgjöld? Þegar horft er á tölulegar staðreyndir um þróun ríkisútgjalda getur enginn svarað þessari spurningu játandi — jafnvel ekki harðir útgjaldasinnar . Rekstrarkostnaður tvöfaldast Rekstrarkostnaður ríkisins á liðnu ári nam um 3,1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu . Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980 . Þegar tekið er tillit til kostnaðar sveitarfélag­ anna má ætla að rekstrarkostnaður hins opin bera hafi numið um 5,5 milljónum króna á hverja fjölskyldu . Með öðrum orð­ um: rekstur hins opinbera kost aði hvert heimili að meðaltali um 450 þús und krónur í hverjum mánuði . Árið 1980 var mánaðar­ legur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs . Litlu skiptir hvaða tölur um útgjöld hins opinbera eru skoðaðar . Sameiginlegur kostn­ aður landsmanna hefur hækkað gríðarlega á síðustu áratugum . Að raunvirði voru heildarútgjöld hins opinbera þrefalt hærri á síðasta ári en 1980 . Gjöldin hækkuðu úr 34% af vergri landsframleiðslu í 46,5% . Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980 . . . Með öðrum orðum: rekstur hins opinbera kostaði hvert heimili að meðaltali um 450 þúsund krónur í hverjum mánuði . Árið 1980 var mánaðarlegur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.