Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 26

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 26
 Þjóðmál haust 2013 25 Kristinn Ingi Jónsson Lífeyrissjóðirnir í ólgusjó Íáraraðir hafa frjálshyggjumenn varað við afskiptum ríkisins af efnahagsmálum með þeim rökum að ríkisafskiptin hafi ófyrirséðar afleiðingar í för með sér . Þannig eru fjölmörg dæmi þess í sögunni að alls kyns höft og hömlur stjórnvalda á frjálsum viðskiptum hafi ekki haft þau áhrif sem þeim var ætlað, heldur hafi lagst eins og mara yfir allt atvinnulíf, drepið einstaklingsframtakið í dróma og skapað jarðveg fyrir pólitíska spillingu . Nóg er að minnast haftaáranna frá 1930 til 1960 . Gjaldeyrishöftin, sem lögð voru á í kjölfar gengisfalls krónunnar haustið 2008, eru um margt lík þeim íþyngjandi reglugerðum sem sett voru á af stjórnvöldum á haftaárunum . Eins og bent hefur verið á hafa höftin haft margvíslegar, og ófyrirséðar, afleiðingar í för með sér . Þau hafa ekki einungis verið helsti dragbítur á efnahagslega endurreisn Íslands — með því að laska stórkostlega möguleika fyrirtækja til vaxtar — heldur var með þeim lagt til atlögu að íslenska lífeyriskerfinu . Enginn vafi leikur á því að gjaldeyrishöft­ in gera lífeyrissjóðunum ókleift að dreifa áhættu með skynsamlegum hætti og fjárfesta í erlendum eignum, svo sem skulda bréfum og hlutabréfum . Hlutverk stjórn enda lífeyrissjóðanna er að ávaxta fjár­ muni sjóðsfélaga með sem bestum hætti en um leið að lágmarka alla áhættu . Hins vegar eru möguleikar sjóðanna til ávöxt­ unar afar takmarkaðir og einskorðast helst við skuldabréf gefin út af hinu opin bera og kaup á skuldsettum íslenskum fyrir tækjum . Hallinn fjármagnaður í höftunum Stjórnvöld nýttu sér það ástand sem ríkti á íslenskum fjármálamarkaði eftir hrun til að fjármagna gríðarlegan hallarekstur ríkissjóðs með því að gefa út óverðtryggð ríkisskuldabréf í mjög miklum mæli . Lífeyrissjóðirnir hafa tekið þátt í þessum útboðum með virkum hætti, enda fáir aðrir fjárfestingarkostir í boði . Ávöxtun þessara bréfa hefur þó verið góð en eins og alkunna er hafa höftin leitt til þess að ávöxtunarkrafa skuldabréfa hefur lækkað mjög frá hruni . Miklar breytingar hafa orðið á eigna sam­ setningu sjóðanna undanfarin ár . Heildar­ eignir þeirra hafa vaxið um meira en 800 milljarða króna á seinustu fimm árum og nema í dag um 2 .500 milljörðum króna, samanborið við ríflega 1 .650 milljarða króna í ársbyrjun 2008 . Í lok júlímánaðar áttu sjóðirnir um 595 milljarða í skuldabréfum Íbúðalánasjóðs — sem eru með ríkisábyrgð — en áttu um 250 milljarða í lok árs 2007 . Þá eiga þeir um 280 milljarða í ríkisskuldabréfum og tæplega 75 milljarða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.