Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 21

Þjóðmál - 01.09.2013, Qupperneq 21
20 Þjóðmál haust 2013 og fjölbreytni þess náms sem ungu fólki er boðið . Að stytta nám og ná þannig fram einhverjum sparnaði, getur ekki verið markmið í sjálfu sér . Markmiðið er að auka gæði námsins, undirbúa nemendur betur undir lífið og gefa þeim fleiri möguleika til menntunar og starfa . Í þessu er fólgin besti sparnaðurinn og mesta arðsemin . Ekkert tryggir gæði betur en samkeppni . Þess vegna á það að vera meginmarkmið að auka samkeppni á milli menntastofnana á öllum skólastigum, allt frá grunnskólum til háskóla . Þar getum við m .a . sótt í smiðju Svía sem hafa innleitt ávísanakerfi og aukið þar með valmöguleika nemenda í námi . Samkeppni í grunnskólum í Svíþjóð hefur aukið gæði námsins, búið nemendur betur undir frekara nám og hækkað laun kenn­ ara . Lækkun skulda skilar mestu Lækkun skulda ríkissjóðs mun skila meiri árangri en flest annað . Vaxtagjöld ríkissjóðs á liðnu ári námu liðlega 83 milljörðum króna eða 13,9% af útgjöldum . Þetta jafngildir liðlega einni milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu . Að óbreyttu má segja að ríkið muni greiða ígildi tveggja herbergja íbúðar á næstu 25 árum fyrir hverja einustu fjölskyldu landsins . Alls um 81 þúsund íbúðir. Lækkun skulda ríkisins og þar með lækkun vaxtagreiðslna ræður miklu um hvort hagræðingarnefndin nær markmiði sínu . Lækkun skulda næst aðeins fram með tvennum hætti; annars vegar með því að góður og stöðugur afgangur sé hjá ríkis­ sjóði og hins vegar með sölu eigna, þar sem tryggt er að sölutekjur séu nýttar til að greiða niður skuldir . Vegna þessa kemst hagræðingarnefndin ekki hjá því að horfa til þess hvort, hvaða og með hvaða hætti einstakar eignir ríkisins séu seldar . Sala ríkiseigna — bandamenn einkavæðingar Leiða má rök að því að með markvissri og skynsamlegri sölu ríkiseigna sé hægt að lækka vaxtagreiðslur ríkisins á kjörtímabilinu um allt að 35–40 milljarða króna og er þá ekki tekið tillit til þess að lánshæfismat ríkissjóðs styrkist verulega sem aftur tryggir enn lægri vaxtakostnað . Takist hagræðingarnefndinni að búa svo um hnútana að tryggt sé að allar tekjur af sölu ríkiseigna renni til að greiða niður skuldir ríkisins og stórlækka þar með vaxtakostnað, mun mikill meirihluti landsmanna styðja umfangsmikla einkavæðingu . Þegar valið stendur á milli þess að eiga ríkisbanka eða auka möguleika ríkisins til að standa undir öflugu velferðar­ og menntakerfi, er auðvelt að komast að niðurstöðu . Fyrir ungt fólk, sem horfir á að óhófleg skuldasöfnun rýrir lífskjör þess í framtíð­ inni, er það ekki eftirsóknarvert að eiga hlut í banka eða öðrum fyrirtækjum í gegnum sameiginlegt eignarhald ríkisins . Ungt fólk, Hagræðingarnefndin getur eignast öfluga bandamenn meðal yngri kynslóðarinnar en alls eru liðlega 92 þúsund Íslendingar á aldrinum 16 til 35 ára . Með stuðningi tuga þúsunda getur hagræðingar­ nefndin lagt fram róttækar tillögur um sölu ríkiseigna og niðurgreiðslu skulda .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.