Þjóðmál - 01.09.2013, Side 57

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 57
56 Þjóðmál haust 2013 sem sjálft byggði höfnina þar og færði hana Hafnarfjarðarbæ á silfurfati og bakar þetta Bakkaævintýri Bakkabræðra fyrri ríkisstjórnar illa settum ríkissjóði þungar klyfjar núna . Núverandi kreppa á Íslandi er skulda ­ kreppa . Til þess að kljást við skulda kreppu þarf í fyrsta lagi að stöðva skulda söfnun með aðhaldi — og þetta á við ein stakl­ inga, einkafyrirtæki, opinber fyrir tæki, sveitarfélög og ríkissjóð — og í öðru lagi að auka tekjurnar til að vinna á skulda­ stabbanum og draga sem hraðast úr vaxta­ greiðslunum . Hjá ríkissjóði nema þær um þessar mundir um 80 milljörðum kr . á ári eða um 15% af fjárlögunum . Að draga úr skuldum ríkissjóðs yrði einhver albezta kjarabót sem unnt væri að færa þegnum þessa lands, en það er ekki hægt nema að koma hjólum atvinnulífsins aftur í gang . Til þess þarf að selja ríkiseignir, framkvæma skattalækkanir og fara í regluverksumbætur í anda ríkisstjórnar jafnaðarmanna í Þýzka­ landi undir forystu Gerhards Schröders 2003, sem með aðgerðum — sem reyndar kostuðu hana banvænt fylgistap í næstu sam bandsþingskosningum — lagði grunn­ inn að velgengni Þýzkalands undan farin ár . Utanríkismál Ein verstu axarsköft hinnar alræmdu ríkisstjórnar, sem hér hékk við völd kjörtímabilið 2009–2013 án þess að geta það, voru á sviði utanríkismála . Það var einblínt á aðild að Evrópusambandinu (ESB) og allt gert til að þóknast búrókrötum í Berlaymont, stjórnarbyggingu ESB í Brüssel, og einstökum ESB­ríkjum, eins og greinilegast og aumkvunarverðast kom fram í Icesave­málinu . Það verður að segja hverja sögu eins og hún er: þáverandi stjórn­ ar flokkar, Samfylkingin og Vinstri hreyf­ ing in grænt framboð, lögðust þá hundflöt fyrir yfirgangi Breta, Hollendinga og Brüssel­valdsins, þó að færir lögfræðingar væru búnir að sýna fram á að rétturinn væri Íslands megin, eins og fram kom við dóms upp kvaðn ingu EFTA­dómstólsins 28 . janúar 2013 . Sambandið við önnur ríki var vanrækt, t .d . við Bandaríkin . Hið hlálega er að það gagnlegasta, sem frá þessari ömurlegu ríkisstjórn kom var fríverzlunarsamningur við kínverska alþýðulýðveldið, þó að slíkur væri ekki á stefnuskrá hennar og styngi í stúf við Evrópustefnuna . Ríkisstjórn Jóhönnu nálgaðist ESB­við­ fangsefnið eins og trúarbrögð . Ef Íslend­ ingum tækist að komast inn um Gullna hliðið, þá væru þeir hólpnir og nánast lausir við efnahags­ og peningamálavanda sinn . Annarri eins strútsstefnu hefur aldrei verið framfylgt af nokkurri ríkisstjórn hérlendis, en stefnan er vel þekkt sem kaffihúsasnakk í 101 Reykjavík . Aðeins dró úr trúarofsanum er á leið kjör­ tímabilið, og óveðursský tóku að hrannast upp á himin evrusamstarfsins . Íslendingar fullnægja engu Maastricht­skilyrðanna um upptöku evru og eru ekki með neinu móti búnir undir myntsamstarf við Þýzkaland, Núverandi kreppa á Íslandi er skulda kreppa . Til þess að kljást við skuldakreppu þarf í fyrsta lagi að stöðva skuldasöfnun með aðhaldi — og þetta á við einstaklinga, einkafyrirtæki, opinber fyrirtæki, sveitarfélög og ríkissjóð — og í öðru lagi að auka tekjurnar til að vinna á skuldastabbanum og draga sem hraðast úr vaxtagreiðslunum .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.