Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 19

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 19
18 Þjóðmál haust 2013 skipu lag, rekstur, innkaup og skoða hvort gera megi kerfisbreytingar sem leiða til auk innar framleiðni og betri nýtingar fjár muna“ . Hagræðingarhópurinn á gera tillög ur um „einstakar aðgerðir sem skila veru legri hagræðingu til framtíðar“ en ekki leggja til „flatan niðurskurð“ . Eitt er að leggja fram skynsamlegar tillögur um sparnað, hagræðingu og uppskurð í rekstri ríkisins og annað að tryggja framgang þeirra . Útgjaldasinnar allra flokka munu snúast til varnar . Margar tillögur og hugmyndir, sem hagræðingarnefndin mun leggja fram, eiga (kannski eðli máls) eftir að verða umdeildar og jafnvel óvinsælar . Helsta von útgjaldasinna liggur í því að nýta sér óánægju og gagnrýni — spila á sérhagsmuni og hópa sem telja hagsmunum sínum ógnað . Það skiptir því miklu að hagræðingarnefndin nái almenningi — kjósendum, skattgreiðendum — á sitt band . Með bandalagi við almenning getur hagræð­ ingar nefndin tryggt pólitískt bakland og stuðning við róttækum hugmyndum . Fjórmenningarnir verða að haga starfi sínu þannig að almenningur átti sig á því að hagræðing í ríkisrekstri miði að því að verja og styrkja íslenska velferðarkerfið til lengri tíma, efla menntakerfið, byggja undir lög­ gæslu um allt land og styrkja byggðir landsins með góðum samgöngum . Markmiðið er ekki aðeins að gera ríkisreksturinn skilvirk­ ari heldur að skipuleggja þannig að hann þjóni betur einstaklingum og fyrirtækjum . Nefnd in verður að sannfæra kjósendur um að einfaldara stjórnkerfi ríkisins lækki bein­ an og þó ekki síður óbeinan kostnað ein­ staklinga og atvinnulífsins, og auki tekjur ríkisins til lengri tíma samhliða því sem ráð­ stöfunartekjur heimilanna hækka . Hagræðingarnefndin á að spyrja al menn­ ing: Hefur þjónusta ríkisins við heimili og fyr­ ir tæki batnað á síðustu árum í réttu hlutf alli við aukin útgjöld? Þegar horft er á tölulegar staðreyndir um þróun ríkisútgjalda getur enginn svarað þessari spurningu játandi — jafnvel ekki harðir útgjaldasinnar . Rekstrarkostnaður tvöfaldast Rekstrarkostnaður ríkisins á liðnu ári nam um 3,1 milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu . Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980 . Þegar tekið er tillit til kostnaðar sveitarfélag­ anna má ætla að rekstrarkostnaður hins opin bera hafi numið um 5,5 milljónum króna á hverja fjölskyldu . Með öðrum orð­ um: rekstur hins opinbera kost aði hvert heimili að meðaltali um 450 þús und krónur í hverjum mánuði . Árið 1980 var mánaðar­ legur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs . Litlu skiptir hvaða tölur um útgjöld hins opinbera eru skoðaðar . Sameiginlegur kostn­ aður landsmanna hefur hækkað gríðarlega á síðustu áratugum . Að raunvirði voru heildarútgjöld hins opinbera þrefalt hærri á síðasta ári en 1980 . Gjöldin hækkuðu úr 34% af vergri landsframleiðslu í 46,5% . Að teknu tilliti til fólksfjölgunar var rekstur ríkisins tvöfalt dýrari að raunvirði á síðasta ári en 1980 . . . Með öðrum orðum: rekstur hins opinbera kostaði hvert heimili að meðaltali um 450 þúsund krónur í hverjum mánuði . Árið 1980 var mánaðarlegur kostnaður innan við 180 þúsund krónur á verðlagi síðasta árs .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.