Þjóðmál - 01.09.2013, Side 60

Þjóðmál - 01.09.2013, Side 60
 Þjóðmál haust 2013 59 framleiðslu Þjóðverja í þýzkum sparnaði erlendis við hrun fjármálakerfisins 2008, og í öðru lagi er eignastaða þýzks almennings miklu lakari en suðrænu þjóðanna í Evrópu þar sem húsnæðiseign er mun fátíðari í Þýzkalandi en í Suður­Evrópu . Miðgildi nettó eignarstöðu á heimili er með eftir­ farandi hætti í nokkrum Evrópulöndum í milljónum íslenzkra króna: Spánn – 29 Ítalía – 27 Frakkland – 18 Grikkland – 16 Austurríki – 12 Þýzkaland – 8 Uppeldishlutverk Þjóðverja í Evrópu Þýzkir ráðamenn líta svo á að lykillinn að efnahagsárangri felist í öflugum útflutn ings­ fram leiðslu fyrirtækjum . Í stuttu máli felist lækning evrusvæðisins í því að feta í fót­ spor Þjóðverja . Það kann vel að vera rétt hjá þeim, en þar eru þó ýmis ljón á veginum . Þjóðverjar verða að ganga hægt um gleð innar dyr . T .d . reyndist eftirfarandi fullyrðing eins af framámönnum CDU, Volkers Kauder, fara fyrir brjóstið á ýmsum forkólfum utan Þýzkalands: „Evrópa talar nú þýzku“! Vandamál Evrópu er að Þjóðverjar eru enn ekki farnir að taka ábyrgð á örlögum Evrópu, þ .e .a .s . þeir líta enn ekki á sig sem forysturíki Evrópu sem beri við stefnumótun fyrir land sitt að taka mið af hagsmunum annarra Evrópuríkja, einkum evruríkjanna . Þeir þyrftu t .d . núna að hvetja til aukinnar neyzlu heima fyrir og minni sparnaðar . Slíkt á ekki mikinn hljómgrunn á meðal lands­ manna, m .a . vegna þess að þeir eru að spara til elliáranna . Þetta er þeim nauðsyn af því að fæstir Þjóðverjar búa í eigin húsnæði og lífeyriskerfi þeirra er gegnumstreymiskerfi, sem stendur á brauðfótum vegna fækkunar á vinnumarkaði og fjölgunar eldri borgara . Utanríkisviðskipti Tæknikunnátta, tækniþróun og nýting tækninnar er grundvöllur árangurs þýzkra fyrirtækja á borð við Siemens, Bosch og BMW á útflutningsmörkuðum . Hlut­ deild framleiðslufyrirtækja af vergri lands­ framleiðslu er hæst í Þýzkalandi á meðal þróaðra ríkja og útflutningur stendur undir helmingi hagvaxtarins, sem er hærra en annars staðar . Jákvæður jöfnuður utan­ ríkisviðskipta nemur 188 milljörðum evra á ári eða 7% af vergri landsframleiðslu . Þetta er heimsmet í evrum talið og hlutfallið er á meðal hins hæsta sem þekkist . Allt þetta ætti að verða leiðarljós Íslendinga við hagstjórn . Ef hagkerfi í vandræðum klofna frá evru­ svæðinu og hverfa til eigin myntar á ný, þá mun gengi evrunnar hækka og draga úr jákvæðum jöfnuði á utanríkisviðskiptum Þjóðverja . Að óbreyttu er því hins vegar spáð að frá 2013 til 2025 muni útflutningur A ð kröfu Þýzkalands var samn­ingum ESB breytt þannig í marz 2012, að evruríkin skyldu setja „skuldahemil“ í stjórnarskrár sínar að fyrirmynd Þýzkalands árið 2009, svo að óleyfilegt yrði að reka ríkissjóð með kerfis halla, þ .e . halla að vaxtakostnaði slepptum . Hvers vegna er lítt áberandi í annars þarf­ litlum umræðum hérlendis um stjórnar skráarbreytingar að fylgja for dæmi Þjóðverja að þessu leyti? Slíkar breytingar eru þó jafnvel brýnni á Íslandi en í Þýzkalandi .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.