Þjóðmál - 01.09.2013, Side 26

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 26
 Þjóðmál haust 2013 25 Kristinn Ingi Jónsson Lífeyrissjóðirnir í ólgusjó Íáraraðir hafa frjálshyggjumenn varað við afskiptum ríkisins af efnahagsmálum með þeim rökum að ríkisafskiptin hafi ófyrirséðar afleiðingar í för með sér . Þannig eru fjölmörg dæmi þess í sögunni að alls kyns höft og hömlur stjórnvalda á frjálsum viðskiptum hafi ekki haft þau áhrif sem þeim var ætlað, heldur hafi lagst eins og mara yfir allt atvinnulíf, drepið einstaklingsframtakið í dróma og skapað jarðveg fyrir pólitíska spillingu . Nóg er að minnast haftaáranna frá 1930 til 1960 . Gjaldeyrishöftin, sem lögð voru á í kjölfar gengisfalls krónunnar haustið 2008, eru um margt lík þeim íþyngjandi reglugerðum sem sett voru á af stjórnvöldum á haftaárunum . Eins og bent hefur verið á hafa höftin haft margvíslegar, og ófyrirséðar, afleiðingar í för með sér . Þau hafa ekki einungis verið helsti dragbítur á efnahagslega endurreisn Íslands — með því að laska stórkostlega möguleika fyrirtækja til vaxtar — heldur var með þeim lagt til atlögu að íslenska lífeyriskerfinu . Enginn vafi leikur á því að gjaldeyrishöft­ in gera lífeyrissjóðunum ókleift að dreifa áhættu með skynsamlegum hætti og fjárfesta í erlendum eignum, svo sem skulda bréfum og hlutabréfum . Hlutverk stjórn enda lífeyrissjóðanna er að ávaxta fjár­ muni sjóðsfélaga með sem bestum hætti en um leið að lágmarka alla áhættu . Hins vegar eru möguleikar sjóðanna til ávöxt­ unar afar takmarkaðir og einskorðast helst við skuldabréf gefin út af hinu opin bera og kaup á skuldsettum íslenskum fyrir tækjum . Hallinn fjármagnaður í höftunum Stjórnvöld nýttu sér það ástand sem ríkti á íslenskum fjármálamarkaði eftir hrun til að fjármagna gríðarlegan hallarekstur ríkissjóðs með því að gefa út óverðtryggð ríkisskuldabréf í mjög miklum mæli . Lífeyrissjóðirnir hafa tekið þátt í þessum útboðum með virkum hætti, enda fáir aðrir fjárfestingarkostir í boði . Ávöxtun þessara bréfa hefur þó verið góð en eins og alkunna er hafa höftin leitt til þess að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur lækkað mjög frá hruni . Miklar breytingar hafa orðið á eigna sam­ setningu sjóðanna undanfarin ár . Heildar­ eignir þeirra hafa vaxið um meira en 800 milljarða króna á seinustu fimm árum og nema í dag um 2 .500 milljörðum króna, samanborið við ríflega 1 .650 milljarða króna í ársbyrjun 2008 . Í lok júlímánaðar áttu sjóðirnir um 595 milljarða í skuldabréfum Íbúðalánasjóðs — sem eru með ríkisábyrgð — en áttu um 250 milljarða í lok árs 2007 . Þá eiga þeir um 280 milljarða í ríkisskuldabréfum og tæplega 75 milljarða

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.