Þjóðmál - 01.09.2013, Page 59

Þjóðmál - 01.09.2013, Page 59
58 Þjóðmál haust 2013 taka þessar ráðstafanir og hegðun Þjóðverja okkur til fyrirmyndar við lausn aðsteðjandi vandamála . Ríkisbúskapur Maastrichtsamningurinn setur þak á rík­ is skuldir við 60% . Meðaltalið í evru ríkj­ un um er 92% og vaxandi . Í 14 ríkjum, þ . á m . í Þýzkalandi, eru ríkisskuldir yfir 60% af vergri landsframleiðslu . Að kröfu Þýzka lands var samningum ESB breytt þannig í marz 2012, að evruríkin skyldu setja „skuldahemil“ í stjórnarskrár sínar að fyrirmynd Þýzkalands árið 2009, svo að óleyfilegt yrði að reka ríkissjóð með kerfis halla, þ .e . halla að vaxtakostnaði sleppt um . Hvers vegna er lítt áberandi í annars þarflitlum umræðum hérlendis um stjórnarskráarbreytingar að fylgja for­ dæmi Þjóðverja að þessu leyti? Slíkar breytingar eru þó jafnvel brýnni á Íslandi en í Þýzkalandi . Fjárhagsstuðningur og skuldabréfaútgáfa „Samstaða“, þ .e . fé frá Þjóðverjum, gegnir hlutverki til lausnar evruvandanum en aðallega til að kaupa tíma og þvinga ríki í vanda til kerfisbreytinga og jafnvægis í ríkisrekstrinum . Þetta fé vilja Þjóðverjar t .d . að sé notað til að draga úr atvinnuleysi ungs fólks, sem í sumum evrulöndum er yfir 50%, en í Þýzkalandi aðeins 8% . Þjóðverjar hafa hins vegar lagzt öndverðir gegn tillögu Frakka o .fl . um útgáfu Evrubankans á evru skuldabréfum til að fjármagna bág­ stadda ríkissjóði . Veigamiklum atrið um bankasambands evruríkja eru Þjóð verj ar and vígir, t .d . sameiginlegum inni stæðu­ trygg ingarsjóði . Hver sem vinnur kosningarnar til neðri deildar þýzka Sambandsþingsins í Berlín í september 2013 mun mæta sama að hald­ inu . Þýzkur almenningur er mjög and­ vígur miklum fjármagnsflutningum til Suður­Evrópu, enda hafa þegar nokkrar varnargirðingar verið settar upp . Vegna skulda hemils í stjórnarskrá jafngilda útlát til björgunarsjóða óhjákvæmilega hærri sköttum eða minni útgjöldum innan­ lands . Afar mikilvægt er einnig að stjórn­ lagadómstóllinn í Karlsruhe er andvígur öllu sem leggur þýzkum skatt greiðendum á herðar kvaðir um ótak markaða ábyrgð á skuldum annarra þjóða . Rauðskikkjurnar í Karlsruhe hafa gerzt verndarar þýzks fullveldis . Tvær aðalástæður eru tilfærðar fyrir and­ stöðu þýzks almennings við mikla fjár­ magnsflutninga suður á bóginn . Í fyrsta lagi tapaðist sem nam 20% af vergri lands­ Þ ýzkir ráðamenn líta svo á að lykillinn að efnahagsárangri felist í öflugum útflutn ingsfram­ leiðslufyrirtækjum . . . Tæknikunn­ átta, tækniþróun og nýting tækn­ innar er grundvöllur árangurs þýzkra fyrirtækja á borð við Siemens, Bosch og BMW á út­ flutn ingsmörkuðum . Hlutdeild framleiðslufyrirtækja af vergri lands framleiðslu er hæst í Þýzka­ landi á meðal þróaðra ríkja og útflutningur stendur undir helm­ ingi hagvaxtarins, sem er hærra en annars staðar . Jákvæð ur jöfnuður utan ríkisvið skipta nemur 188 milljörðum evra á ári eða 7% af vergri lands framleiðslu . Þetta ætti að verða leiðarljós Íslendinga við hagstjórn .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.