Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 41

Þjóðmál - 01.09.2013, Síða 41
40 Þjóðmál haust 2013 Loftleiðir og flugu á lægri fargjöldum yfir hafið . En fargjaldalækkunin vakti strax mikla athygli í heimi flugmálanna . Óvægin afstaða IATA leiddi brátt til þess að fjölmiðlar tóku að gefa gaum að þessu litla flugfélagi sem bauð einokunarsamsteypunni birginn . Þar fengu Loftleiðir ómælda ókeypis auglýsingu í blöðum og tímaritum, vestan hafs sem austan . Árið 1954 hafði farþegafjöldinn tvöfaldast og um 11 þúsund manns not­ færðu sér hin lágu fargjöld Loftleiða . Far­ gjaldalækkunin tók að bera ávöxt; með Loft leiðafargjöldunum var svo komið, að það var ódýrara að ferðast með flugvélum milli Evrópu og Bandaríkjanna heldur en með skipum . Í Fréttatímanum 28 .–30 . september 2012 var dregin fram í dagsljósið skýrsla, sem stjórnendur Icelandair höfðu látið vinna um Atlantshafsflugið, eftir Ólaf Rastrick sagnfræðing . Í skýrslunni er því haldið fram að breytingar á leiðakerfi Icelandair í Atlants hafsfluginu eftir 1987 hafi ekki aðeins markað þáttaskil í ferðaþjónustu á Íslandi heldur breytt „sjálfsmynd Íslend­ inga“, hvorki meira né minna . Í flennistórri fyrirsögn greinarinnar segir: „Viðskiptahugmynd breytti sjálfs mynd Íslendinga .“ Í útdrætti er bætt við: Leiðakerfið með tengiflugi um Kefla­ víkurflugvöll er ekki náttúrufyrirbrigði held­ ur viðskiptahugmynd sem hrint var í fram­ kvæmd með verulegum tilkostnaði og tók langan tíma að koma á legg . Þessi við skipta­ hugmynd er hins vegar merkileg fyrir þær sakir að hún breytti Íslandi [auðk . hér] . Hún lagði grunn að langtum meira flugi til og frá Íslandi en heimamarkaðurinn stóð undir . Þetta mikla flug og markaðsstarfið fyrir það er undirstaða þeirrar ferðaþjónustu sem við þekkjum í dag . Áður en það kom til komu til landsins undir 100 þúsund ferðamenn, nú eru þeir um 700 þúsund . Það er mikil breyting á 20 árum . Ekki er hlaupið að því að skilgreina „sjálfsmynd“ heillar þjóðar . Hún hlýt­ ur þó að byggja á einhverjum grunni, sem víðtæk eining er um, en laga sig svo að breyttum aðstæðum í tímans rás . Í viss um skilningi er sjálfsmynd þjóðar því sífelld­ um breytingum undirorpin eftir því sem tíminn líður . Fáu er hins vegar hægt að slá föstu um þær breytingar án viðamikilla við­ horfs kannana yfir langt tímabil . Þó má vissulega gera sér í hugarlund að „sjálfsmynd Íslendinga“ hafi breyst nokkuð við það að landið öðlaðist sjálfstæði á sínum tíma . Sú breyting varð þó ekki í einni svipan heldur í tíð þriggja til fjögurra kynslóða — í kjölfar heimastjórnar 1904, fullveldis 1918 og lýðveldisstofnunar 1944 . Ennfremur má ætla að „sjálfsmynd Ís­ lend inga“ hafi breyst nokkuð við þjóð­ félags umrót síðustu 150 ára eða svo . Þar má nefna margt til sögunnar — til dæmis Vestur heimsferðirnar, tæknivæðingu í sjávar útvegi (skútuöld, vélvæðingu báta­ flotans, togaraöld) og þéttbýlismyndun við sjávar síðuna, hernámið 1940 og þess sem því fylgdi, langvarandi dvöl Bandaríkjahers í land inu eftir heimsstyrjöldina síðari, eflingu Reykja víkur sem höfuðborgar landsins, stór aukna þátttöku í alþjóðlegu samstarfi frá inngöngunni í Sameinuðu þjóðirnar og síðar Atlantshafsbandalagið, síldarævintýrið, hafta tímabilið, landhelgisdeilurnar við Breta, aukin ferðalög til útlanda, stöku „sigra“ á íþrótta­ og menningarsviði, mikla fjölg un útlendinga sem hafa sest hér að á síðasta aldarfjórðungi, „útrásartímann“ svo­ kallaða, fall bankanna, stórslys á sjó og landi og náttúruhamfarir (jarð skjálfta, eldgos, snjó flóð) . Allt hefur þetta, og margt fleira, stuðlað
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.