Þjóðmál - 01.09.2013, Side 24

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 24
 Þjóðmál haust 2013 23 Kostir einkarekstrar Við endurskipulagningu heil brigðis­kerfisins verður nauðsynlegt að nýta kosti einkarekstrar . Við Íslendingar höfum góða reynslu af einkareknum fyrirtækjum í heilsuþjónustu í samstarfi við opinbera aðila . Fjöldi velmenntaðra sérfræðilækna starfar sjálfstætt, einkafyrirtæki sinna forvörnum og endurhæfingu og einkaaðilar reka einhverja hagkvæmustu heilsugæslu landsins, þar sem ánægja viðskiptavinanna er meiri en annars staðar . Hagræðingarnefndin verður að líta til þess með hvaða hætti skynsamlegt sé að auka einkarekstur innan heilbrigðiskerfisins til að nýta fjármuni betur og tryggja þjónustu við landsmenn . Þannig á að gera skýran greinarmun á því hver borgar (hið opinbera) og hver veitir þjónustuna (einkaaðilar) . Lamandi og dýrt eftirlitskerfi Samkvæmt skýrslu, sem Hagfræðistofnun HÍ vann fyrir forsætisráðuneytið árið 2004, var beinn kostnaður fyrirtækja við að framfylgja eftirlitsreglum talinn nema 7,2 milljörðum króna á verðlagi ársins 2003 . (Tekið var fram að líklega væri um vanmat að ræða, þar sem ekki var tekið mið af öllum eftirlitsreglum á öllum sviðum .) Á verðlagi 2012 er þessi beini kostnaður um 12,6 milljarðar króna á ári . Þá renna milljarðar úr ríkissjóði á hverju ári til að standa undir eftirlitsstofnunum . Frá því að skýrslan var unnin hefur reglum verið fjölgað, þær hertar á flestum sviðum og eftirlit hins opinbera verið aukið . Ekki er óvarlegt að ætla að beinn kostnaður íslenskra fyrirtækja vegna opinbers eftirlits sé 18–20 milljarðar króna . Óbeinn kostnaður vegna minni framleiðni, lakari samkeppnisstöðu og skilvirkni er að líkindum ekki lægri fjárhæð . Vert er að hafa í huga að eftirlitskostnaðurinn er að lokum borinn af neytendum . Dýrt og flókið eftirlitskerfið hefur bein áhrif á verðlag, skuldir og tekjur launafólks . Með öðrum orðum: Íslenskur almenningur þarf að bera 36–40 milljarða króna byrðar á hverju ári til að standa undir beinum og óbeinum kostnaði við eftirlitskerfið . Uppskurður á opinberu eftirlitskerfi, færri og einfaldari reglugerðir, styrkja hag fyrirtækja og auka möguleika til ný­ sköpunar . Störfum fjölgar, vöruverð lækkar og skatttekjur ríkisins aukast . Allir hagnast . Hagræðingarnefndin á að líta sérstaklega til eftirlitskerfisins og uppstokkunar á því en svo virðist sem hægt sé að ná verulegri hagræðingu og sparnaði fyrir ríkissjóðs samhliða lægri kostnaði fyrirtækja og almennings . Tillaga: • Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sam­ einuð í eina stofnun . Hagræðingarnefndin á —í samvinnu við Öryrkja­ banda lagið og heilbrigðis starfsfólk — að setja af stað sérstaka vinnu sem miðar að tvennu: Annars vegar að fækka öryrkjum og hins vegar að nýta sparnaðinn í að bæta hag öryrkja og auka fjármagn í baráttuna gegn lífsstílstengdum sjúkdómum og geðsjúkdóma . Til lengri tíma litið virðist ljóst að gríðarlegur sparnaður náist fyrir utan aukin lífsgæði þúsunda .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.