Þjóðmál - 01.09.2013, Page 43

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 43
42 Þjóðmál haust 2013 Vilhjálmur Bjarnason Ríkisendurskoðandi og skýrslan um Íbúðalánasjóð Íbyrjun júlí skilaði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis skýrslu um starfsemi Íbúðalánasjóðs (ÍLS) á árunum 2004 til 2008 . Einn þeirra aðila sem átti að hafa eftirlit með starfsemi Íbúðalánasjóðs á þessum tíma, Sigurður Þórðarson, fyrr­ verandi ríkisendurskoðandi, svarar fyrir sig í grein í Morgunblaðinu 22 . júlí 2013 . Grein hans er í IV tölusettum köflum, þar sem fyrsti kaflinn er tilraun til háðs um skýrsluna, þ .e . þann tíma sem vinnsla hennar tók og kostnað við vinnsluna . Hvort tveggja missir marks, því að rannsóknin varð mun viðameiri en nokkurn gat órað fyrir vegna jafn einfaldrar starfsemi og Íbúðalánasjóður átti að hafa með höndum, sérstaklega vegna þess að Ríkisendurskoðun gaf út heil brigð­ is vottorð um Íbúðalánasjóð árið 2005 . Þar segir meðal annars: „Til fróðleiks í þessu sambandi má geta þess að útlánatap Íbúða­ lánasjóðs af almennum veðlánum sjóðs­ ins frá 1999–2003 nam að meðaltali um 0,05% . Á síðasta ári nam útlánatap hans ein ungis 0,015% .“ Heilbrigðisvottorðið er gefið út um það leyti sem í hönd fór tímabil með útlánatapi sem nemur 7,2% af eignum en við það bætist innbyggt rekstrartap, sem kann að nema allt að 20% af eignum . Ofgnótt fjár Það liggur fyrir í þessu máli að Íbúða­lánasjóður stóð frammi fyrir alger lega nýju vandamáli árið 2004 þegar bank ar hófu að lána til langs tíma, lán sem gátu numið allt að 90–100% af kaupverði fasteigna . Var þetta ófyrirséð þróun? Nei, það var algerlega ljóst að nýir „eigendur“ og stjórnendur banka myndu fara í markaðssókn, m .a . á þeim hluta lánamarkaðar þar sem útlán voru talin nokkuð örugg, samanber það sem sagt er um útlánatöp ILS hér að framan . Lán af þessu tagi vantaði í eignasöfn bankanna, sem voru á alþjóðlegum mörkuðum . Það sem stóð í bönkum og sparisjóðum var að þessi fyrirtæki höfðu ekki tryggt sér fjármögnun til jafn langs tíma og lánin þurftu að vera . Þetta vissu Íbúðalánasjóður, Ríkis endur­ skoðun og Fjármálaeftirlitið . Íbúða lána­ sjóð ur hafði tryggt sína fjármögnun með „hús bréfum“ og síðar „íbúðabréfum“ . Því gátu bankar aðeins hafið samkeppnina við

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.